Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Gimme sexý
Góðan daginn, kvöldið eða hvaða tími sem er.
Fríðasta áhöfn flotans er núna stödd við Færeyjar að klára seinasta kolmunatúrinn á þessu ári. Eftir að túr líkur munum við svo keyra bátnum í land þar sem vel valdir iðnaðarmenn og smurapar munu sinna viðhaldi og öðrum ákallandi verkefnum.
Veiði hefur verið góð á miðunum og erum við þessa stundina heim á leið í fjörðinn fagra þar sem draumar rætast á degi hverjum. Helsta skúbbið þessa stundina er það að Sævar hinn rauði er búinn að kaupa miða í forsölu á átrúnaðargoðið sitt Haffa Haff sem mun leika fyrir dansi í Valhöll á Eskifirði næsta föstudag, búast má við að föstudagurinn langi verði sérstaklega langur fyrir hann Sæsa enda er hann þegar farinn að telja niður og má heyra hann raula "Gimme sexy" öllum stundum.
Ný róðrarvél hefur verið tekin í gagnið í sjúkra og líkamsrækarsalnum eða fjósinu eins og það er stundum kallað. Vél þessi á að tryggja okkur góðan árangur í kappróðrarkeppninni um sjómannadagshelgina. Þori ég núna að fullyrða að Aðalsteinn Jónsson mun hrósa sigri og koma með bikarinn um borð. Daníel kokkur er þegar farinn að hliðra til í borðsalnum til að gera ráð fyrir dollunni.
Annar undirbúningur er hafinn fyrir sjómannadaginn og er það ölið sem við höfum pantað árlega fyrir þessa stærstu helgi Eskifjarðar. Undirritaður er í sjoppustjórn og mun ég sjá til þess að "Kalda-klúðrið" muni ekki endurtaka sig. Vill ég minna þá á sem ætla að fá bjór að hafa samband við Heiðar, Daníel eða Ómar og leggja inn pöntun, einnig er blað í borðsalnum ef menn eiga leið hjá.
Menn finna sér nýtt áhugamál í túr hverjum og í þetta sinn er það skákin sem hefur tekið öll völd, tefla menn nú net-skákir innbyrðis. **Ómar þú hefur ekki enn tekið áskorunn minni, hvítur á leik**
Mikill ballspenningur er í mönnum og er partý hjá Davíð (hann býr í skammadal 1, vinstra megin) þar munu Davíð og Kiddi Mellon taka á móti gestum og gangandi :)
Þangað til næst.
Kv. Allinn
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.