Leita í fréttum mbl.is

Fréttaauki handa Hafsteini.

Jæja hafsteinn minn hérna koma fréttir af okkur.

Við hífðum eftir miðnætti í nótt einhver 400 tonn af gulllaxi og kolmuna blöndu.Dæling á þessum herlegheitum tók ekki nema knappa 8 klst, híft og slakað í stertinn, dæluna, þurkað o.s.f.v. endaði með að kósurnar á stertinum slitnuðu af og ekki mátti miklu muna að afgangurinn færi í hafið. menn tala um að það þurfi að skera skipið utanaf aflanum til að landa, aðrir tala um vörubíl með krabba. allavegana verður þetta mjög líklega maraþon löndun hjá Einari og co. í tandraberg. 

við siglum nú í átt að fyrðinum fagra og er áætlaður komutími um hádegi á morgun. Áhafna meðlimir eru hvattir til að mæta á pöbbinn hjá kidda þór og fá sér aðeins í tánna annað kvöld, þar verður vísna keppni fyrir eðalbjór keppnina, en aðsókn í hana hríðféll eftir að Halli fribb lása bauju pungur auglísti erótískt nudd í verðlaun og viljum við taka það til baka og bjóða þess í stað eina nótt í hjólhýsinu hans Runólfs, með öllu þar á meðal mun runni þjóna til borðs og bjóða uppá 1944 rétt og til að skola því niður verður nýjasti árgangur af eðalbjórnum.

Næsti túr verður tekinn í grút.

kv.strákarnir á allanum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir strákar, bara að kasta smá kveðju á ykkur gangi ykkur vel

kv Eddi Grétars, Guðmundi VE 

Eddi Grétars (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband