Leita í fréttum mbl.is

M fyrir Makríl

Jææææææja. Góðan og margblessaðan þið fámálu en fámálu en forvitnu lesendur. Síðan fór í smá yfirhalningu og eru einhverjir nýjir fídusar komnir og einhverjir gamlir horfnir af braut. Það merkilegasta er það að nú getur þú lesandi góður gefið pistalhöfundi stjörnugjöf með einu músarklikki. Uppsjáfarveiðiskipið A.J. er núna í sinni fimmtu veiðiferð á makríl miðunum suð austur fyrir land og mná segja að vertíðin hafi náð hámarki sínu þessa stundina, veiðin er það góð að það er nóg að rétt dýfa trollinu og þá er það fullt. Meðal togtíminn þennan túrinn er (81 +- 12mín) mínútur.

 Makríllinn virðist vera að festa sig í sessi við íslandsstrendur og segir Björn Gunnarsson sjáfarlíffræðingur hjá hafransóknarstofnun Íslands að ,,óvænt farið að veiðast makrílseiði í haustralli Hafrannsóknastofnunnar og ...fundust seiði á þrjátíu og fimm mismunandi rallstöðvum með suður- og suðausturströnd landsins." gefur þetta í skyn að makrílinn sé farinn að hrygna og alast upp við strendur Íslands. Eins manns brauð er annars fisks dauði en allt útlit er fyrir að norsk-íslenska síldin sé smátt og smátt að tapa baráttunni við makrílinn um fæðuna í sjónum. ,,Makríllinn er bæði stærri, fljótari og úthaldsbetri en síldin auk þess sem hann hefur betri möguleika á því að nýta minni þörunga en síldin." Þetta segir Leif Nøttestad leiðangursstjóri í alþjóðlegum makrílleiðangri norska rannsóknaskipsins GO Sars sem er nú að kanna útbreiðslu makríls í norðurhöfum.

Samkvæmt Frjálsri Verslun eru sjómenn núna tekjuhæsta stéttin á Íslandi og slá þeir nú forstjórum og starfsmönnum fjármálafyrirtækja við. Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru að vísu enn að borga fyrir gamlar syndir síðan 08. Þannig að mér gæti ekki verið meira sama um þá, enda hafa þeir yfirleitt verið ofmetnir hrokafullir pappírspésar.  Þessari góðu tíð spila nokkrir þættir inní. Hátt matarverð á heimsvísu, mjög lágt gengi krónunar í sögulegu samhengi, góð aflabrögð á seinasta ári, þó sérstaklega loðnu og svo tiltölulega nýjum fiskistofni makrílnum. Sennilegast má heyra einhverjar öfundsraddir en sjómenn muna líka eftir gúrkutíðum þar sem verð var lágt og aflabrögð engin. Svo í þessum samanburði sjómanna og forstjóra má ekki bara líta á launaseðlana, ég þykist handviss að þeir síðarnefndu njóti töluverðar meiri fríðinda en við sjóararnir. Fótviss er ég með það að vinnutími þeirra sé langtum styttri. Mig langar að vitna í grein sem Stefanía Jónasdóttir skrifaði í morgunblaðið .ann 23. júní.

„Ég hef áður sagt að mesta vá hverrar þjóðar sé óviturt en menntað fólk. Menntun er góð sé hún ekki misnotuð, lélegir og yfirborðskenndir blaða- og fréttamenn eru þar á meðal. Samfylking og Vinstri græn, í hverja gátuð þið hringt til að mæta á Austurvöll gargandi „Niður með landsbyggðina“, sem þó heldur ykkur uppi? Hentar svona stjórninni í sínu eyðileggingarferli? Gleymt er þá gleypt er, á hverju höfum við lifað, hverjir hafa byggt upp landið, nema sjómenn, bændur og verkafólk, hverjir hafa menntað ykkur, hver hefur borgað Hafró og fleiri stofnanir, haldið þið að væri einhver nýsköpun í landinu ef ekki kæmi til útgerðin, hver hefur skapað gjaldeyrinn? Margir á Alþingi og 101-lýðurinn, þið látið eins og hann hafi orðið til í skjalatöskum á Laugaveginum á leið í banka. Ég hef litið svo á að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, en hver sækir hann? Jóhanna, viltu ekki leigja Kleifabergið og ræsa stjórnina þína til fiskveiða. Björn Valur getur spilað á gítar en þú á trommur, þá helst takturinn vel. Björn Valur ætti að vera vanur að spila út og suður eftir vana.

Á meðan útgerðin heldur uppi atvinnu, borgar laun og öll gjöld, sem eru ófá og skattana, hvern fjandann kemur ykkur þá við hvort þeir græða. Lesið aftur Litlu gulu hænuna. Vanti fé í kassann byrjið þá á Alþingi, [...]  sumir stíga aldrei í pontu, þeir hafa ekkert að segja og stór hluti bullar [...]fækkið jáfólkinu, sem þið hafið hrúgað inn í ráðuneytin, það var ekki kosið á þing.

Í menntaliðinu heyrðist lítt fyrir hrun, en nú kjaftar á því hver tuska og maður fyllist örvinglan af að hlusta á ykkur. [...] því bítur þú í þær hendur sem ólu þig upp? [...] Hvers á þjóðin að gjalda með ónýta fréttamenn og óhæfa stjórn. Veiðigjaldið verður ekki nýtt í þágu þjóðar, það mun fara í báknið og afæturnar. Steingrímur, þú ásamt háskólaliðinu tekur þátt í öllu. Hverju á að skila þjóðinni öðru en kröfu á grunnstéttirnar, launafólkið, sem með vinnu hefur haldið ykkur uppi? Þið hafið gleymt upprunanum.“

  Skemmtileg lesning þar á ferð, hægt er að lesa greinina hér.

 Makríldeilurnar við Noreg, Færeyinga og ESB með Íra og Skota háværasta virðast engan enda ætla að taka. Menn eru búnir að þræta um þetta í þrjú ár og enn sér ekki fyrir lausn. Hingað til hafa Íslendingar veitt u.þ.b.  16% af heildarkvótanum. ESB vill hinsvegar hleypa okkur í mun minni pott tölur sem menn hafa heyrt fram eru 6% og svo núna nýast 10% samkvæmt einhverjum  Írskum vefmiðli. Svo rífast menn og segja að makríldeilan hafi ekkert með inngöngu Íslands að ESB, Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri fréttablaðsins virðast vera sammála um að vera ósammála eins og sjá má á grein Bjarnar á  evrópuvaktinni. Hvernig eigum við að geta leyst þessa deilu við aðrar þjóðir ef við erum ekki einu sinni sammála um þetta heima fyrir. Kannski leysist þessi deila aldrei. Það er allavega deginum ljósara að makrílinn er kominn til að vera. Persónulega vildi ég að sjálfsögðu fá 20%. Makrílinn kemur hingað til Íslands grindhoraður og sveltur, eftir vosbúð við strendur Bretlands, étur hér allt sem að kjafti kemur og snýr til baka sæll og glaður. Ímyndaðu þér bónda sem myndi alltaf beita fénu á grasi nágrannanns. Kannski er best að þessi deila leysist ekkert á næstunni, því lengra sem líður virðist samningstaða Íslands bætast. Gott er þá gaman er. 

Veiðin hjá okkur hefur gengið þokkalega núna undanfarið þótt að við höfum lent í smá byrjunarbilerí og nokkurra daga stoppi í Vestmannaeyjum. 

makrílll

 Hérna má sjá nýjustu veiðitölurnar okkar samkvæmt fiskistofu en hægt er að skoða öll skip og báta á hér. 

Vilhelm er búinn að veiða mest þetta sumarið þar á eftir kemur Huginn og bronsið hlýtur Sighvatur Bjarnason.

--

KV.

 Heiðar Högni Guðnason upplýsingafulltrúi Aðalsteins Jónssonar SU 11 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband