Leita í fréttum mbl.is

Séð og heyrt.

Jæja við erum núna að sigla suður af Hornafirði að elta makrílinn uppi eins og feitur krakki hleypur á eftir ísbílnum.
Komnir með circa 180 tonn í frystinn og allt gengur eins og í lygasögu.

Þessa stundina erum við með 2 aukafarþega og þá er ég ekki að tala um vélstjórana. Það er Ingibergur eftirlitsmaður og Benni Markmaður.

Skipscelebið er einnig mættur um borð og þá má búast við því að félagar mínir hjá DV fari nú að lesa þetta blogg. Strákar þið megið nú endilega kvitta fyrir heimsóknina. 

Celebið ætlar einmitt að taka að sér gestablogg og þarf hannað girða sig verulega í síðbrók enda var það ekki uppá marga fiska hjá honum seinast. Hann kenndi reyndar tæknilegum erfiðleikum um en það er engin afsökun og fær hann núna tækifæri til að fá uppreisn æru.
 
 

Daníel L. var með grillpartý fyrir brottför um daginn og voru þar mættire helstu folarnir af skipinu þeir Heiðar, Sölvi, Pétur og Þórhallur kenndur við Frey. Slátruðu þeir nokkrum beljum og meððíí.

Fleiri kunnugleg andlit eru um borð og má þar nefna Magga landafræðiprófessor sem veit hæð á öllum hólum og hæðum vestan við miðlínu.

Hreggviður Fribb er einnig á svæðinu en bróðir hans Haraldur er hvergi sjánlegur, sennilega er hann í nágrenni við sundlaug Eskifjarðar.

Yngri Jarlinn af Músalæk, sem er fyrir þá sem ekki vita næst stærsta einkajörð á Íslandi á afmæli á föstudaginn. Býst Daði við að þurfa að stoppa vinnsluna og ræsa á frívaktir til að allir geti tekið þátt í gleðinni. Jarlinn verður einmitt með óvænt atriði um kvöldmataleytið á föstudaginn.

Læt þetta nægja frá mér í bili..

Helgi þú ert næstur :)


kv. Allinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð frábærir :)

Fríða.. (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband