Leita í fréttum mbl.is

Do a little dance make a little love. Get down tonight!

Góðan daginn, kvöldið eða hvað sem er.

 

Við erum mættir aftur á kolmunamiðin eða svartkjaftssvæðið eins og frændur okkar Færeyingar kalla þetta. Talandi um Færeyinga þá erum við mjög nálægt þessum blessuðu eyjum.

Við erum nýbúnir að bleyta í trollinu og búumst við við því að það verði híft fljótlega og með reglulegu millibili það sem eftir er að túrnum ef vel gengur.

  Gamli golfsalurinn er núna orðin að frystigeymslu og tók dallurinn 617 tonn í frost seinast og stefnum við að því að slá það met í þessum túr.

Það eru ljósir og dökkir punktar við þessa framkvæmd. Sá dökki er það að þetta mun sennilega hafa neikvæð áhrif á forgjöfina hjá Stjána Woods. Ljósi punkturinn er sá að hann mun núna hafa efni á því að kaupa fleiri golfkúlur þannig að þetta mun sennilega jafnast út.

Eilífðarfolinn Tóti T er nýsloppin frá Jamaica og hefur aldrei verið sólbrúnni. Þessi yfirburða sólbrúnka er hinsvegar að fara ílla í Harald Friðbergsson þar sem að hann hefur verið einvaldur brúnkukeisari alveg síðan á dögum Hólmaborgarinnar.

Talandi um Fribbarann þá hefur hann enn og aftur neitað AJ-Blogginu um viðtal. Talið er að hann vilji ekki gefa neitt upp um sína hagi vegna komandi skáldsögu sem að hefur fengið vinnuheitið. Menn og Stálmýs. Saga þessi líkist mikið verki John Steinbecks "Of mice and men". Þar fer Haraldur með hlutverk einfeldningsins Lenny Smalls og Runólfur Ómar leikur félaga hans og verndara George Milton.

Daðinn er kominn aftur um borð og skartar hann glænýrri hárgreiðslu og hef ég frá mönnum sem standa honum næst að hann sé núna skemmtilega líkur Olla úr Steina og Olla.

Daði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 **Stórfréttir af piparsveinafélaginu en félagið missti einn dyggasta og reyndasta meðlim félagssins í dag. Hans seinustu orð voru ***** ****** is in a relationship. Hvíl í frið gamli vinur.

 

 

 

 

 

Þá er komið að föstum lið eins og venjulega. En það er hin hliðin og að þessu sinni er það tilvondi Reyðfirðingurinn smávaxni. Baldur Marteinn Einarsson.

Hvernig er það með þig þér virðist vera ómögulegt að vinna fótboltaveðmál, hvað telur þú vera ástæðuna fyrir því. Ofurtrú á eigin félagi.

Nú hafa menn löngum deilt um lengd þína 23 cm getur það staðist? Nei.

Hvað er það versta sem þú færð í matinn? Skata klárlega.

Hvaða mynd sástu seinast? The Blind side.

Þá að máli málana, hvað er að frétta af innflutningspartýinu? Ódagsett en mjög líklega í júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Góðir. Alltaf gaman að lesa skemmtilegar frásagnir. Kveðja frá Skippernum á suður leið :o)

Guðmundur St. Valdimarsson, 25.4.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband