Leita í fréttum mbl.is

Þrif

Heil og sæl.

já það gleymdist nu að setja inn færslu í gær vegna þess hve uppteknir við vorum við ýmis störf. Við vorum ræstir út um hádegisbil í gær og var skipun dagsins sú að þrífa útskipið og voru menn snöggir af staf og það með bros á vör. Halli Fribb var þar fremstur í flokki því hann gekk sem óður maður með Ajax brúsa og Tork rúllu í hönd og setti stefnuna á það að þrífa alla glugga svo þeir yrðu sem nyjir. Aðrir tóku ser tak á háþrýstidælum og hófust handa við herlegheitin. Þegar liðið var á daginn kom upp smá leiðinda atvik en við lentum í því að það slitnaði kapallinn hjá okkur, var þá tekið á það ráð að kippa trollinu inn og laga kapalinn. Það tók strákana ekki langan tíma að græja þetta og var svo dælt úr pokanum og uppskárum við fínan afla og vantar okkur ekki nema eitt hol til að fylla. Já ekki var nú allt búið þegar dælingu lauk, því þegar við vorum að setja pokann á sáum við að það var komið gat á hann og það var nu ekki lítið. Var þá ekkert annað að gera en að rífa af sér vettlingana og hefjast handa við að stykkja draslið. Mætti Halli Fribb með nálarkörfuna og byrjaði að þræða nálar fyrir hina vösku saumara, en til gamans að geta var orðið frekar liðið á kvöldið þegar saumaskapur stóð yfir og urðum við varir við það að það var orðið frekar áliðið fyrir suma því nálakörfukallinn var byrjaður að missa haus og urðum við því að ná í kaffi handa honum til að hann gæti þrætt í fleiri nálar, en þetta hafðist nu allt saman hjá okkur og voru menn fegnir því að komast í koju:)  Með þessum orðum kveðjum við í bili.

kv strákarnir á Alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband