Sunnudagur, 15. febrúar 2009
.
Jæja drengir og stúlkur.
Við erum búnir að taka 2 köst og vinnslan er komin á fullt skrið. Menn taka því fagnandi að fá að taka í nótina enda eru flestir orðnir nokkrum kílóum of þungir eftir flotrollið. Frysting gæti ekki gengið betur og erum við að massa niður á vaktinni einum 40 tonnum.
Kraftlyftingafélagið er að tröllríða öllu um borð og hlaupa meðlimir á annað hundraðið um heim allan. Áhugasamir geta sótt um á facebook. Félagið hefur ákveðið að fjölga starfsfólki og hafa eftirfarnandi einstaklingar verið ráðnir.
Tóti: Einkaþjálfari.
Sölvi: Skemmtanastjóri.
Kristján Örn: Sjúkraþjálfari.
Þess má geta að umsókn Daða Þorsteinnsonar um stöðu stjórnarformanns hefur verið hafnað og stendur staðan laus en sem komið er.
Sölvi og Stjáni eru núna hættir að borða hamborgara eftir að Daníel yfirbryti reyndi að eitra fyrir þeim, sem betur fyrir þá eru þeir meðlimir í KFAJ því annars hefði getað farið verr.
Þórhall... Nei ég meina Þorgrímur Þráinnsson hefur hafið sína árlegu tóbaksvarnarherferð og hefur áhöfn Aðalsteins ekki farið varhluta af því. Þorgrímur hefur sett sér það markmið að gera áhöfnina reyklausa með tilheyrandi boðum og bönnum. Bátsmannsvaktin hefur haft gagnaðgerðir og reykja þeir nú helmingi meira til að vega á móti
Talandi um tóbak þá hefur Stjáni sett á laggirnar nýja tegund af neftóbaki/munntóbaki sem hefur aldeilis slegið í gegn. Ekki nóg með að áhafnarmeðlimir falli kylliflatir fyrir þessari efnablöndu heldur fá Japanskir ferðafélagar okkar ekki nóg af þessu. Kristján stefnir nú á að herja á Asíumarkað í sumar og hefur hann nú þegar þegar fengið 100.000.000 fyrirspurnir.
Búið er að færa vatnskælinn úr borðsalnum niðri í vinnslu og hafa klósettferðir aukist um 60%. Laust pláss er nú þar sem kælirinn stóð og vantar okkur eitthvað til að fylla upp plássið. Er einhver sem getur reddað okkur ísvél?
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Athugasemdir
Eftir að ég hætti hjá ykkur skilst mér að pizzubakstur hafi stórlega dregist saman á næturnar þannig að það er spurning um að setja upp pizzuofn þar sem kælirinn var ?
Steini Tryggva (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:32
Til áhafnar .Sá í sænska sjónvarpinu(SV1eða2) mynd af ykkur við makrílveiðar ,vá getur það staðist síðan var viðtal við Hauk framkv.stjóra.Hélt að makríll væri ekki veiddur hér við land.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:04
Ég mun færa þeim sem bloggar MEST í þessum túr (minnst 3 blogg samt) bjórkassa næst þegar þið komið í land (á Íslandi)
KOMA SVO!
Hanna hans Inga (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.