Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Loðna

jæja gott fólk, þá er aðalsteinn jónsson su11 kominn í startholurnar fyrir loðnuveiðar.  En þær fréttir hafa borist frá ransóknar skipinu árna friðrikssyni að einhverja loðnu sé að fynna norðan við landið.  Það eru einhverjir útvaldir sem að ætla að mæta um borð í fyrramálið og taka veiðarfæri um borð, en það þarf að gera núna fyrir miðvikudaginn þar sem að nótaverkstæðið er að fara í tilraunatankinn í hirsthals í danaveldi, og verður ekki hægt að fá afgreiðslu þar fyrr en á mánudag.

En já það er semsagt verið að spá í að fara á loðnu í þessari eða næstu viku.

Það er búið að bóka áhönina í jólahlaðborð þann 15.desember í höfuðstöðvum norðurlandsins, nánar tiltekið á hótel kea.  er matur og gisting innifalin og einnig fyrir maka.  matseðilinn er hægt að skoða á www.kea.is

Einnig vil ég koma því á framfæri að ef að skipið verður úti á sjó mun ekki verða af þessum atburði, þannig að það verði alveg ljóst.

 


Farnir út á sjó

.........nei bara að plata, nú fengu sjálfsagt einhverjir af þeim sem eru búsettir í borg óttans fyrir hjartað:)

nei við erum enn þá bundnir við bryggju og eru menn núna í óða önn við að fjölga endum, þar sem að spáin fyrir helgina er ekki góð.

þeir sem að eru búsettir í reykjavíkinni geta fengið að vita það að það er búið að mála dekkið með sandpappír og verður fróðlegt að sjá hvort að hagnaður hjá fyrir tækinu muni ekki rjúka upp eftir að menn hætta að "fljúga" á hausinn og meiða sig.  Einnig er búið að vera að flokka pönnur sem að voru ónítar og taka nýjar niður, (þið þarna í reykjavíkinni brosið sjálfsagt við að vera lausir við það), en nóg um það.

En nú er mál manna það, hvað á að gera við starfsmannasjóðinn?, fara til svíþjóðarW00t, nei segi svona, en á ekkert að gera um jólin, heirst hefur á göngunum að hann sé með 7 stafa tala, en endilega kommentið ef að þið hafið áhuga á jólahlaðborði á kea.....eða jafnvel ísafirði!

en meira seinna.

stýrimannsvaktin.

 

 


Ekkert að frétta.

Jæja sælt veri fólkið, menn hafa svosem ekki mikið annað að gera enn að setja inn svona eina og eina færslu.

en það sem að af okkur er að frétta að við komum inn 31 okt, og þá var búið að þrífa skipið allt hátt og lágt þannig að ekki var mikið sem að var hægt að gera um borð og var það ekki fyrr en í gær að menn voru kallaðir um borð til að stitta togvíra og fleira, en vélstjórarnir eru búnir að vera mjög duglegir, eru búnir að skipta um legu á leggjaranum ofl.

Af mannskapnum er það helst að frétta að menn eru margir iðnir við rjúpnaveiðarnar þessa dagana og gengur mönnum misvel að fá í jólamatinn, það mun ekki verða neitt meira um það sagt:)

En já það er ekkert í farveginum hvað skal gera, gæti hugsamlega farið svo að menn séu komnir í jólafrí.

En þangað til næst.

kv.stýrimannsvaktin.


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband