Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

1. túr eftir sjómannadag

Sælt veri fólkið

Er ekki best að henda inn eins og einni færslu, það er víst lágmark að setja hér eitthvað einusinni í túr.

En við fórum út eftir sjómannadag á mánudaginn kl. 13:00, voru menn bara almennt hressir, og var lítil þynnka í mönnum.

Farnar voru 2 siglingar á laugardag með landkrabba af austfjörðum og tókst bara vel til. Síðan var haldið úti á mjóeyri þar sem hin ýmsu skemmtiatriði fóru fram.  Meðal annars tók hin hrausta og vel undirbúna áhöfn Aðalsteinns Jónssonar áhöfnina á Jóni Kjartanssyni í kennslustund í Kappróðri.

Eftir það fóru flestir áhafnarmeðlimir í skrúðgarð Eskifjarðar og var þar grillaður humar og svínakjet, að hætti hins stórgóða kokks Daniels. Heiðar fór þar á kostum í barnagæslunni og eru nú börn áhafnameðlima heima og æfa sig í rólustökki, en Heiðar á víst Austurlandsmet í þeirri grein.

Eftir það og búið var að koma börnum og gamalmennum í háttinn, þá var hist heima hjá Halla og Öldu, þar sem menn fóru fyrir alvöru að einbeita sér að drykkjunni.  Rann 2009 árgangurinn af Eðalöl ljúflega ofan í mannskapinn. Straumurinn lá síðan eftir miðnættið í Valhöll þar sam var djammað og djúsað eitthvað fram eftir nóttu.

En þá að gangi veiða, við erum kommnir með um 120 tonn af síld ofan í lest og um 70 tonn af makríl, hefur gengið vel að hausa hann, en þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum hann þannig.

 

Margar vísur bárust í vísnasamkeppnina og eftir stíf fundarhöld var ákveðið að velja vísu sem  hann Halldór Steinn Hilmarsson í Njarðvík, sendiinn.

Vísan er svohljóðandi.

 

Ef þú drekkur eðalöl,

þú aldrei verður linur.

Ekkert væl og ekkert böl,

fáðu þér annan vinur.

Óskum við honum til hamingju með það, og hann má hafa samband við Inga til að nálgast kassann sinn.

 Set nokkrar myndir frá siglingunni og sjómannadeginum.

 

Daniel kokkur

Kokkurinn gefur mannskappnum nammi og gos.

 

 

Baddi og co. mætti.

 

Elsa

 Elsa Gæs

 

06062009083

Kokkurinn údeilir pylsur.

 

Afinn

Afinn

 

þrautakóngurinn

 Daniel detta.

 

Bikar

En hann vann samt...

 

three amigos

 Þrír góðir

 

skemmtun

 Fjör í garðinum.

 

húfan

Grillað eins og enginn sé morgundagurinn.

 

bless....


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband