Þriðjudagur, 23. september 2008
"Ég blanda mér ekkert í þetta blogg" ; R. Ómar Jónsson 2008
jæja jæja sagði maðurinn.
Ég stend við mitt og verð með annaðhvert blogg hérna.
Það er nokkuð sem að kollegi minn hér áður gleymdi. Það fyrst ber að nefna að við lönduðum okkar fyrsta túr í Noregi þetta fiskveiðitímabilið. Það var þannig að við' vorum komnir í land hálf eitt á norskum tíma og voru áhafnarmeðlimir búnir að fiska þær upplýsingar að það væri djassfestival í bænum um kvöldið. Sjaldan hafa verið jafn hröð handbröð á dekkinu enda var hver mínúta dýrmæt þegar að kemur að ölinu.
Norðmenn hafa nefnilega þann skemmtilega sið að hætta að selja áfengi kl 2!"!# Hvað á það eiginlega að þýða? Þetta myndi nú ekki vekja mikla lukku á klakanum enda eru Íslendingar taldir mun skemmtilegra fólk en fúlu frændur okkar Norðmenn.
Þetta fór allt á besta veg og varð enginn skandall. Ég lærði eitt nýtt orð á norsku og það er orðið "Norspil" og kallast á góðri íslensku eftirpartý. Það var samt lítið um norspil þar sem að norðmenninir voru ekkert á því að hleypa 8 íslenskum sjómönnum heim til sín. Þetta er mér alveg óskiljanlegt þar sem að ef að ég væri í sömu aðstöðu þ.e.a.s. að hleypa 8 norskum sjómönnum á heimili mitt myndi ég ekki þurfa að hugsa mig tvisvar um ;)............
Ég ætlaði að taka taka hina hliðina á Runólfi Ómari en hann er eitthvað feiminn og vil ég biðja Hönnu Stínu hans að skamma hann þar til að lætur undann.
Meira frá Noregi en þá voru víkingarnir í lönduninni eitthvað orðnir slappir og sáu menn fram á það að við myndum missa af mokinu á veiðunum. Þannig að stýrimannsvaktin bretti upp ermar og kláraði þetta af. Enda eru flestir þeir komnir í beinan legg af víkingum annað en bændasynirnir í Norge.
Fyrsta vaktin er hafinn og byrjar bara vel hjá okkur. Það stefni reyndar allt í stórslys þegar að menn komust af því að stóra kaffivelin var biluð og ef að það er einhver orkugjafi sem heldur vinnsluni gangandi þá er það tvöfaldur expresso choco. Sérstakar þakkir fær Hafsteinn Yfirsmurapi fyrir skjót handbrögð á vélinni og ef hans hefði ekki notið við hefði getað farið ílla.
læt þetta duga í bili en áður en að ég kveð er ég með áskorun á Davíð aka "Sir Smoke-alot Sleep-alot" að koma með næsta pistil þ.e.a.s.ef hann er maður í verkið. :)
Hílsen H
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Athugasemdir
Gott að allt gangi vel,af fenginni reynslu þarna um borð get ég rétt ímyndað mér ástandið ef kaffivélin hefði hrunið.
Gangi ykkur vel
Steini Tryggva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:45
Ein spurning hér,,,,,eru þið með sjónvarpið í gegnum adsl ? hvernig er það að virka og hvað þarf hraða tengingu með þetta dæmi,,,var að heyra að þið væruð að prufa þetta sem er vonandi rétt
Kv Beggi Briimnesi
Beggi S (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:03
Þetta kallaðist nú Nattspil þegar ég var í Noregi í den
Hanna Dóra Mádóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.