Föstudagur, 18. júlí 2008
Og hana nú - heimspeki fyrir lengra komna.
Eins og Jón Ársæll segir alltaf: "Komiði sæl og blessuð"
Hífðum 300+ í dag og nú þegar talið hefur verið úr öllum kjördæmum eru rúmlega 16 þúsund kassar eða tæp 360 tonn komin í frystilestina.
Jón Kjartansson togar nú og á ekki langt í að fylla sig, blessaður.
En að öðrum fréttum:
Kristján Örn er farinn að æfa sveifluna fyrir inniveruna. Áhugasamir geta fylgst með framförum - eða afturför - á golfvellinum á Eskifirði, utan opnunartíma.
Davíð er að gera alla vitlausa í brúðkaupsæfingum sínum. Hann rífur nú hringa af mannskapnum til þess eins að æfa sig í að setja þá á aftur. Var næstum búinn að sarga puttann af Kastljósskvikindinu með slípirokk til að ná tattúveraða hringnum af honum en með snarræði tókst að afstýra því að Helgi yrði til fingranna eins og pabbi hans.
Halli er ekki á þeim buxunum að fara að skipta um buxur þrátt fyrir gat. Nýjustu fréttir herma að hann hafi ekki þurft að festa kaup á nýjum, eins og ranghermt var í fyrri frétt. Hann fann buxur sem annar fyrrum skipverji, sem líka kláraði matinn sinn sem barn, hafði skilið eftir sig.
Sævar setti hljóðan í morgun, en það stóð ekki lengi.
Sölvi tekur við áskorunum næstu daga vegna mönunar sem hann sætir nú. Hún gengur út á að hann noti Þjóðhátíðarfríið til að láta húðflúra á sig svaðalegasta sjóaratattú sögunnar. Hugmyndin er fenginn frá einum föllnum meistara sem náði ekki að láta verða af því og snýst um að fá sér toghlera á sitthvort herðablaðið; með áföstum bakstroffum sem hlykkjast niður bakið og niður á rasskinnar. Endilega skorið á Sölva í gegnum alla mögulega miðla.
Kastljósskvikindið hefur þegar hafið æfingar til að byrja í aukavinnunni og yfirheyrir nú bátsmanninn reglulega um alla mögulega og ómögulega hluti.
Tommi okkar er fundinn aftur og sömuleiðis nokkrar flöskur af kóki sem hafa verið ófáanlegar um borð síðan í þarþarsíðasta hali.
Ekki hefur enn náðst í skipstjórann eða stýrimanninn. Útgerðarstjórinn var þó helvíti hress þegar náðist í hann, í hálfleik á leik Fjarðabyggðar í gær. Staðan þá var Fjarðabyggð í vil. Ekki hefur náðst í kallinn síðan.
Bátsmannsvaktin kveður og óskar góðrar nætur. Kveðjum með heimspekilegum hugleiðingum frá yngsta skipverjanum:
"Hver ræsir ræsarann?"
Já hver skyldi gera það? Kannski stýrimannsvaktin geti svarað því?
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Athugasemdir
Sælir félagar mér finnst eins og bátsmannsvaktinn sé að taka stýrimannsvaktina í rassgatið í fréttaflutningi .Það er gaman að koma hérna og lesa bloggið ykkar þið eruð ansi virkir í því núna Kv úr suðurhöfum Hlynur
Hlynur Ársælsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 02:39
Sælir, það væri nú gaman að vita hver hefur mögulega getað verið jafn ofvaxinn og hann Halli "litli". Ég vona að þið getið notað kastljóskvikindið eða Helga Berhenta eins og hann var kallaður í denn. Flott blogg hjá ykkur og ég vona að þið haldið uppi gríðalega sterkum og áræðalegum fréttaflutningi áfram.
kv. Baldur
Baldur (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.