Leita í fréttum mbl.is

Blíða á Gulldeplu

Jæja þá er best að blogga pínu svo við fáum ekki alltaf þessar skammir um að við nennum ekki að setja inn nokkrar línur :) Það er buið að vera nóg að gera hjá strákunum í dag, eða flestum þeirra hehe. Mest var þó um að vera í lyftingarsalnum her um borð, menn eru í óðaönn að bæta á tjakkana hjá sér og lyfta lóðum eins og óðir menn, aðrir skella sér á hjólið og hanga þar í smá tíma, þó án þess að svitna, en monta sig svo á því að hafa varið löngum tíma á hjólinu ( nefni engin nöfn ), svo voru aðrir að gjugga í góða bók. Kokkurinn var með fínan glaðning í kaffinu í dag því hann skellti í rúllutertu sem bragðaðist frekar vel og slógust menn hreinlega um síðasta bitann, svo ætlar hann að bjóða uppá kjúlla í kvöldmat :.  Svo er stefnan sett á að hafa Alla bíó í kvöld, en það er ekki buið að ákveða hvað verður sínt, kemur í ljós.

jú svo að veiðum er það að frétta að við hífðum í gærkveldi um 420 m3 af Gulldeplunni góðu. svo var kastað aftur í morgunsárinu og er útlitið alveg þokkalegt og veðrið skemmir ekki fyrir núna því það er hið besta. Látum þetta duga í bili. kv  strákarnir á Alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband