Leita í fréttum mbl.is

Bí ísí negga.

Góðan daginn lesgæsir og endur.

Jæja.

Túrinn fer af stað með miklum látum og erum við komnir yfir 100 tonna múrinn á mettíma og stefnir þetta allt saman í einn sjortara. 

Okkur var að berast liðstyrkur en það er hinn síspræki Stefán ættaður frá hjarta afríku þ.e.a.s. Kongó. Hann kemur með ferskt blóð á vaktina en hann er nýsloppinn frá Jóni Kjartans SU. Þetta þykja mikil viðbrigði fyrir hann að vera núna með þeim elstu um borð en þess má geta að hann er í unglingadeildinni á Jóni. 

 Einnig kom það í ljós að laumufarþegi kom í ljós þegar að við vorum komnir á miðin. Svarar hann nafninu Einar og hefur Ingvar nýtt sér þetta sér til hagsbóta í lestinni og tekur hann hana núna með einari hendi.

Haraldur Harði-son og Heinkó Guðnason standa núna í miklum Fifa rimmum í borðsalnum og fer næsti leikur fram kl 04:43 stundvíslega. Takmarkað sætaframboð er í boði á þennan stórviðburð en hægt er að kaupa miða í forsölu í sjoppunni í gegnum Baldur.

Kristinn Helgi hefur startað átakinu "Sjá í tólin fyrir jólin", átakið hefst á morgun eftir kvöldmat gefið það að það sé ekkert gott í matinn eða áhugavert í sjónvarpinu. Einnig stendur til boða að fresta æfingu ef að hann vinnur ekki stóra pottinn í lottóinu.

Talandi um lottó þá er Heiðar búinn að heita því að ef hann vinnnur 6 faldan lottópott laugardagsins mun hann ráða iðnaðarmann til að klára pallinn hans Baldurs en framkvæmdir þar hafa gengið með eindæmum hægt.

Daníel the cock fór framúr sjálfum sér í dag og gengur þetta blogg brösulega eftir svaðalegan "svænhúnd" rétt. 

Segamegamyndasaga er á leiðinni og ætla ég að reyna að svara eftirspurn og henda inn einhverjum myndum fljótlega.

ppp_1034706.jpg p1010880.jpgp1010874.jpgp1010873.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband