Leita í fréttum mbl.is

Frystilestin full

Jæja, Góðir hálsar til sjávar og sveita, frystilestin á Aðalsteini Jónssyni er full!!!

Já, það eru engar ýkjur, bátsmannsvaktin hafði það af að klára að fylla í kvöld og erum við á stýrimannsvaktinni þá byrjaðir að þrífa vinnsluna hátt og lágt, enda ekki vanþörf á.

 staðsetning

Okkur vantar ennþá nokkuð hundruð tonn til að fylla grútarlestarnar og vonandi hefst það sem fyrst.  Ef allt gengur að óskum þá ættum við að verða komnir til ástkæra Eskifjarðar fljótlega eftir helgi, en það er frekar löng sigling heim um 370 sjómílur (tæpir 700 kílómetrar) 

 

Heyrst hefur að stefnan sé sett á loðnuveiðar, enda komin tími til að fara að veiða þessi kvikindi, engin spurning um að það blossi upp loðnuveiði um leið og Allin mætir á svæðið.

Hér eru nokkrar myndir af þrifum á vinnsludekki

 

 

 

Runólfur Ómar við það að takast á loft

 

 

Aggi að fínisera kassavélina góðu.

 

 

Uppstilling fyrir myndatöku

 

 

Baaderinn að þykjast vera að gera eitthvað

 

 

Baddi Congo að spúla niðri

 

 

Haraldur hinn stóri að þrífa C bufferinn

 

 

 Runninn í böndunum

 

 

Haraldur Friðbergsson að þrífa sorteringarmaskínuna

 

 

... Og búinn að flækja sig í böndunum.

 

 

Af hverju er þessi í pásu???

 

 

Verið að undirbúa sig undir skemmtilegheitin

 

 

Danni að þrífa pönnulyftuna sem hann elskar út af lífinu.
 
 
 
 
  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið strákar! :) Koma svo!!

Hanna (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:14

2 identicon

það var mikið að þið ætlið að koma heim loksins því ég sakna pabba mins Kveðja Harpa Mjöll Harldsdóttir

Harpa Mjöll (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband