Leita í fréttum mbl.is

Heil og sæl

þá koma smá fréttir af okkur hér á Allanum. Við liggjum núna fyrir utan Þorlákshöfn og erum að frysta á fullu, sem stendur erum við að frysta á rússan og lítur allt út fyrir að við séum hættir að frysta á Japan þar sem þeir eru svo nískir að þeir tíma ekki að borga nóg fyrir þetta gull. Það er búið að vera bræla á miðunum en það lítur betur út með morgundaginn, og vonumst við til að geta kastað í blíðskapar veðri  á morgun og geta fyllt á vinnslutankana sem mundi kannski getað dugað til að fylla frystilestina hjá okkur.  Við erum komnir með 12 þúsund kassa í lest og með þessu áfram haldi ættum við að geta verið í landi snemma á miðvikudag, ekki slæmt.  Það lá vel á kokknum í dag, hann brosti allan hringinn, og ekki að ástæðulausu, jú Liverpool vann í dag, en því miður lá ekki eins vel á matsmanninum okkar honum Halla H. í gær því hans menn í West Ham töpuðu frekar illa og einnig tapaði Fram í bikarnum í handbolta, en þess má geta að Halli var einu sinni í marki í fram. Ómar litli er sífellt tuðandi vegna þess að það er aldrei frysti stopp þegar hann á lest, þetta kemur mönnum mjög á óvart að hann skuli vera að tuða svona þar sem hann er nu einn bjartsýnasti maðurinn her um borð.
svo að öðru, ég vil óska eftir eiganda af hátískufatnaði sem er í lín herbergi skipsins, hann hefur legið það í ansi langan tíma. svo hefur ákveðinn maður tekið sér einræðisvald og kaus nyja menn í stjórn hjá Eðal Group, en það er sjoppan hjá okkur um borð, þeir sem kosnir voru eru, Halli H sem verður stjórnarformaður, Danni sem er starfandi stjórnarmaður, og Sölvi frændi sem verður lagerstjóri. Fyrsta verk hjá nyrri stjórn var að fara ekki að fordæmum glitnis og ákvað á fundi sínum að hækka laun stjórnar manna um helming.

svo viljum við þakka Guðmundi Vals fyrir vel unnin störf hér um borð, en hann ákvað að snúa sér að öðrum málum. látum við her fylgja mynd af gæjanum . 

 

 

 

Gummi
Og hér er svo Guðmundur ég veitt ekki veitt ekki við sýna uppáhalds iðju að pakka. Gummi farnist þér vel í nýju starfi 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband