Leita í fréttum mbl.is

Og aftur hér!

Allt fínt að frétta af miðunum eftir smá kaldaskít - eða brælu eftir því hvað menn eru sjóaðir.

Eftir smá snap var látið fara seint í gær og híft rétt eftir miðnætti, ca 210 tonn.

Nú eru 261 tonn komin í frystilest eða tæplega 12 þúsund kassar. Lítið vantar uppá að grútur flói upp um öll göt sömuleiðis.

Helstu fréttir eru annars þessar:

Kristján Örn Kristjánsson, golfari og fyrrum motor-cross kappi, er orðinn stuðningsmaður Breiðabliks eftir að Kastljóskvikindið ákvað að ánafna honum Breiðabliks-derhúfunni góðu. Formaður Breiðabliks hefur þegar gefið út fréttatilkynningu og flaggað í Kauphöllinni vegna þessara tíðinda.

Sölvi Ómarsson heyrist nú raula gamla og nýja Þjóðhátíðarslagara auk þess sem hann eyðir pásunum í að halda á kveikjaranum sínum logandi með aðra hönd út í loftið, eins og að hann haldi utan um íturvaxna Eyjamær.

Kastljóskvikindið heldur því fram að draugur gangi ljósum logum í klefanum sem honum var úthlutað, en tilheyrir venjulega ljúfmenninu Haraldi Friðbergssyni frá Framnesi. Aðrir segja fylgju Halla einungis vera að sjá til þess að gengið sé vel um klefann í fjarveru hans.

Tommi er fundinn og týndur aftur einhvers staðar á milli kara.

Sævar er með málverk en í ljós kom að hann skartar harðasta húðflúrinu um borð: Akkeri!

Davíð hefur nú hafið æfingu á útgöngu aftur kirkjugólfið vegna brúðkaupsins sem nálgast nú óðfluga. Hann nýtur þar dyggrar aðstoðar svila síns og granna. Davíð mun taka upp nafnið Fossberg í kjölfar þess að hann kvænist Erlu sinni.

Haraldur Harðarson hefur gatað nýju buxurnar. Ekki þykir tímabært á þessari stundu að spá fyrir um hvort bæta megi gatið. Halla líður eftir atvikum vel.

 Ekki náðist í Daða eða Ómar við vinnslu fréttarinnar. "DÓÓÓMARIIIIII," var það eina sem útgerðarstjórinn sagði við fréttamann þegar náðist í hann. Hann var þá staddur á einhverjum jafnteflisleik Fjarðabyggðar.

Fía muldraði eitthvað ofan í bringuna á sér þegar hún var innt viðbragða við fréttum dagsins.

Fleira er ekki í fréttum. Veriði sæl.

ES: Er yfirhöfuð einhver stýrimannsvakt hérna um borð? Nei við segjum svona.

Bátsmannz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Skemmtileg skrif. Var hér á ferð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 17.7.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband