Þriðjudagur, 4. mars 2008
Á landleið
Já nu erum við lagðir af stað í land. Ættum að vera inná firði í kvöld. Við köstuðum druslunni tvisvar í gær og fengum mjög gott í báðum köstum, svo fengum við gefins frá Sighvati VE og svo gáfum við Hoffellinu ca. 250 tonn, en þeir urðu fyrir því áfalli að sprengja nótina hjá sér og urðum við að koma þeim til hjálpar. Dagurinn í gær var ekki alveg áfallalaus, við lentum í því að tromlan á flokkaranum brotnaði og þurfti að sjóða í hana, var þá yfirvelstjórinn ræstur í verkið til að aðstoða menn í þessu brasi, voru þá menn snöggir til með kaffibollann því hann byrjar ekki daginn án hans. Þeir áttu ekki í vandræðum með þetta og voru snöggir að því. Þegar þegar buið var að kippa þessu í lag þá kom einhver tregða í frystitækin hjá okkur, en menn eru nu að verða pínu sjóaðir í þeim málum og voru ekki lengi að redda því. Nu svo þegar við vorum að byrja dælingu í gær þá fór glussaslanga í dælunni og þurfti að skipta um hana í hvelli og lögðust allir á eitt með það. En til gamans má geta þess að Lolla var buið að dreyma mjög illa nóttina á undan og talaði mikið um það að það yrði eitthvað bras, en til mikillar lukku svaf hann mjög vel í nótt og hefur ekkert bilað ennþá hehe. Það gengur því vel í vinnslunni nuna og eru komnir 16 þús kassar niður og er Runólfur einkar jákvæður í dag um gott gengi í vinnslunni. Sendum við svo bara bestu kveðju í land til þeirra sem vilja, þeir sem ekki vilja geta bara átt sig
Erum aldrei þreyttir að birta myndir af Runna kyntrölli
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Athugasemdir
Já við viljum alveg þiggja kveðju frá ykkur. Gaman að geta fylgst með ykkur á Netinu. Bestu kveðjur til okkar manns ;)
Margrét og Gunnhildur Lilja sem elskar pabba sinn voða voða voða heitt ;)
Margrét Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.