Sunnudagur, 29. júlí 2012
Orðið á göngunum
Munndu eftir stjörnunni.
Tjæja. Um að gera að vera ekki og alvarlegur og verður þessi í léttari kanntinum. Slúðrið þennan túrinn er í boði Snyrtistofu Ingunnar , Strandgötu Eskirði, þar sem hvaða herfa sem labbar inn gengur guðgómleg út.
Hinn árlegi verslunarmannarhelgartúr (vó langt orð!) gengur nú senn í garð og get ég glatt ykkur að ykkar kæri mun heiðra aðra með nærveru sinni í þessum vinsælasta túr ársins. Því á þessari stærstu ferðahelgi ársins keppast menn um fara í frí og er meðalaldurinn yfirleitt mun lægri í þessari veiðiferð en öðrum. Maður verður nú samt að líta á björtu hliðarnar, því þótt maður verði ekki hellhífaður vaðandi öl og sköp á þjóðhátíð þá má búast við því að veskið (og heilsan) verði í betra ásikomulagi á mánudeginum. Reynslan er nefnilega sú að það hefur alltaf fiskast vel um versló og meiðað við þessa veiðiferð sem fer senn að ljúka má reikna með því að hún eigi eftir að renna ljúflega í gegn.
Sennilegast má búast við þjóðhátíðarstemmingu um borð. Eyjalögin eru tilbúinn á playlistanum niður í vinnslu, þar sem Hreimur, Skímó og "Eydjey"(einnig þekktur sem Árni Johensen) munu skapa angurværa stemmingu í vinnslunni. Kassagítarinn er svo alltaf á sínum stað þannig að það er aldrei að vita nema við verðum með okkar eigin brúarsöng.
Þá er komið að tuðhorninu, eða (ritskoðað) en hann tuðar manna mest um borð. Ég er að hugsa um að byrja tuðhornið á því að það vantar fleiri koddaver um borð, mjög oft þegar maður er að byrja veiðiferðina, fer maður í þvottaherbergi og nær sér í hrein rúmföt til að leggja yfir kojuna. Oftar en ekki eru nóg af sængurverum en einhverja hluta vegna eru koddaverin ekki til staðar. Þá eru oft góð ráð dýr, ég verð að viðurkenna það að ég hef í örfá skipti "neyst" til að ræna mér verum. Það hef ég gert með því t.d. að þegar einhver er búinn að setja rúmfötin sín í þurkarann og ætlar sennilega að koma að þeim hlýjum og hreinum, þá sneika ég mér inn opna þurkaran og ræni verinu, læt svo lítið fyrir mér fara. Fréttir hef ég af því að svona gjörningur hafi skapað svokallaða koddavers ránrás. Þar sem sá sem varð fyrir barðinu að missa verið sitt "neyðist" þess vegna að taka æur næstu vél og svo koll af kolli. Þeir allra hörðustu notast stundum við bol. Einu sinni var ég með koddaver merkt Þ.F.S, þegar upp komst um mig þóttist ég ekki hafa séð merkinguna, sem þó var útsaumuð með stórum stöfum og kenndi lesblindu um enda er Þ.F.S alveg eins og H.H.G á hvolfi. Sjálfur er ég núna í þessari veiðiferð með 120x200 centimetra sængurver utanum um koddann minn. Hverjum er að kenna þessu ástandi veit ég ekki en þegar maður er í vafa er best að kenna vélstjórunum um allt sem miður fer.
Þegar að við erum að pakka fisk, þá erum við með stóra litaða poka fyrir framan okkur. Það eru 3 litir í boði. Blár, gulur og rauður. Rauðu pokarnir eru reyndar bara notaðir í svokallaðar fiskiprufur til að þeir aðskiljist frá hinum þegar þeir koma úr frystitækjunum. Aftur að pokunum. Það er alvita mál að mannsheilinn bregst misjafnlega við litum, það er ekki að ástæðulausu að flestir skyndibitastaðir eru með rauða litinn allsráðandi. Rauður er talinn hafa áhrif á matarlyst og rannsóknir sýna að fólk borðar meira þegar það er í kringum rautt. Aftur að pokunum. Grænn er hinsvegar talinn hafa mjög róandi áhrif á umhverfið og appelsínu gulur er sá litur sem fólk tekur fyrst eftir. Sennilega er þessvegna flest öryggistæki höfð appelsínugul. Aftur að pokunum. Guli liturinn er talinn hafa áhrif á skap og gerir fólk órólegra. Þá loksins aftur að pokunum. Ég hef einmitt tekið eftir því að þegar ég skipti úr bláum yfir í gulan hefur það einhver áhrif á mig. Ég get ekki alveg útskýrt þessa tilfinningu en hún er einhver. Þessvegna væri ég alveg til í að fá græna poka, jafnvel bleika, því að bleiki liturinn er notaður til að róa niður fanga. Þannig að Benni ef þú ert að lesa þetta... Bleika poka.
Í veiðiferð númer 2-3 vorum við að fá nokkuð af furðufisk með. Það fer tvennum sögum hvað hann heitir einn kallar hann Urra en annar Urrara, ég kýs að kalla hann Stefán. Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að skrifa um Stefán er sú að um daginn þegar ég var á einni flökunarvélinni var einn Stefán fastur, ég tek upp gogg og ætla að þrykkja í hann og losa hann af vélinni en viti menn sama hvað ég hjó í hann aldrei vildi goggurinn í gegn. Stefán er með gríðarlega harðgert og fallegt hreistur, ekkert ósvipað slönguskinni. Þá kviknaði á perunni og ég fékk að ég taldi milljón dollara hugmynd. Ég mundi eftir því að hafa lesið grein um Atlantic leather fyrirtæki fyrir norðan sem sérhæfir sig í fiskileðri. Taldi ég Stefán vera kjörinn kandídat í leðurgerð og ætlaði ég mér að safna saman nokkrum og senda þeim prufu. Því miður hef ég ekki séð Stefán síðan snemma í sumar.
Þá aftur að (ritskoðað) horninu. Það eru afþreyingarmálin. Þegar ég byrjaði hérna um borð var ég alveg dolfallin yfir aðbúnaðinum sem var í boði á frívöktunum. í borðsalnum voru 2 sjónvörp, x-box leikjatölva sem menn gátu stytt sér stundir í ýmsum leikjum. Internetið og gerfihnattamóttakari var einnig til staðar sem voru þægindi sem ég hafði ekki vanist á sjó áður. Sérstakur skipsflakkari var einnig þar sem menn gátu komið með allt löglega niðurhalaða efnið sitt úr landi og haldið stórsýningar ef því var að skipta. Þar var einnig svokölluð upptökutölva sem var til þess fallinn að hægt var að taka upp uppáhldssjónvarpsefnið sitt ef svo var í pottinn búið að maður var á vakt á sýningartíma. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Leikjatölvuna hef ég ekki séð í tvö ár, upptökugræjuna eitthvað aðeins skemur. Úr sér gengni skipsflakkarinn er hinsvegar ennþá til staðar en hann er uppfullur af gömlu efni sem allir eru búnir að sjá. Hvarrafrétta?
Oft þegar ég er að reyna að skrifa eitthvað hérna þarf ég að kafa djúpt. Því að það er þannig að þegar að maður er búinn að vera með sömu köllunum útá sjó í langan tíma fer maður að þekkja þá mjög vel. Maður kannast við alla kæki og dittlinga. Sumir hérna um borð eru þessvegna orðnar ansi sleipar eftirhermur. Það er hinsvegar ekki hægt að herma eftir öllum enda eru menn mis-eftirtektarverðir. Stundum þegar ég kem auga á einhverjar áhugaverðar hegðanir nota ég þau oft við þessi skrif. Menn taka því misvel þegar ég er að spinna út einhverja vitleysu um þá en strákar mínir ég meina ekkert íllt með þessu. Þið eigið frekar að líta á það sem hrós, því að eins og orðatiltækið segir: ,,It's All Good: There Is No Such Thing As Bad Press!"
Veiðiferðinni fer senn að ljúka og ættum við samkvæmt nýjustu útreikningum að verða í landi á mánudagsmorgunn þann 30. júlí. Að lokum ætla ég að dusta rykið af gömlum lið en það er hin hliðin. Að þessu sinni er það stórvinur minn hann Sölvi Ómarsson aka Bölvi Bjúga. Takk fyrir mig að sinni, skemmtanastjóri Aðalsteinns Jónssonar. Heinkó Morningcock.
Fullt nafn? Sölvi Fannar Ómarsson
Uppáhalds lið í enska? Manchester United
Hver yrði seinasta kvöldmáltíðin á dauðadeildinni? Pizza með rjúpnasóu og rjúpu
Besta bíómynd allra tíma? Die Hard myndirnar
Hvað kallaru nýju hárgreiðsluna? Eistnaflug
Ertu sjósprunginn? Já
Hver er bestur í Fifa um borð? Sölvi
Fyrir utan sjálfan þig? Heiðar
Hvað er besta lagið í spilun í dag? Weekend
Eitthvað í almennum? Ég er að fara í frí.
Hver er frægasta persónan í símaskránni þinni? Gummi Mete
Er það satt að þú eigir sætustu kærustuna um borð? Dagsatt
Þú hefur þrjá valmöguleika, þú verður að sofa hjá einni, giftast einni og myrða eina. Ragnhildur Steinunn, Jóhanna Guðrún og Þórunn Antonía.
Það er ekkert annað, giftast Ragnhildi, myrða Þórunni og sofa hjá Jóhönnu
Uppáhalds litur? Blár
Eitthvað að lokum? Ég er að rústa Davíð og Steina í Fifa.
.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.