Leita í fréttum mbl.is

"Ég er á leiðinni....heim til þín......"

Já eða eitthvað svoleiðis sungu þeir í skítamóral hérna um árið.

Við erum loksins á leiðinni heim til íslands og siglum þöndum seglum á svartolíu. Við fórum frá bryggju um 8 leitið en eitthvað lét vélin illa við okkur til að byrja með því að við þurftum að snúa við þar sem að allt logaði í vélarýminu og viðvörunarljósin blikkuðu sem aldrei fyrr, það hafði meldað sig inn bilun í legu í gírnum, og nú voru góð ráð dýr, en viti menn ekki hafði Þór varla drepið á vélinni þegar að hið sanna kom í ljós og reyndist nema skrattinn vera frekar góður með sig og melda einhverjar 15 gráður og mikið.  Eftir að þetta var komið í ljós var okkur ekekrt að vanbúnaði en að halda okkar striki og eins og kom hérna fram á áðan erum við núna á leiðinni í fjörðinn fagra. Komutími er ekki kominn á hreint en væntanlega verðum við eitthvertíman annað kvöld.

Þegar að landi er komið bíður okkar glænýjar taugar sem að verða settar um borð og einnig verður skipið gert klárt á frystingu...í báðar frystilestarnar. Mæting í vinnu er sjálfsagt einhvertíman á sunnudags morgunn, en það verður haft samband við ykkur með nákvæman tíma.

kv.frá færeyjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Mikið vildi ég að ég væri sjóari á leið í land...

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

ta er nógv gott gamli, mótórinn bilaður...gangi ykkur vel ...fullur sjór af síld. Var á Snæfellsnesi í fyrradag þar segja menn síld um allt, vaðandi úti í Kolluáll og síld komin inn á Breiðafjörð til Grundarfjarðar og meira að segja í Hvalfjörð.....þið verðið að ná í síldarkvóta úr sumargotssíldinni.

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 13:29

3 identicon

Já aðalheiður okkur væri það sönn ánægja að hafa þig sem þertnu hjá okkur í sumar:)

strákarnir á allanum (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband