Miðvikudagur, 21. mars 2012
Nýji stíllinn keisarans.
Jæja þá er tímabil allra tímabila lokið. Loðnuvertíðin. Fiskaðist vel og kláruðum við þetta með þónokkrum stæl. Heildaraflinn hjá okkur var 18.082 tonn og þykir það í betra lagi. Sérstaklega í hlutfalli við síðastliðin ár. Þegar að þessi orð eru skrifuð eru allir bátar hættir loðnuveiðum.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Þá er komið að næstu fiskistofni sem fær að finna fyrir aflaklónni Aðalsteini. Svartkjaftur á yndislegasta veiðisvæði í heimi Rockhall. A.t.h. kaldhæðni. Á rockhall er sjaldan ein báran stök. Við fengum aðeins að finna fyrir því í byrjun þessara veiðiferðar. Það er hasar. Í fyrsta holi misstum við pokann í undirdjúpið og þrátt fyrir mikla leit þar sem nýja infrared hitamyndavélin fékk að njóta sín fundum við hann ekki aftur. Við vorum ekki eins farsælir og þeir á Sigurbjörgu ÓF.
Togarinn Sigurbjörg ÓF, sem Þormóður rammi hf. gerir út, varð fyrir því óhappi í yfirstandandi veiðiferð að missa pokann frá trollinu í slæmu veðri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist pokinn ekki aftur upp, þó svo staðsetning hans væri alveg ljós.Það var svo s.l. miðvikudag að pokinn kom í troll Sturlaugs H. Böðvarssonar AK og reyndist hann lítið laskaður. Troll Sigurbjargar er því komið í samt lag aftur. Frá þessu er sagt frá á rammi.is
Það þýðir lítið að grenja yfir höltum hundi og eftir nokkur vel valin blótsyrði var varapokanum skellt á og við erum eins og menn segja á góðri engil-saxnesku: ,,back in it". Við erum búnir að hífa 3 ágætis hol og við erum búnir að fylla neðsta lagið í báðum frystilestinum.
Slúðurpakki dagsins er í boði:
Þessi fyrsta auglýsing er ókeypis en við erum að leita að nýjum sponsor fyrir síðuna. Hafi þitt fyrirtæki áhuga á að stýra slúðrinu á vinsælustu skipasíðu Ísland sendið fyrirspurn á ajvinnsla@sjopostur.is
Fer þetta klúbbadæmi ekki að vera þreitt? Eftir misheppnaða tilraun veiðifélagsins Bloodgroup hafa sömu forsprakkar ákveðið að stofna fjórhjólaklúbb. Það virðist litlu máli skipta hvort að menn eigi fjórhjól eða hafi bílpróf yfir höfuð. Allir velkomnir.
Daði Þorsteinns er nýbúinn að landa samning við stórfyritækið Gilette. hann mun ekki vera andlit nýrrar auglýsingaherferðar heldur mun hann vera tilraunadýr fyrir nýja frumgerð af 8 blaða rakvél sem er á tilraunastigi þessa dagana.
Daníel virðist vera nýbúinn á Dale Carnegie námskeiði en þessi léttlyndi bryti er búinn að setja saman 5 ára plan og verður hann með námskeið fyrir skipsfélaga sína fljótlega.
Talandi um námskeið þá hyggur Heiðar á lífleikni námskeið með Herði Haraldssyni. Það fer fram í Kópavogi og mun Runólfur Ómar ásamt æskuvini sínum Geira Golden vera með sérstakan gestafyrirlestur.
Áhöfninn vill koma kveðjum til uppáhaldsútvarpsmanns okkar honum Gissuri Sig á Bylgjunni og erum við tilbúnir við síman allan sólarhringinn vilji hann taka púlsinn á okkur.
Sæli er á leiðinni á Liverpool leik og hefur greiningadeild Péturs sett stuðulinn 1/35 að hann verði vitni að marki.
---
Af öðrum fréttum er það helst að
Norska rannsóknastofnunin Nofima hvetur norska síldarframleiðendur til þess aðnotfæra sér tækifæri sem skapast hafi vegna aukinnar neyslu á sjávarafurðum í Brasilíu.Markaðurinn er talinn munu vaxa úr 1,8 milljónum tonna í 2,4 milljónir tonna innan fárra ára.Nofima telur að unnt sé að selja síldina einnig í smærri hverfisverslunum og sér þá þannmöguleika að norskir síldarsalar fái innlenda aðila í Brasilíu til þess að sjá um að þíða síldina uppáður en hún fer í búðirnar.
Skýrt er frá þessu á vefnum fis.com
Á hverju ári hafa útvaldir fengið þau forréttindi að fara og skoða erlenda markaði og hafa verið farnar ferðir til Hvíta-Rússlands og Póllands. Spurningin er hvort að Benedikt útgerðastjóri fari nú ekki að bjóða manni til Brasilíu.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.