Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Fótbolti í algleymingi

Sælir.

 

Komnir með 120 í frystinn. Dræm veiði í augnablikinu.

Mikil Spenna útaf Man.Utd - Liverpool

 p1010704.jpg

 

p1010702b.jpg

p1010699.jpg

 


8 túrum seinna.

Komið þið sæl og berrössuð lesendur góðir. Sökum tæknilegra örðuleika höfum við ekki verið nógu duglegir að láta ykkur vita af ævintýrum okkar á Atlandshafi.

     Til að einfalda þetta þá skulum við byrja á veiðifréttum en þar er helst að frétta að við erum hættir á loðnu og búnir að færa okkur yfir í kolmunann. Þegar að þessi orð eru skrifuð eru komin í dallinn 171.7 tonn af frosinni afurð. Veður er gott. 

Við fengum heimsókn í dag frá The Roayal Navy of the United kingdom. Þar komu 2 pappakassar og ein hugguleg dama. Menn veðruðust allir upp og flugu giftingarhringirnir af höndum margra þegar að rauðhærða yngismeyjan steig um borð. Undirritaður var hinsvegar hvergi nálægt enda er það næsta víst að hún hafi legið kylliflöt þegar að hún hafi séð þessa dýrindis hormottu sem að ég skarta þessa dagana.

 Það er búið að stofna kór um borð. Þetta er að vísu bara eins manns kór en skráningar standa yfir og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Davíð.

Sæli og Þórarinn eru byrjaðir að tvöfalda próteinskammtinn sinn eftir að Sölvi tók sig til og smánaði þá í bekkpressu í fjósinu um daginn.

Fúsi fyrrum smurapi og núna Baadermaður sagði í viðtali við síðuna að honum hafi aldrei liðið betur eftir að hann hafi sloppið undan járnkrumlu þeirra Hafsteins og Þórs.

Þetta er síðasti túrinn hans Tóta fyrir Jamaica ferð sína sem að hann er búinn að skipuleggja síðustu mánuði. Hann hlustar núna eingöngu á Bob Marley og verður forvitnilegt að taka skýrslu af honum við heimkomuna. Ef að henni verður.

 Að lokum viljum við óska Liverpool mönnunum þeim Daníel kokk, Danna, Tóta, Sæla og Þórhall Frey til hamingju með góðan árangur. 

P.s. Lille þýðir lítill á dönsku.

 

þangað til næst.

 

Allinn.


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband