Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Jólahlaðborð aka Árshátíð alla ríka

Góðan og blessaðan daginn öllsömul bloggið að þessu sinni er skrifað úr landi og er skrifað til áhafnameðlima og eiginkvenna þeirra.

Dagskráin fyrir jólahlaðborðið 2009 er að verða fullkláruð.

Hún hljómar svona.

11.des : Brottför frá egilstöðum kl. 16.25 brottför frá akureyri kl. 15.10.
Gerum ráð fyrir því að ef að allt gangi upp verði allir lentir um 1700. Þá mun hersingin halda til hafnarfjarðar og skrá sig inná fjörukránna. þar koma menn sér fyrir. um kvöldið koma menn svo saman á barnum og hita aðaeins upp fyrir laugardaginn.

Dagskráin fyrir laugardaginn er ekki alveg fullkláruð en stefnan er að gera eitthvað húllumhæ. Jólahlaðborðið sjálft er svo um kvöldið. Kunnugir segja að húsgögn á kránni séu massíf og geta menn því dansað uppá borðum fram á nótt.

13. des fara flugvélarnar kl. 15.00 bæði til egilstaða og akureyrar.

Ef að einhver vill breita fluginu eða tilkynna forföll eru þeyr beðnir um að tilkynna það til Lolla í s:7722226. eða netfang tillolla@gmail.com það þarf að vera búið að breyta öllu fyrir miðvikudaginn 25.nóv.

kv. stjórnin


úr noregslandi

Seint koma blogg, en koma þóEftir mikil fundarhöld og samráð um borð, hefur verið ákveðið að henda inn eins og einni færslu á bloggsíðuna ógurlegu.Erum við staddir hjá frændum okkur Norðmönnum og erum að fiska þar sannkallaða eðalsíld, gengur veiði og vinnsla með ágætum og er rétt svo bleytt í trollinu til að fá skammtinn fyrir sólahringsvinnslu.Erum við að framleiða í flapsa og singles og gengur það svona stórfínt, neðsta lagið að verða fullklárað sem gera um 170 tonn.Stefnum með þessu áframhaldi að verða búnir að fylla á þriðjudag eftir hádegi.Einhverjar gangafréttir hafa verið á sveimi á að við munum landa í Noregi, en ég sel það ekki ódýrara en ég keypti það.Búið er að ákveða að jólafagnaður og síldarslútt áhafnarinnar verði helgina 11-13 desember, og verður haldið á fjörukránna í Hafnarfirði slafrað í sig jólamat að sið forfeðra okkar, og drukkinn mjöður með.Segjum þetta gott í bili...Von er á næstu blogg færslu um miðbik marsmánaðar, og væri gott að landsmenn punktuðu það hjá sér inn á dagatalið :)

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband