Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Á leiðinni í land.

Einn ákveðinn áhafnameðlimur kom að tali við mig í gær og sagðist ætla að setja inn færslu og myndir úr túrnum með. Enn hefur ekkert bólað á þessari færslu hjá drengnum og vona ég að hann taki við sér fljótlega og standi við stóru orðin.

En s.s. við erum á landleið og verðum í landi um kvöldmat í kvöld með sneisa fullt skip af þeim svarta, en við verðum búnir að vera cr. 5 daga í þessum túr höfn í höfn, sem er ekki amarlegt. afli 2100 tonn og aflaverðmæti einhverjar 30 mills.

kv.strákarnir á allanum. 


Gleðilegt sumar!

Af veðrinu hérna á gráa svæðinu að dæma er komið sumar, steikjandihiti og logn.

við erum komnir með einhver 1300 tonn í skipið en það er einhver lægð yfir veiðunumn eins og stendur. Vorum að láta trollið fara í eitthvað rik á 250 fm. Ef að það skilar einhverju er ekki svo ólíklegt að við verðum í landi einhvertímana seint á laugardagskvöld.

Við viljum enn og aftur óska eftir því að þið lesendur takið þátt í vísnasamkeppninni en fresturinn rennur út á morgunn, og ekki gleyma að nafngreyna höfunda þannig að verðlaunin rati í réttar hendur. 

En eins og hefur komið fram er hætt við að bjóða uppá erótískt fótanudd frá halla fribb vegna mikils flótta úr keppninni og halda okkur við bjórkassann og nóttina í "Eðal" hjólhýsinu hans runna þar sem að hann mun þjóna til borðs og elda sjávarréttasúpu frá "1944", það er nefnilega nýmóðins örbylgjuofn í hjólhýsinu, og forbakað brauð frá Hattings með úr flotta bakara ofninum sem að var sér pantaður frá þýskalandi. Einnig ætlar hann að bjóða uppá Eðal bjór til að renna súpunni og brauðinu niður. Ekki er ólíklegt að hann taki lagi, eftirvill eitthvað með Rod Steward.

EFtir þessar lýsingar er ekki ólíklegt að hagyrðingar landsins fari að kítla í fingurnar og setji saman eins og eina stöku.Runólfur Ómar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er svo ein mynd af vertinum, ekki amarlegt að fá hann í í að dekstra við sig.

 

kv.strákarnir á allanum. 


Grútarfréttir

Jæja þá er víst kominn tími á smá frétta skot frá fréttastofu alla  við erum búnir að taka tvö höl í þessum túr það fyrra taldist okkur vera um 600 tonn og það síðara var þá væntanlega 200 tonn en það var mjög stutt farið eða rétt rúmlega 3 tímar erum að toga núna og er bara ágætis útlit. svo viljum við þakka fyrir ágætis þátttöku í vísnasamkeppninni okkar og minna á að það eru en tveir dagar til stefnu svo að endilega sendið okkur fleiri

Legan í ásrafalnum enn og aftur.

Eftir mikla drikkjunótt hjá nokrum af áhafnarmeðlimum var ræst um áttaleitið til að færa en einar og hans menn slógu sögulegt met í löndun úr skipinu, frábært framtak hja tandraberg.

Ekki vildi betur til en að legan í ásrafalnum gaf sig þegar að átti að fara að færa skipið úr stað.

skipið er við bræðsluhöfnina ennþá og er verið að landa frostinu þar og er brettunum keyrt inní fristigeymslu á vörubíl. ekki er enn vitað hvenær að viðgerð líkur en tannhjóla drengirnir geta nú gert ýmis kraftaverk og gætu þessvegna verið búnir að þessu einhvertíman í nótt. Vonandi.

kær kveðja hálfþunnur áhafnameðlimur á allanum.


Fréttaauki handa Hafsteini.

Jæja hafsteinn minn hérna koma fréttir af okkur.

Við hífðum eftir miðnætti í nótt einhver 400 tonn af gulllaxi og kolmuna blöndu.Dæling á þessum herlegheitum tók ekki nema knappa 8 klst, híft og slakað í stertinn, dæluna, þurkað o.s.f.v. endaði með að kósurnar á stertinum slitnuðu af og ekki mátti miklu muna að afgangurinn færi í hafið. menn tala um að það þurfi að skera skipið utanaf aflanum til að landa, aðrir tala um vörubíl með krabba. allavegana verður þetta mjög líklega maraþon löndun hjá Einari og co. í tandraberg. 

við siglum nú í átt að fyrðinum fagra og er áætlaður komutími um hádegi á morgun. Áhafna meðlimir eru hvattir til að mæta á pöbbinn hjá kidda þór og fá sér aðeins í tánna annað kvöld, þar verður vísna keppni fyrir eðalbjór keppnina, en aðsókn í hana hríðféll eftir að Halli fribb lása bauju pungur auglísti erótískt nudd í verðlaun og viljum við taka það til baka og bjóða þess í stað eina nótt í hjólhýsinu hans Runólfs, með öllu þar á meðal mun runni þjóna til borðs og bjóða uppá 1944 rétt og til að skola því niður verður nýjasti árgangur af eðalbjórnum.

Næsti túr verður tekinn í grút.

kv.strákarnir á allanum 


Halló halló halló

Góðan og blessaðan daginn það er bara allt rosa rosa gott að frétta af okkur blúsandi gangur í veiðum og vinnslu. Kallarnir eru að verða búnir að massa niður tæpum 200 tonnum í frystinn  á rétt 40 tímum og rífa upp úr hafinu sjálfsagt 1250 tonn í bræðslu menn eru bara nokkuð mjög sáttir með það . eEn við viljum endilega skora á fólk að senda okkur vísu(r) því að það eru ekki dónaleg verðlaun, og það er alltaf að bætast við verðlaunin því að Halli afi hefur heitið því að bjóða verðlaunahafanum erotíkst olíu tá nudd ekki dónalegt það

Vísnasamkeppni Aðalsteins Jónssonar SU-11

Jæja þá er komið að því, hinu árvissu vísnasamkeppni okkar á Allanum.   Ákveðið hefur verið af mjöðnefndinni að leifa landanum að koma með tillögur af vísu sem sett verður á ölflöskur okkar sem við höfum ákveðið að versla fyrir sjómannadaginn.

Til mikils er að vinna því verðlaunahafinn fær í sinn hlut 1 kassa af Eðalbjór, ókeypis siglingu á sjómannadaginn og fylgir Coke og Prins Polo með.

Mjöðnefndin áskilur sér rétt til að taka hvaða vísu sem er, eða hafna öllum.

Þá er ekki seinna að vænna fyrir hagyrðinga til sjávar og sveita að skella saman einu kvæði eða svo og senda okkur hér í Athugasemdir. Heimilt er að senda fleiri eina vísu. 

Samkeppnin stendur til og með 25. apríl. 

 

 


Gott í gær en lítið í dag....

Þetta segja frændur okkar oft þegar þeir eru spurðir frétta af veiðum, og á það vel við í dag hjá okkur.

Við hífðum í gærkvöldi enhver 230 tonn eftir stuttan tíma og settum fabrikkuna í gang, vörpunni var svo rennt á nýjan leik í hafið og eftir einhverja 8-9 klst fanst mönnum á stjórnpalli skips, að réttast væri að kíkja í pokan, þó að 3 neminn væri enn blikkandi, það var svosem ágætt því að í pokanum reyndust vera einhver 4-500 tonn. Menn voru fullir bjartsýni eftir að dælingu lauk og hófust handa við að gera kastklárt í alveg blíðskaparveðri, sem að er alveg kærkomið eftir mikla brælu tíð undanfarið, byrjað var að toga um 14.30 og er staðan þannig kl.2100 að einungis 1 nemi er að sperra sig á tölvuskjánum. Vonum að þetta fari að skána.

Einnig er gaman og ekki gaman að segja frá því að skipstjórinn fékk símtal í morgun frá sölumönnum okkar, þeim teit og co, og tjáðu okkur að ekki væri lengur grundvöllur fyrir fristingu á kolmuna til manneldis, og erum við þess vegna i okkar síðasta frystitúr á kolmuna og tekur þá sjálfsagt gúanó kraftveiðar að hætti hólmaborgarmanna.

Búið að frysta 90 tonn.

kv.strákarnir á allanum. 


Byrjum með krafti.

Þessi túr ætlar að byrja ágætlega en við erum búnir að toga í rétt rúman klukkutíma og með tvo nema undir, og enga smá nema. erum með þá mjog ofarlega og ættu að vera komin ein 200 tonn í hann.

fórum út í hádeginu í gær eftir að einar og hans menn slógu met í löndun en það tók ekki nema cr.20 klst að landa úr skipinu, þeim tókst að landa bæði í gúanó og frost um leið og gekk það eins og í sögu.

kv.strákarnir á allanum.


Og það hafðist...að lokum.

Núna siglum við þöndum seglum í átt að landi og er á ætlað að vera í höfn á eskifirði snemma á laugardagsmorgunn.

Fengum sjálfsagt mjög gott hal í gær, eða það höldum við allavegana, þar sem að fyrirhnýtingin gaf sig í hífingu og setti dælusmokkinn í hengla. einnig voru reymingamöskvar illa farnir svo að menn gera sér hugmyndir um að þarna hafi verið fullur sekkur á ferð. Ekki var allur vindur úr mönnum og var varapokanum slegið undir í snarhasti og önnur tilraun gerð til að klára túrinn.

Við hífðum í hádeginu þar sem að 2 neminn var enn blikkandi og var ekki annað þorandi en að kíkja í sekkinn. Það er svo ekki frásögum færandi nema að við náðum að sléttfylla skipið, eða svo til, vantar ekki nema cr.20-30 tonn.

Ágætt að túrinn sé á enda enda búinn að vera ansi endaslepptur. aflaverðmæti er cr.35 mills.

kv.strákarnir á allanum. 


Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband