Leita í fréttum mbl.is

Frost á fróni

Hæ og hó drengir og stúlkur.

Við förum að nálgast 250 tonnin og vinnslan er í fullum gangi.

Ég vil þakka DV fyrir að lesa bloggið okkar og er þeim velkomið að vitna í okkur strákana hvenær sem er. Þeim er líka velkomið að taka viðtal við hvern sem er hérna nema Halíus og Runólf Ómar því þeir veita ekki viðtöl. Ever!

    Aðalsteinn fór yfir miljarðinn í aflaverðmæti um daginn og kom Benni með köku til okkar sem var vel tekið. Hefðum við nú viljað sjá eitthvað áfengt með tertunni en það var ekki í boði.

kaka ársins 

 

Þar sem að þetta blogg er gífurlega víðlesið og áhrifamikið þá ætla ég að reyna að nota þetta vald mitt til að fá mínu framgengt.

Hvernig stendur á því að skip sem stefnir í metafkomu getur ekki reddað okkur hásetunum almennilegum vinnufatnaði? Það hafa ekki verið til buxur í vinnsluna svo mánuðum skiptir. Svo er annað mál þá eru það blessaðir kuldagallarnir niður í lest. þessir gallar eru svo lúnir og slitnir að ég myndi ekki gefa útigangsmanni þá.  Vettlingar eru einnig af skornum skammti og hafa menn brugðið á það ráð að fá konurnar sínar til að prjóna ullarvettlinga á mannskapinn.

Ég ætla að vona að DV sé að lesa þetta og komi okkur til bjargar.

Læt þetta nægja að sinni og vona það að þetta reddist nú allt saman.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband