Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Föstudagur, 18. janúar 2008
Loksins!!!!!
Já sæll.....
Eigum við eitthvað að ræða þetta...., við vorum að hala ein 180 tonn af eðal kolmuna, 25+, eftir 10 klst tog. Jón Kjartansson er að hífa einhver 500t+ eftir 22 klst. hann er þá kominn með einhver 1700t.(Það er mjög gott að annað kompanískipið hali eitthvað inn á bókina) Það er eitthvað að sjá af honum og er að dreyfast yfir á stærra svæði, lóðið er ekkert sérstakt en það er að gefa bara mjög gott.
Það má segja það að við höfum ekki verið sólarmeginn í þessum túr en þetta er allt á réttri leið hjá okkur drengjunum. Ef að þetta heldur áfram svona er líklegt að við gætum verið búnir að setja í hann á mánudaginn.
Yfir og út.
kv.strákarnir á aðalsteini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Ekkert að frétta.
Sökum andleisis hjá yfir bloggara, er langt síðan að eitthvað var sett niður á bloggið.
Við erum búnir að keyra um og leita alveg heilan hellin með littlum árangri, hífðum í dag einhverja 80 rúmmetra í rósagarðinum, fréttum af jóni kjartansyni syðst í færeyesku lögsögunni, hann var víst að hífa 500 tonn í dag, hún klikkar ekki sú gamla, og erum við á hraðri siglingu suður eftir í alveg spænu vittlausu veðri. við verðum þar eftir +/- sólahring. vonandi verður það okkur til fjár en þessi túr er alveg að detta í það að verða bara nokkuð leiðinlegur.
En við fengum góðar fréttir í dag af dollaranum, en hann er víst að hækka nokkuð þessa dagana, verður sjálfsagt orðinn svimandi hár þegar að við lokksins verðum búnir að fylla skútuna.
já, ég hef ekkert meira að segja, vil minna aðra áhafna meðlimi á það að þeir mættu setja svona eina og eina línu hérna inn, bara svona að stinga uppá tilbreitingu frá kojunni.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Takið eftir,takið eftir!
Áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni auglýsir eftir kolmuna, hann er ljótur og illa lyktandi, 25-30cm á lengd. Sýðast sást til hans í stórum torfum 130 sml. suður af færeyjum á hraðri suður leið. Vitni sáu hann læðast yfir landhelgislínu Írlands og heirði á honum að meiri kolmuna væri að vænta á þessari leið.
Eins og sést hérna í auglýsingunni að ofan er ekkert um að vera, ofan á það er skíta veður, 20-23 mertar á sek.
kolmuninn er ekki sá eini sem að lætur ekki sjá sig því að áhafna meðlimir hafa hreynlega slöggt á sér eftir að farið var frá bryggju, sumir koma í mat en sumir koma bara als ekkert, við nefnum engin nöfn hérna.
Þar sem að lítið er um að vera og veðrið virðist ekki ætla að ganga niður fyrr en á þriðju dag verða haldir Nýárs tónleikar í setustofunni, en þar munu þeir taka lagið, daði skipstjóri, sem að fékk gítar í jólagjöf, og hafsteinn . þeir munu fá liðstyrk í söngnum hjá engum öðrum en söngvara þeirrar víðsfrægu pönk hljómsveitar "Stillupp steypu", já honum Haraldi massa trölli, og hann ætlar að vera ber að ofan eins og félaginn úr bransanum hann iggy pop.
myndir frá tónleikunum verða byrtar á pose.is
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Breytt 15.1.2008 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Kolmuni
Já fljótt skipast veður í lofti og langt til barðastrandasýslu......
Eftir að löndun lauk var ákveðið að fara á síld og mæta morguninn eftir til að gera klárt á hana, þegar lagt var í hann var svo ákveðið að fara á kolmuna suður við færeyjar, en frændur okkar eru að moka honum þar upp, við snérum þess vegna við í fyrðinum og fórum til að ná í annað vara troll.
Við erum nú á 14 mílunum á suður leið og er "ETA" er kl.23:00 þann 12.jan 2008. Menn eru bara nokkuð bjartsýnir fyrir þetta allt saman en stærðin á loðnunni í síðasta túr var þannig að ekki urðu menn ríkir eftir sjóferð þá. við höfum frétt það að kolmuininn sem að menn eru að veiða er í stærri kantinum og vikið að sjá, þannig að við ættum að geta massað fristilestina á stuttum tíma og fyllt svo af grút.
Þar sem að vinnsla á kolmuna er frekar létt þá vil ég minna þá sem að eru niðri á vinnslu dekki að það væri upplagt að fara í öllum þessum pásum og setja nokkrar línur á bloggið.
yfir og út
kv.strákarnir á "MILLANUM"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Á leið til löndunar
Nú erum við lagðir á stað til heimahafnar með aflann, erum að klára að vinna
síðan taka við þrif og fínerseríng á tækjum og tólum.
það hefur verið fínasti gangur í vinnslunni enda samhentur hópar þar á ferð.
höfum verið að læra bendingar að hætti körfubolta dómara sem Davið grindvíkingur hefur
séð um. einnig höfum við fylgst ákaflega vel með spurninga keppninni á rás 2 og
haft gaman af þangað til ívar ræðst á útvarpið og setur eitthvað sérkennilega músik á
sem orsakar meðviturnarleysi sumra .
kveðja strákarnir á Aðalsteini J.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
400 Tonn
Á miðnætti voru komin 398,9 tonn í fristilestina þannig að við förum að smella í 400 tonnin. erum enn að toga en það á að taka einhverjar pöddur til að landa í mjöl og lýsis verksmiðju eskju.
Við eigum löndun á fimmtudagsmorgun, á eskifirði. Jón kjartansson er lagður á stað og verður hérna á morgun, en þeir eru fegnir að komast loksins á sjóinn eftir langt stopp. Einnig höfum við heirt í honum bóbó á bjarna ólafs og eru þeir á leiðinni á loðnu. Hafransóknar skipið er ekki ennþá lagt af stað en hann átti að fara út á mánudaginn, og höfum við á aðalsteini verið beðnir um að gera heilmiklar ransóknir á loðnunni sem að við erum að veiða, halli stóri og stjáni 5.punktur, standa þessvegna í stórræðum þessa dagana við að aldursgreina og athuga hvort að hrogn séu í ungloðnunni og eitthvað fleira.
kv.strákarnir á allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF