Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Mánudagur, 29. október 2007
Á leiðinni í land!
Jæja þá erum við búnir með kvótann í norsku lögsugunni og erum lagðir af stað í heimahöfn, og er áætlað að vera þar á þriðjudagskvöldið 30 Okt. Erum með 472 tonn af frystu og eitthvað smá í grút. Og er þar með lokið síldveiðum úr íslensk-norska síldarstofninum á þessu herrans ári, og eru menn bara nokkuð glaðir með það :) enda er búið að vera leiðinda veður þennan seinasta túr, bara endalausar brælur. Og mannskapurinn orðinn spenntur að koma heim, en skipið hefur ekki komið í heimahöfn síðan í byrjun Sept, annars er lítið að frétta erum bara að þrífa allt hátt og lágt og gera fínt. Sendum við ástar og saknaðar kveðju í land til þeirra sem vilja slíkar kveðjur ;)
Kv.Strákarnir á bátsmannsvaktinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Já fínt, já sæll, já fínt , já sæll
Góðan daginn,
Nú gengur allt ljómandi hjá okkur, fín veiði hífðum í fyrradag tæp 300 tonn og í nótt 200 tonn, þannig að vinnslan er komin á gott skrið eftir brælu og veiðileysi síðustu daga. Núna í þessum skrifuðum orðum erum við búnir að frysta um 180 tonn, þannig að vel gengur á frystilestina. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ættum við að vera búnir að fylla um helgina.
Síðustu fréttir herma að áætlað er að landa á Eskifirði eftir þennan túr, mönnum til mikililla ánægju. Sumir eru búnir að vera lengi að heiman og hlakka til að koma heim á klakann.
Látum fylgja með nokkrar gamlar myndir.
Ein gömul frá Hólmaborginni
Runólfur Ómar að fíflast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. október 2007
Smá fréttir
Jæja við erum farnir fá Norge í bili. Leið okkar lá í smuguna, þar sem við nú erum. Fengum einhvern skítaslatta í morgun og erum að slá úr seinustu tækjunum ákkurat í þessum töluðu. Það er einhver helv.... bræla sem herjar á okkur núna en vonandi fer það að lagast svo við getum kastað. Annars er bara lítið að frétta af mannskapnum, við sendum bara kveðju til allra sem kveðju vilja fá.
Þangað til næst
Strákarnir á Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 14. október 2007
Næturfréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 13. október 2007
Miðnætur fréttir
Þá er komið að miðnætur fréttum.
Við vorum að hífa góð 200 tonn af ekki svo stórri síld, en hún verður látin duga þó lítil sé. Annað af okkur er það að frétta að við erum komnir með ca 15ooo kassa í lest og fer þá að sjást fyrir endann á þessu ef Guð og lukka leyfir. Hvað miðin varða er talsvert að sjá af síld, eru allra þjóða kvikindi s.s Íslendingar, Rússar,Hollendingar, Grænlendingar og svo auðvita hinir yndislegu gestgjafar Norðmenn.
Nú ætlum við Dósi dós að koma með speki dagsins. vissu þið það að Adolf Hitler var ein eistungur!
Og svona til ykkar sem kíkið á okkur hér á þessa mjög svo fínu síðu viljum við þakka ykkur svo mikið fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12. október 2007
Kvöldfréttir
Núna fer að líða á seinni n í þessum túr hjá okkur komnir með um 340 tonn í lest og allir nemar orðnir rauðir að sjálfsögðu, sem er mjög gott því það er bræluspá framundan og fínt að hafa nóg hráefni til að vinna meðan hún gengur yfir.
meira seinna
kv
Bátsmannsvaktin
Pósað fyrir myndavélina.
Eins gott að fylgjast með stráksa.
Alltaf að brasa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Nú verða sagðar smáfréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Smávegis fréttir
Jájá eitthvað lítið er að frétta af okkur núna erum vestur af norður noregi í skítabrælu hífðum í morgun alltof lítið, en vinnslan gengur sinn vanagang fyrir því. Erum að flaka og heilfrysta ágætis síld og alveg ágætis gangur hjá okkur. Kommnir með rúmlega 5000 kassa í lest eða ca 125 tonn.
Baadermaðurinn einbeittur að fylgjast með nýtingunni.
Halli Fribb að bíða eftir kössum í lestinni
Matsmaðurinn í Tetris
Þú rökræðir ekki við mann á englaryki
Allt á fullu í pökkuninni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF