Leita í fréttum mbl.is

Vísnasamkeppni Aðalsteins Jónssonar SU-11

Jæja þá er komið að því, hinu árvissu vísnasamkeppni okkar á Allanum.   Ákveðið hefur verið af mjöðnefndinni að leifa landanum að koma með tillögur af vísu sem sett verður á ölflöskur okkar sem við höfum ákveðið að versla fyrir sjómannadaginn.

Til mikils er að vinna því verðlaunahafinn fær í sinn hlut 1 kassa af Eðalbjór, ókeypis siglingu á sjómannadaginn og fylgir Coke og Prins Polo með.

Mjöðnefndin áskilur sér rétt til að taka hvaða vísu sem er, eða hafna öllum.

Þá er ekki seinna að vænna fyrir hagyrðinga til sjávar og sveita að skella saman einu kvæði eða svo og senda okkur hér í Athugasemdir. Heimilt er að senda fleiri eina vísu. 

Samkeppnin stendur til og með 25. apríl. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig stendur á því að það koma engar aflafréttir ??

laga þetta strákar mínir

kv. HB

HB (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:46

2 identicon

Þegar vörpunni er rennt

er hugsað um þrennt

einn, tvo, þrjá nema

þetta er víst eitthvað þema

er það komið er það komið.

Allamenn eru bjartsýnir

enda allir þrusu fínir

kasta, hífa, frysta, grút

hörkukallar sem drekka af stút

besti mjöðurinn er bjór frá Alla.

ein í leyni (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:51

3 identicon

Þykir með eindæmum gott að þjóra

það veldur gleði á mannafundum

Gulltryggður glamúr með Aðalsteins bjóra

góðir að teiga á flestum stundum.

jóhannes Danner (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:05

4 identicon

Hættir að frysta og farnir í grútinn

fitla við glerið og gæla við stútinn

nú bergjum við bjórinn

á barnum hjá Kidda

en minningin lifir um gambrakútinn

einn í landi (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:25

5 identicon

Þegar um mig hrollur fer

Þekkið þynnku slíka

Mikið góður mjöður er

Úr flöskum Alla ríka.

Gunni Óla (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:15

6 identicon

Þegar blessuð sólin skín

Og Lóan syngur líka

Þá  er gleðistundin mín

Með flösku af Alla Ríka  

 

Seinna þegar guggin grár

Smiðir Hamri flíka

Gott þá er að teyga tár

Úr smiðju Alla Ríka

Vilhjálmur Kr (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband