Leita í fréttum mbl.is

Halli blokkar

Jæja góðir gestir þá er komið að því.

Vinnslan er ekki komin á fullswing og mjög rólegt á miðunum. Við erum núna staddir nálægt Jan Mayenú.

               Það helsta úr fréttum um borð er það að farir mínar eru ekki sléttar þegar kemur að salernismálum hér um borð. Ekki nóg með það að ég hefi lent ílla úr klósettpappírsrúllu þjófnaði þá eru ákveðin áhafnameðlimur búnir að gera sig heldur heimakomna á baðherberginu. Sá maður heitir Sölvi Fannar Ómarsson. 

Þannig var mál með vexti að Sölvi var staddur í klefanum sínum og ætlaði að eiga notalega kvöldstund með páfanum. Honum til mikilla furðu sá hann það að það væri ekki hægt að sturta niður eftir sig.

               Þá voru góð ráð dýr en Sölvi sem deyr ekki ráðalaus tók þá ákvörðun um að finna annan og hentugri stað til að sinna sínum þörfum. Því að þetta vandamál myndi einungis einskorðast við sinn klefa.

    Hann setur nú stefnuna á klefann minn. Vopnaður fréttablaði gengur hann beint til verks og er snöggur að. Það eina sem að hann vissi ekki var það að það voru öll klósett í ólagi um borð.

Ég vil þakka vélstjórunum vel unnin störf því að ég held að ég hafi ekki getað enst í meira en 6 tíma með þessa gjöf frá Sölva.

                                                    -------------------------------------------------

Kristján Örn reynir nú með öllu afli að reyna að fá menn til að tileinka sér golfið. Hyggur hann á að setja upp golf æfingaraðstöðu uppá brú og taka menn í einkatíma. Mottóið hans er "it´s all in the hips".

 

 

látum þetta gott í dag.

Hílsen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Snilldarpistill og myndbandið ekki síðra.

Haraldur Bjarnason, 2.9.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband