Leita í fréttum mbl.is

Hin hliðin á Allanum

Nú ætlum við aðeins að bregða af vananum og í stað þess að segja ykkur hvað við erum búnar að vera að gera ætlum við að leyfa þér lesandi góður að skyggnast aðeins inní hugarheim áhafnarinnar.

          Það er komið að hinni hliðinni. Sá sem ríður á vaðið er enginn annar en skák stórmeistarinn Agnar Guðnason. Þá er best að byrja bara á þessu.

 

Hvað heitiru? Agnar Guðnason

Hvar ertu fæddur? Vestamannaeyjum

Hvernig bíl áttu? Jeep

Hvað áttu mörg börn? 6 börn

Hvaða bók lastu seinast? Himnaríki og helvíti

Hvað er lífsmóttið?Lifa lífinu lifandi.

Hvernig tónlist hlustaru á? Blues

Ertu hjátrúafullur? Já

 Ef þú værir staddur á eyðieyju og mættir velja þér einn áhafnarmeðlim til að taka með hver yrði fyrir valinu og hversvegna? Heiðar hann er svo fjölhæfur.

Það er vitað mál að Aðalsteinn er fallegasta skipið í uppsjávarflotanum en hvaða fley er næst flottast? Jón kjartansson

Hvaða lið er best í ensku deildinni? Wolfes

Hver drekkur mesta kaffið um borð? Hafsteinn

Hvernig rakvél áttu? Gillette

Hver er skemmtilegastur um borð? Hafsteinn

Ljóskur eða brúnkur? Brúnkur

Myndiru sitja fyrir nakinn í Samúel fyrir rétt verð? Hve mikið? Nei

Hefuru sleppt úr þjóðhátíð? Já.

 

Þá þökkum við Agga fyrir.

 

p.s. Við erum byrjaðir að toga einir, samstarfinu með Hákoni var slitið og hefur okkur gengið ágætlega eftir það.  Erum búnir að taka 3 hol og fá úr þeim samanlagt eitthvað um 450 tonn og vinnslan aldrei gengið betur, tókum niður síðasta sólarhring um 120 t sem þykir mjög gott hérna um borð.  Heyrst hefur á göngunum að landa eigi á fimmtudaginn en sel það ekki dýrara en ég stal því.

þangað til næst veriði sæl 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þið eruð góðir þarna á Allanum. 

Er þetta hin hliðin á Agnar Guðnasyni, Eyjapeyja, sem var í skóla í Grindavík 1973 - 1974.

Haldiði áfram a gera það gott

Bið að heilsa öllum Eskfirðingum um borð

Kveðja

Dunni

Dunni, 9.9.2008 kl. 07:45

2 identicon

Sæll Dunni

það er gaman að vita til þess að þú skoðir blogg frá gömlu sveitungum frá Esk.

en það sem okkur hér um borð langar að vita , af hverju manst þú svona vel eftir honum Agga okkar,   var hann skrautlegur nemandi sem erfitt er að gleyma ?, en ekki fara að rifja upp einhverjar gamlar syndir ,  var það kannski skammakrókur ofl?

Aggi biður að heilsa gamla kennaranum sínum  og við líka

kv. Allinn

HB (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:48

3 identicon

Við eyjamenninir erum alveg ógleymalegir hvert sem við förum. Kveðja til ykkar um borð úr eyjum.

Maggi V (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Dunni

Sælir félagar.

Auðvitað les ég bloggið ykkar þegar ég sé það. Skárra væri það nú.

 Hann Agnar já. Hann var alveg  einstakur strákur. Er 100% öruggur á að hann fór aldrei í skammarkrókinn. Alla vega ekki hjá mér.

Mér er hann bara mjög minnsstæður vegna þess að hann var í fyrsta bekknum sem ég kenndi á ferlinum.  Var 20 ára villingur þegar ég byrjaði að kenna.

Svo gav Agnar mér mjög nytsama jólagjöf. Nefnilega glas, ættað frá Þýskalandi, sem ég held mikið upp á og nota það á hverju ári, nánar tiltekið í desember þegar ég baka jólakökurnar.  Það passar nenfnilega nákvæmlega til að mæla og skera lengdina á súkkulaði og döðlulengjunum sem ég verð að hafa á hverjum jólum.

Með glasið í hönd og deigið á borðinu hugsa ég alltaf til þessa vinar míns frá Vestmannaeyjum.   Mér finnst gott að vita af honum um borð hjá ykkur.

 Hafið það sem allra best

Dunni

Dunni, 10.9.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband