Leita í fréttum mbl.is

loðnuvertíð 2011

Gógógóóðan daginnlesendur nær og fjær.

Við erum núna á staddir á faxaflóanum ásamt bróðurpart af uppsjávarflota íslendinga og erum að veiða loðnu í nót. Mjög góð holning er á mannskapnum og gott veður er á miðunum. Þetta verður ekki mikið betra.

Við erum búnir að kasta einu sinni og var það gott kast og tókum við 330 tonn útúr því.

restina gáfum við strákunum á Hákoni EA með Ívar Sören í broddi fylkingar.

Daginn eftir fengum við  svo tvisvar gefins eitt skiptið frá Asgrími og Álsey og f´sa þeir prik í hattinn fyrir það.

Ég var nú búinn að skrifa heilann hellingen lenti svo í því að það þurrkaðist allt út. Það hefur nú komið fyrir áður, skemmst er frá því að segja þegar að Helgi Seljan ætlaði að gerast gestabloggari og var búinn að sitja sveittur í klst þegar að hann lenti í svipaðri lífreynslu.

Talandi um Seljaninn þá hafði hann samband við okkur um borð og bauð okkur öllum á Edduna en þar sem miðaframboð var af skornum skammti þurfa sumir að smygla sér inn. Það ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir suma.

Daði skartar þessa stundina síðu skeggi og makka í stíl og gæti hann auðveldlega labbað inn sem Baltasar Kormákur. Tóti myndi nú sennilega fara greiða leið enda er fólk ekki vant að vísa Stallone frá. Kiddi sem Ólafur Darri og undirritaður sem Stebbi Hilmars.

Við tókum upp farþega frá Keflavík en það er hann Elfar Daðason en hann er núna á sinni FIMMTU loðnuvertíð þrátt fyrir að hann sé aðeins 12 ára. Búist er við stóraukinni sölu í sjoppunni enda fær hann borgaðan einn ís fyrir hverja 10 kassa sem hann tekur í frystilestinni. Eitthvað hefur verið talað um að minnka hlutinn hans eftir að hann sprengdi skalann í sumar. Þá tók hann 220 kassa á einni klukkustund.

Talandi um farþega þá erum við komnir með allra þjóða kvikindi hérna um borð og þá er ég ekki að tala um kokkinn :) Við erum núna með 1 Japana og einn Tælending sem eru að kaupa frá okkur loðnu sem seld er á Japansmarkað. Ekki kann ég meiri deil á þessum mönnum en annar gengur undir nafninu "litli" en hinn "stóri".

Að þessu sinni er það aflakóngurinn og silfurrefurinn Þorsteinn Kristjánsson sem leiðir hópinn. Halli Fribb hefur þess vegna verið lækkaður í tign (tímabundið)og gengst við nafninu silfurminnkurinn. 

Það lengist ekkert í fyrirhugaða Finnlandsferð og er spenningurinn í hámarki. 

Halli Öldu er búinn að gera sjálfan sig algerlega ómissandi um borð enda getur hann gengið í hin ýmsu störf. Hann er þessa stundina í 4 störfum þ.e.a.s. hann er Baadermaður, leggjaramaður, stórmaður og túlkur maður!

Hann er búinn að fullkomna tækni sem gerir honum kleyft að gera sig skiljanlegan á japönsku aðeins með andlitshreyfingum. Ég skil þetta ekki enda kann ég lítið í tungum frá austurlöndum fjær en ef efri vörin á honum fer upp þíðir það: "Ekki vera að fikta í flokkaranum eða ég hendi þér ofan í hann".

Nýtt kjörtímabil er hafið í Eðalgroup sjoppini og sjá menn nýtt gullaldarskeið framundan. Daníel kokkur er búinn að hafa samband við Prins-polo verksmiðuna úti og eigum við von á 2 gámum af hinum helmingnum af þjóðarrétti íslendinga.

 Þóarinn Traustason er einmitt að byrja með nýjan andlitsmaska sem mun verða til reynslu í sjoppuni en hann er búinn að fibnna það út að loðnusæði gerir kraftaverk fyrir hrukkurnar og sefur hann nú með hvíta slikju yfir sér allar nætur. 

 

 

Að lokum viljum við strákarnir senda honum Agga góða kveðju með von um öruggan og skjótan bata.

Þangað til næst.

 

Strákarnir á Aðalsteini SU 11

 dsc_0464.jpgdsc_0469.jpgdsc_0474.jpgdsc_0478.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband