Leita í fréttum mbl.is

10. dagur and counting..

Góðann og blessaðann daginn, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan síðasta færsla var skrifuð.

Ef við byrjum á aflabrögðum þá eru búnar að vera í kringum 300 mílur á milli hola og var heldur betur bætt upp fyrir þessa einu síld sem var hífð hér um daginn í smugunni.  Byrjuðum að hífa með blikk á fjórða nema eftir tæplega 6 tíma tog og það má segja að það hafi glatt marga þá sérstaklega þá sem eru búnir að vera frekar svartir (þarf að nefna einhver nöfn þar?), en það voru einhver 800+ tonn í því. Því miður gátum við nú ekki notað þetta hráefni í vinnsluna þar sem síldin var orðin frekar marin og blóðug.  Menn eru orðnir frekar þreyttir á því að liggja í kojunni eins fáránlega og það hljómar en það  er komin akkurat vika síðan slegið var úr síðasta tæki og vonum við að það fari að breytast fljótlega þar sem síldin er farin að sjást í mun meira magni heldur en síðustu daga.

Afþreygingarefni er ekki af skornum skammti þar sem net-cafe-ið er búið að vera opið i viku og aldrei hefur verið jafn mikið að gera hjá Halla sjoppufursta, salan hefur rokið upp úr öllu valdi þrátt fyrir að krepputal í sjónvarpsfréttum sé að naga menn að innan. En netkaffinu er yfirleitt breytt í bíósal á kvöldin og nóttunni þar sem Danni bíóstjóri býður mönnum upp á popp og kók og rómantískar gamanmyndir fara fremstar í fokki og notar hann þær afsakanir "hún er byrjuð, ég nenni ekki að slökkva núna,,! 

Sjónvarpsmálin hafa nú ekki riðið feitum þetta árið þar sem sky hnötturinn er alltaf í tómu tjóni og hafa áhugamenn enska boltans ekki séð leik þetta tímabilið sem er ekki til að skemmta Sölva United. 'Akveður hann þá að taka þetta mál í sínar hendur og fer á fullt í málið pantar áskrift hjá canal+ sem tók ekki nema 5 min á alnetinu sem er sennilega met en lítið fór fyrir sjónvarpsrásunum sem að skila sér ekki sjálfkrafa og ekkert hefur gerst síðan þá en hann segist vera áskrifandi hvar svo sem það nú er og gengur hann nú undir nafninu  'Askrifandinn.

dscf2999.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Heiðar ekki að fagna árangri í PES heldur er hann að fagna stóru holi í gær!

Þar sem heimsendir nálgast óðfluga þá bið ég ykkur að lifa eins og enginn sé morgunndagurinn...

kv. Allinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Alltaf gaman að líta við.

Guðmundur St. Valdimarsson, 6.9.2008 kl. 18:39

2 identicon

alltaf gaman að fá einhver comment

allinn (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 02:18

3 identicon

Farið nú að koma ykkur í land drengir

Hanna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:07

4 identicon

við fiskum ekki mikið þar !

allinn (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband