Leita í fréttum mbl.is

Og það hafðist...að lokum.

Núna siglum við þöndum seglum í átt að landi og er á ætlað að vera í höfn á eskifirði snemma á laugardagsmorgunn.

Fengum sjálfsagt mjög gott hal í gær, eða það höldum við allavegana, þar sem að fyrirhnýtingin gaf sig í hífingu og setti dælusmokkinn í hengla. einnig voru reymingamöskvar illa farnir svo að menn gera sér hugmyndir um að þarna hafi verið fullur sekkur á ferð. Ekki var allur vindur úr mönnum og var varapokanum slegið undir í snarhasti og önnur tilraun gerð til að klára túrinn.

Við hífðum í hádeginu þar sem að 2 neminn var enn blikkandi og var ekki annað þorandi en að kíkja í sekkinn. Það er svo ekki frásögum færandi nema að við náðum að sléttfylla skipið, eða svo til, vantar ekki nema cr.20-30 tonn.

Ágætt að túrinn sé á enda enda búinn að vera ansi endaslepptur. aflaverðmæti er cr.35 mills.

kv.strákarnir á allanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....góðir....

Haraldur Bjarnason, 10.4.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband