Sunnudagur, 20. júlí 2008
Sól slær silfri á voga - sjáðu Hólmatind loga
Jú mikið rétt Aðalsteinn Jónsson er á leiðinni heim. Verðum í innfirði Reyðarfjarðar, Eskifirði, um klukkan níu í fyrramálið.
Hífðum einhver 100 tonn í gærkvöld og höfum síðan bætt á frystilestina sem býr nú ekki yfir miklu olnbogarými fyrir Halla - enda kallgreyið með tennisolnboga.
Nýjasta talning segir 21 þúsund kassar, rúmir, í lest eða tæp 470 tonn. Fer vonandi í 490 tonn ef Ívar kemst í stuð eftir hamborgarana í gær.
En að því sem skiptir máli, fréttum af skipverjum á bátsmannsvaktinni:
Kristján Örn sást gera einkennilegar æfingar í æfingasalnum um borð í gærkvöldi - líkast til einhvers konar grindarbotnsæfingar ef rétt var í lesið. Hann hefur lækkað forgjöfina um heila tvo í túrnum, án þess að hafa svo mikið sem slegið kúlu.
Halli okkar hefur setið sveittur við að gefa þar til bærum yfirvöldum skýrslur um aflann með þvílíkri nákvæmni að einum skipverja sýndist hann spyrja einn makrílinn að nafni og heimta af honum skilríki seint í nótt. Buxurnar hans eru í fínum málum.
Sölvi er enn að melta það með sér hvort hann eigi að taka mönuninni með tattúið en samkvæmt öruggum heimildum liggur nú frammmi undirskriftarlisti í Shell á Eskifirði vegna þess. Sölvi heldur áfram að æfa sig fyrir Þjóðhátíð. Stendur nú í sjóstakk undir sjóspúlnum í tíma og ótíma til að venjast "blíðunni" við Stórhöfða betur. Hann hefur líka æft glasalyftingar með könnu nú um nokkurt skeið og tekur nú 2,3 sopa á sekúndu. Sjálfsagt met.
Tommi á ennþá kók!
Sævar hefur hafið upplestur á ljóðum Steins Steinars í pásum, svona í tilefni af afmæli skáldsins.
Kastljósskvikindið hættir formlega að þiggja sjómannafslátt í fyrramálið og heldur í sína svokölluðu vinnu þarna fyrir sunnan. Pökkunarreynslan mun áreiðanlega nýtast honum vel þar. Hann vill koma á framfæri kærum kveðjum til Actavis og Omega-Pharma fyrir að hafa geta verið viðstaddur fyrstu tvær vaktirnar.
Annars kveðjum við í bili með orðum skáldsins:
"You never count your money, when you´re sitting at the table, there´ll be time enough for counting, when the deal is done." Kenny Rogers, The gambler.
Sem útleggst einhvern veginn svona á íslensku: "
"Þú skalt ekki telja aurana meðann þú stendur einn í pökkun, það er nægur tími til þess, þegar landi er náð."
Svo er rétt að taka það fram að það eru tvær vaktir hér um borð.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Verkföllum lækna aflýst
- 77 ár á milli þess elsta og yngsta
- Myndir: Innrauðar rásir sýna hreyfingu hraunsins
- Áttar sig ekki á ummælum Sigurðar Inga
- Vantar leiðbeiningar um rafgeyma
- Nýtt rafmagnsmastur reist
- Var kettinum Diegó rænt?
- Sá vegur er bæði háll og myrkur
- Við höldum áfram þangað til við erum búin
- Meta tjón á tækjum í Mývatnssveit
Erlent
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
Athugasemdir
þetta er flott hjá ykkur en strákar hvað er trukkið á byssunni hjá ykkur það er bara 10 bör hjá okkur og er frekar lítill kraftur eins og þið sjáið . SU111
Jón Kjartansson SU-111, 21.7.2008 kl. 01:48
það er augljóst að það hafa einhverjir farið í frí síðast......hvernig væri að fá einhverjar fréttir af ykkur.
lolli (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:23
Eru menn ekki orðnir þreyttir á dagskránni á langbylgjunni ?? Stöndum saman sjómenn og látum i okkur heyra!! martams@ruv.is tekur við kvörtunum ...
bethoven (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:24
pifff, langbylgjan hvað er nú það, við hlustum bara á fm957 hér um borð í gegnum netið og erum léttir á því...
Aðalsteinn Jónsson SU-11, 23.7.2008 kl. 01:59
hvað í er að frétta af buxunum þínum halli?? og kannski veiðum líka? reyna gera eitthvað af viti þarna!
reiður bloggáhugamaður (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.