Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

what's going on in the kitchen?

Jæja drengir og stúlkur þá er best að lúðra inn einni færslu.

Helst er það í fréttum Manchester tók Nallana í kennslustund áðan, verst er að fótboltafíklarnir hér um borð misstu af leiknum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að finna rás á hnettinum og fær Aggi mikið hrós fyrir viðleitnina.

           Við erum sennilega í seinasta eða næst seinasta túr, það fer víst tvennum sögum um það en það kemur í ljós seinna.

með hækkandi sól er kominn fríhugur í mannskapinn og eru er 3 á leiðinni af landi brott á næstu dögum 2 til Englands og 1 Til Frakklands. 

Ómar er búinn að viðra hjólhýsið og hyggur á að keyra 3-4 hringi í kringum klakann á þessu hjólhýsatímabili.

Kokkurinn var með pizzu áðan og ekki nóg með það heldur var súkkulaðikaka í desert. Fær hann mikið credit fyrir það.

Læt þetta nægja í bili.

Hílsen 

 

Allinn,


Vísnasamkeppni

Jæja, þá er komið að því

Hin árlega Vísnasamkeppni Aðalsteins Jónssonar SU-11

Í fyrra var það enginn annar en Óli Foss sem bar sigur úr bítum með þessari stöku hér

Frá landi á alla höldum við

og við mun taka sjórinn

Þá höldum við upp fornum sið

og kneifum "Eðal bjórinn"

 

Öllum er frjálst að senda in vísu og mun dómnefnd velja úr bestu vísuna, sem við munum nota á Eðalbjórinn góða sem sérbruggaður verður fyrir áhöfnina fyrir sjómannadag.

Sigurvegarinn fær í verðlaun 1 kassa af eðalbjór (sé hann orðinn tvítugur) annars forráðamaður hanns.

Einning fær Sigurvegarinn forláta verðlauna skjal með titlinum Ljóðamaður Aðalsteins Jónssonar SU-11, 2009

 

Frestur til að skila inn í keppnina rennur út á miðnætti þann 4. maí.

 

Dómnefnt áskilur sér rétt til að hafna öllum vísum og skulu vísur sendast á ajvinnsla@sjopostur.is eða skrifast hér í athugasemdir.


einn

Jæja góðir lesendur og Mamma.
     Vegna gífurlegs fiskerís er ekki búinn að vera stund né staður til að setjast niður og henda saman nokkrum línum.

    Strákarnir koma vel undan páskum og erum við búnir að vera að moka kolmuna upp á gráa svæðinu suður af færeyjum.
    Heimleið er yfirvonandi og verðum við sennilega í landi fyrir laugardassýningu ríkissjónvarpsins.

Það er helsta úr hringiðu mannlífsins hér um borð er það að Kiddi Mellon er byrjaður að kenna nýja tegund af sérstöku jafnvægis jóga sem hann hefur hannað sjálfur. Þessu gjörningur hefur nú samt ekki haft erindi sem erfiði og er hann búinn að detta nokkrum sinnum í túrnum með tilþrifum. Engum er búið að vera meira skemmt en Runólfur Ómar sem hrundi næstum sjálfur í jörðina af hlátri.
  

      Kv. Allinn
 

komnir í land

já góðan daginn lesendur, strákarnir á Aðalsteini eru komnir í land loksing eftir nokkuð langdregin túr sem tók 10 daga.  Lítil veiði var allan túrinn en náðum við nú að koma niður 503 tonnum í frystinn og 250-300 tonnum í bræðsluna þannig að áhöfnin var bara nokkuð sátt með það.  En vegna fiskleysis þá hefur verið ákveðið að stoppa í viku eða þar til kolmunninn gerir aftur vart við sig, og það vonandi í færeyskum sjó!  Almennt held ég að það séu allir orðnir þreyttir á veðráttunni á Rockhall svæðinu.  

En áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni óskar ykkur öllum gleðilegra páska og þeim sem eru að fara ferma til hamingju.

 

þar til næst... Allinn

 


Á leið í land...

Jæja

Þá er komið að því, við erum rétt að verða búnir að fylla og erum á leið til Írlands og eigum að landa þar frosnum kolmunnaafurðum.  Eru menn bara kampakátir með það, sérstaklega eru menn spennntir yfir því að fá loksins að smakka alvöru guinnes Öl.

Áætlað er að verða í landi í bæ sem heitir Kyllybegs og er á vesturströnd Írlands, komutími er seint annað kvöld.

Kveðja

Strákarnir á ALLANUM.

 

 


View Larger Map

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband