Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

M fyrir Makríl

Jææææææja. Góðan og margblessaðan þið fámálu en fámálu en forvitnu lesendur. Síðan fór í smá yfirhalningu og eru einhverjir nýjir fídusar komnir og einhverjir gamlir horfnir af braut. Það merkilegasta er það að nú getur þú lesandi góður gefið pistalhöfundi stjörnugjöf með einu músarklikki. Uppsjáfarveiðiskipið A.J. er núna í sinni fimmtu veiðiferð á makríl miðunum suð austur fyrir land og mná segja að vertíðin hafi náð hámarki sínu þessa stundina, veiðin er það góð að það er nóg að rétt dýfa trollinu og þá er það fullt. Meðal togtíminn þennan túrinn er (81 +- 12mín) mínútur.

 Makríllinn virðist vera að festa sig í sessi við íslandsstrendur og segir Björn Gunnarsson sjáfarlíffræðingur hjá hafransóknarstofnun Íslands að ,,óvænt farið að veiðast makrílseiði í haustralli Hafrannsóknastofnunnar og ...fundust seiði á þrjátíu og fimm mismunandi rallstöðvum með suður- og suðausturströnd landsins." gefur þetta í skyn að makrílinn sé farinn að hrygna og alast upp við strendur Íslands. Eins manns brauð er annars fisks dauði en allt útlit er fyrir að norsk-íslenska síldin sé smátt og smátt að tapa baráttunni við makrílinn um fæðuna í sjónum. ,,Makríllinn er bæði stærri, fljótari og úthaldsbetri en síldin auk þess sem hann hefur betri möguleika á því að nýta minni þörunga en síldin." Þetta segir Leif Nøttestad leiðangursstjóri í alþjóðlegum makrílleiðangri norska rannsóknaskipsins GO Sars sem er nú að kanna útbreiðslu makríls í norðurhöfum.

Samkvæmt Frjálsri Verslun eru sjómenn núna tekjuhæsta stéttin á Íslandi og slá þeir nú forstjórum og starfsmönnum fjármálafyrirtækja við. Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru að vísu enn að borga fyrir gamlar syndir síðan 08. Þannig að mér gæti ekki verið meira sama um þá, enda hafa þeir yfirleitt verið ofmetnir hrokafullir pappírspésar.  Þessari góðu tíð spila nokkrir þættir inní. Hátt matarverð á heimsvísu, mjög lágt gengi krónunar í sögulegu samhengi, góð aflabrögð á seinasta ári, þó sérstaklega loðnu og svo tiltölulega nýjum fiskistofni makrílnum. Sennilegast má heyra einhverjar öfundsraddir en sjómenn muna líka eftir gúrkutíðum þar sem verð var lágt og aflabrögð engin. Svo í þessum samanburði sjómanna og forstjóra má ekki bara líta á launaseðlana, ég þykist handviss að þeir síðarnefndu njóti töluverðar meiri fríðinda en við sjóararnir. Fótviss er ég með það að vinnutími þeirra sé langtum styttri. Mig langar að vitna í grein sem Stefanía Jónasdóttir skrifaði í morgunblaðið .ann 23. júní.

„Ég hef áður sagt að mesta vá hverrar þjóðar sé óviturt en menntað fólk. Menntun er góð sé hún ekki misnotuð, lélegir og yfirborðskenndir blaða- og fréttamenn eru þar á meðal. Samfylking og Vinstri græn, í hverja gátuð þið hringt til að mæta á Austurvöll gargandi „Niður með landsbyggðina“, sem þó heldur ykkur uppi? Hentar svona stjórninni í sínu eyðileggingarferli? Gleymt er þá gleypt er, á hverju höfum við lifað, hverjir hafa byggt upp landið, nema sjómenn, bændur og verkafólk, hverjir hafa menntað ykkur, hver hefur borgað Hafró og fleiri stofnanir, haldið þið að væri einhver nýsköpun í landinu ef ekki kæmi til útgerðin, hver hefur skapað gjaldeyrinn? Margir á Alþingi og 101-lýðurinn, þið látið eins og hann hafi orðið til í skjalatöskum á Laugaveginum á leið í banka. Ég hef litið svo á að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, en hver sækir hann? Jóhanna, viltu ekki leigja Kleifabergið og ræsa stjórnina þína til fiskveiða. Björn Valur getur spilað á gítar en þú á trommur, þá helst takturinn vel. Björn Valur ætti að vera vanur að spila út og suður eftir vana.

Á meðan útgerðin heldur uppi atvinnu, borgar laun og öll gjöld, sem eru ófá og skattana, hvern fjandann kemur ykkur þá við hvort þeir græða. Lesið aftur Litlu gulu hænuna. Vanti fé í kassann byrjið þá á Alþingi, [...]  sumir stíga aldrei í pontu, þeir hafa ekkert að segja og stór hluti bullar [...]fækkið jáfólkinu, sem þið hafið hrúgað inn í ráðuneytin, það var ekki kosið á þing.

Í menntaliðinu heyrðist lítt fyrir hrun, en nú kjaftar á því hver tuska og maður fyllist örvinglan af að hlusta á ykkur. [...] því bítur þú í þær hendur sem ólu þig upp? [...] Hvers á þjóðin að gjalda með ónýta fréttamenn og óhæfa stjórn. Veiðigjaldið verður ekki nýtt í þágu þjóðar, það mun fara í báknið og afæturnar. Steingrímur, þú ásamt háskólaliðinu tekur þátt í öllu. Hverju á að skila þjóðinni öðru en kröfu á grunnstéttirnar, launafólkið, sem með vinnu hefur haldið ykkur uppi? Þið hafið gleymt upprunanum.“

  Skemmtileg lesning þar á ferð, hægt er að lesa greinina hér.

 Makríldeilurnar við Noreg, Færeyinga og ESB með Íra og Skota háværasta virðast engan enda ætla að taka. Menn eru búnir að þræta um þetta í þrjú ár og enn sér ekki fyrir lausn. Hingað til hafa Íslendingar veitt u.þ.b.  16% af heildarkvótanum. ESB vill hinsvegar hleypa okkur í mun minni pott tölur sem menn hafa heyrt fram eru 6% og svo núna nýast 10% samkvæmt einhverjum  Írskum vefmiðli. Svo rífast menn og segja að makríldeilan hafi ekkert með inngöngu Íslands að ESB, Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri fréttablaðsins virðast vera sammála um að vera ósammála eins og sjá má á grein Bjarnar á  evrópuvaktinni. Hvernig eigum við að geta leyst þessa deilu við aðrar þjóðir ef við erum ekki einu sinni sammála um þetta heima fyrir. Kannski leysist þessi deila aldrei. Það er allavega deginum ljósara að makrílinn er kominn til að vera. Persónulega vildi ég að sjálfsögðu fá 20%. Makrílinn kemur hingað til Íslands grindhoraður og sveltur, eftir vosbúð við strendur Bretlands, étur hér allt sem að kjafti kemur og snýr til baka sæll og glaður. Ímyndaðu þér bónda sem myndi alltaf beita fénu á grasi nágrannanns. Kannski er best að þessi deila leysist ekkert á næstunni, því lengra sem líður virðist samningstaða Íslands bætast. Gott er þá gaman er. 

Veiðin hjá okkur hefur gengið þokkalega núna undanfarið þótt að við höfum lent í smá byrjunarbilerí og nokkurra daga stoppi í Vestmannaeyjum. 

makrílll

 Hérna má sjá nýjustu veiðitölurnar okkar samkvæmt fiskistofu en hægt er að skoða öll skip og báta á hér. 

Vilhelm er búinn að veiða mest þetta sumarið þar á eftir kemur Huginn og bronsið hlýtur Sighvatur Bjarnason.

--

KV.

 Heiðar Högni Guðnason upplýsingafulltrúi Aðalsteins Jónssonar SU 11 

 

 


Orðið á göngunum

Munndu eftir stjörnunni.

stjarnan

 

 

 

 

 

snyrt

Tjæja. Um að gera að vera ekki og alvarlegur og verður þessi í léttari kanntinum. Slúðrið þennan túrinn er í boði Snyrtistofu Ingunnar , Strandgötu Eskirði, þar sem hvaða herfa sem labbar inn gengur guðgómleg út. 

Hinn árlegi verslunarmannarhelgartúr (vó langt orð!) gengur nú senn í garð og get ég glatt ykkur að ykkar kæri mun heiðra aðra með nærveru sinni í þessum vinsælasta túr ársins. Því á þessari stærstu ferðahelgi ársins keppast menn um fara í frí og er meðalaldurinn yfirleitt mun lægri í þessari veiðiferð en öðrum. Maður verður nú samt að líta á  björtu hliðarnar, því þótt maður verði ekki hellhífaður vaðandi öl og sköp á þjóðhátíð þá má búast við því að veskið (og heilsan) verði í betra ásikomulagi á mánudeginum. Reynslan er nefnilega sú að það hefur alltaf fiskast vel um versló og meiðað við þessa veiðiferð sem fer senn að ljúka má reikna með því að hún eigi eftir að renna ljúflega í gegn.

Sennilegast má búast við þjóðhátíðarstemmingu um borð. Eyjalögin eru tilbúinn á playlistanum niður í vinnslu, þar sem Hreimur, Skímó og "Eydjey"(einnig þekktur sem Árni Johensen) munu skapa angurværa stemmingu í vinnslunni. Kassagítarinn er svo alltaf á sínum stað þannig að það er aldrei að vita nema við verðum með okkar eigin brúarsöng. 

Þá er komið að tuðhorninu, eða (ritskoðað) en hann tuðar manna mest um borð. Ég er að hugsa um að byrja tuðhornið á því að það vantar fleiri koddaver um borð, mjög oft þegar maður er að byrja veiðiferðina, fer maður í þvottaherbergi og nær sér í hrein rúmföt til að leggja yfir kojuna. Oftar en ekki eru nóg af sængurverum en einhverja hluta vegna eru koddaverin ekki til staðar. Þá eru oft góð ráð dýr, ég verð að viðurkenna það að ég hef í örfá skipti "neyst" til að ræna mér verum. Það hef ég gert með því t.d. að þegar einhver er búinn að setja rúmfötin sín í þurkarann og ætlar sennilega að koma að þeim hlýjum og hreinum, þá sneika ég mér inn opna þurkaran og ræni verinu, læt svo lítið fyrir mér fara. Fréttir hef ég af því að svona gjörningur hafi skapað svokallaða koddavers ránrás. Þar sem sá sem varð fyrir barðinu að missa verið sitt "neyðist" þess vegna að taka æur næstu vél og svo koll af kolli. Þeir allra hörðustu notast stundum við bol. Einu sinni var ég með koddaver merkt Þ.F.S, þegar upp komst um mig þóttist ég ekki hafa séð merkinguna, sem þó var útsaumuð með stórum stöfum og kenndi lesblindu um enda er Þ.F.S alveg eins og H.H.G á hvolfi. Sjálfur er ég núna í þessari veiðiferð með 120x200 centimetra sængurver utanum um koddann minn. Hverjum er að kenna þessu ástandi veit ég ekki en þegar maður er í vafa er best að kenna vélstjórunum um allt sem miður fer.

Þegar að við erum að pakka fisk, þá erum við með stóra litaða poka fyrir framan okkur. Það eru 3 litir í boði. Blár, gulur og rauður. Rauðu pokarnir eru reyndar bara notaðir í svokallaðar fiskiprufur til að þeir aðskiljist frá hinum þegar þeir koma úr frystitækjunum. Aftur að pokunum. Það er alvita mál að mannsheilinn bregst misjafnlega við litum, það er ekki að ástæðulausu að flestir skyndibitastaðir eru með rauða litinn allsráðandi. Rauður er talinn hafa áhrif á matarlyst og rannsóknir sýna að fólk borðar meira þegar það er í kringum rautt. Aftur að pokunum. Grænn er hinsvegar talinn hafa mjög róandi áhrif á umhverfið og appelsínu gulur er sá litur sem fólk tekur fyrst eftir. Sennilega er þessvegna flest öryggistæki höfð appelsínugul. Aftur að pokunum. Guli liturinn er talinn hafa áhrif á skap og gerir fólk órólegra. Þá loksins aftur að pokunum. Ég hef einmitt tekið eftir því að þegar ég skipti úr bláum yfir í gulan hefur það einhver áhrif á mig. Ég get ekki alveg útskýrt þessa tilfinningu en hún er einhver. Þessvegna væri ég alveg til í að fá græna poka, jafnvel bleika, því að bleiki liturinn er notaður til að róa niður fanga. Þannig að Benni ef þú ert að lesa þetta... Bleika poka.

Í veiðiferð númer 2-3 vorum við að fá nokkuð af furðufisk með. Það fer tvennum sögum hvað hann heitir einn kallar hann Urra en annar Urrara, ég kýs að kalla hann Stefán. Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að skrifa um Stefán er sú að um daginn þegar ég var á einni flökunarvélinni var einn Stefán fastur, ég tek upp gogg og ætla að þrykkja í hann og losa hann af vélinni en viti menn sama hvað ég hjó í hann aldrei vildi goggurinn í gegn. Stefán er með gríðarlega harðgert og fallegt hreistur, ekkert ósvipað slönguskinni. Þá kviknaði á perunni og ég fékk að ég taldi milljón dollara hugmynd. Ég mundi eftir því að hafa lesið grein um  Atlantic leather fyrirtæki fyrir norðan sem sérhæfir sig í fiskileðri. Taldi ég Stefán vera kjörinn kandídat í leðurgerð og ætlaði ég mér að safna saman nokkrum og senda þeim prufu. Því miður hef ég ekki séð Stefán síðan snemma í sumar.

Þá aftur að (ritskoðað) horninu. Það eru afþreyingarmálin. Þegar ég byrjaði hérna um borð var ég alveg dolfallin yfir aðbúnaðinum sem var í boði á frívöktunum. í borðsalnum voru 2 sjónvörp, x-box leikjatölva sem menn gátu stytt sér stundir í ýmsum leikjum. Internetið og gerfihnattamóttakari var einnig til staðar sem voru þægindi sem ég hafði ekki vanist á sjó áður. Sérstakur skipsflakkari var einnig þar sem menn gátu komið með allt löglega niðurhalaða efnið sitt úr landi og haldið stórsýningar ef því var að skipta. Þar var einnig svokölluð upptökutölva sem var til þess fallinn að hægt var að taka upp uppáhldssjónvarpsefnið sitt ef svo var í pottinn búið að maður var á vakt á sýningartíma. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Leikjatölvuna hef ég ekki séð í tvö ár, upptökugræjuna eitthvað aðeins skemur. Úr sér gengni skipsflakkarinn er hinsvegar ennþá til staðar en hann er uppfullur af gömlu efni sem allir eru búnir að sjá. Hvarrafrétta?

Oft þegar ég er að reyna að skrifa eitthvað hérna þarf ég að kafa djúpt. Því að það er þannig að þegar að maður er búinn að vera með sömu köllunum útá sjó í langan tíma fer maður að þekkja þá mjög vel. Maður kannast við alla kæki og dittlinga.  Sumir hérna um borð eru þessvegna orðnar ansi sleipar eftirhermur. Það er hinsvegar ekki hægt að herma eftir öllum enda eru menn mis-eftirtektarverðir. Stundum þegar ég kem auga á einhverjar áhugaverðar hegðanir nota ég þau oft við þessi skrif. Menn taka því misvel þegar ég er að spinna út einhverja vitleysu um þá en strákar mínir ég meina ekkert íllt með þessu. Þið eigið frekar að líta á það sem hrós, því að eins og orðatiltækið segir: ,,It's All Good: There Is No Such Thing As Bad Press!"

Veiðiferðinni fer senn að ljúka og ættum við samkvæmt nýjustu útreikningum að verða í landi á mánudagsmorgunn þann 30. júlí. Að lokum ætla ég að dusta rykið af gömlum lið en það er hin hliðin. Að þessu sinni er það stórvinur minn hann Sölvi Ómarsson aka Bölvi Bjúga. Takk fyrir mig að sinni, skemmtanastjóri Aðalsteinns Jónssonar. Heinkó Morningcock.

 

Fullt nafn? Sölvi Fannar Ómarsson

Uppáhalds lið í enska? Manchester United

Hver yrði seinasta kvöldmáltíðin á dauðadeildinni? Pizza með rjúpnasóu og rjúpu

Besta bíómynd allra tíma? Die Hard myndirnar

Hvað kallaru nýju hárgreiðsluna? Eistnaflug

Ertu sjósprunginn? Já

Hver er bestur í Fifa um borð? Sölvi

Fyrir utan sjálfan þig? Heiðar

Hvað er besta lagið í spilun í dag? Weekend 

Eitthvað í almennum? Ég er að fara í frí.

Hver er frægasta persónan í símaskránni þinni? Gummi Mete

Er það satt að þú eigir sætustu kærustuna um borð? Dagsatt

Þú hefur þrjá valmöguleika, þú verður að sofa hjá einni, giftast einni og myrða eina. Ragnhildur Steinunn, Jóhanna Guðrún og Þórunn Antonía.

Það er ekkert annað, giftast Ragnhildi, myrða Þórunni og sofa hjá Jóhönnu 

Uppáhalds litur? Blár

Eitthvað að lokum? Ég er að rústa Davíð og Steina í Fifa.

 

 

 

 

 


Til hamingju ísland.

Skrifað 1. Júlí 2012- 

 

Jæja, komið þið sælir lesendur góðir. Kreppan er búinn! (segir Gylfi Z.) Makríltúr númer tvö fer einnig senn að ljúka og segja mér vitiborninr menn að við eigum löndun í fyrrmálið klukkan ten hundred á hermannna tíma en hernámsdagurinn var haldinn hátíðlegur á Búðareyri núna um helgina.

Unicef verkefnið okkar, blótað til góðs tókst vonum framar og blótaði bátsmanssvaktin fyrir sléttar 58.000 krónur sem gera 290 fúkyrði sem er mjög gott. Ekkert hefur frést af áskorun okkar til Huginsmanna en þeir eru heiðursmenn og er ég ekki í vafa að þeir láti gott af sér leiða.

Elvar Daðason kom með okkur og lét aðeins finna fyrir sér í lestinni en þessi peyi er sennilega einn sjá sjóaðasti á sínum aldri enda ófár veiðiferðirnar sem hann hefur komið með okkur.

Haraldur Die Grosse hefur titlað sjálfan sig sem konung knattspyrnurnar í sýndarheimi leikjatölvana. Lýtur hann nú á sig sem ónsertanlegan Guð eftir gott gengi á vellinum undanfarið.

Við tókum smá pitstop í vestmannaeyjum á meðan að farið var yfir túrbínu aðalvélarinnar. Við kunnum vel við okkur á Ibiza norðursins og áttu þeir það sameiginlegt sem eftir urðu á eyjunni að vera aðeins tanaðari en meðalmanni sæmir. Fórum við í ófáar sundferðir þar sem Baldur og Heinkó sýndur fádæma fagmennsku í að ég fullyrði skemmtilegustu rennibraut landsins. Þar rennur maður niður þetta klassíska rör en þegar útúr því kemur tekur við dúkur þar sem leikurinn snýst um að reyna að standa sem lengst. Tóku þeir upp ýmsar útfærslur af gjörningi þessum og urðu til flottar pósur eins og "hugsuðurinn" "hvað er klukkan maðurinn" og "atlantis". Einnig vorum við fastagestir á Volcano bar sem færði okkur Tuborg classic á veskisvænu verði og rann hann ljúft niður. Hlynur Ben trúbador sá svo um að halda stemmingunni í gangi. Biðjum við sérstaklega að heilsa vinalegu starfsfólki og vonumst við til að hitta þau sem fyrst afur.

Orðið á göngunum segir að von sé á viðgerðum í vélarúminu á ný og gæti brottför okkar seinkað um örfáa daga. Svo á ég líka afmæli í dag og tek fagnandi við kveðjum í kommentakerfi hér fyrir neðan.

Kv. Heiðar.


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband