Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Alveg að hafast.
Eitthvað hafa heilladísirnar okkar verið að stríða okkur undanfarið en okkur vantar enn einhver 3-400 tonn í bræðsluna. erum búnir að toga núna í 13 klst og 3 nemar, vonumst til að þetta hafist hjá okkur í kvöld.
Við hífðum í gær einhver tæp 200 tonn eftir 24 klst og lentum í því að glussaslanga fór á dælunni, á meðan að á viðgerð stóð sökk pokinn og erfiðlega gekk að dæla aflanum um borð. kipptum svo einhverjar 45 mílur vestur eftir þar semn að bátarnir höfðu verið að fá alveg ásættanlegan afla efitir sólahringinn.
Ef að við náum að fylla í þessu holi verðum við að öllum líkindum í landi einhvertíman á föstudaginn í fyrsta lagi, fer eftir veðri en núna bæs hann úr vestri 15-20m/s og leiðinda sjólag.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Frystilestin sigruð!
Já, fristilestin fylltist í gærkveldi og lágu heil 297.850 kg. búið að þrífa vinnsluna og nú er ekkert annað en að svampa í sig í bræðsluna, en við erum komnir með cr.800 tonn í bræðslu s.s hálfnaðir. fengum ágætis hol í gærkveldi eða rml.300 tonn en ekki vildi sá blettur gefa meira. slitum leisi í vængjunum þegar að verið var að hífa í skíta kalda og voru drengirnir ekki lengi að koma því samn í nótt. Við vorum að kasta trollinu og er útlitið ekkert alltof gott, leiðinda veður er einnig 20 m/s og alveg hauga sjór.
Það er s.s. ekkert að frétta af mannskapnum, þannig að þetta mun ekki verða lengra að sinni.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Blússandi gangur í fabrikkunni.
Jæa góðir hálsar, það gengur vel að frysta aflann eftir að kassavélin komst í gang, en loftkerfið var fullta af vatni og fyllti allar leiðslur í kassavélinni þannig að það þurfti að tæma þ´r og hreynsa, eftir það er búið að ganga mjog vel, það er búyið að frysta einhver 80 tonn á 18 klst meðþessu brasi og vonadi erum við búnir með bilunar skammtinn í þessum túr.
veiðarna ganga hinsvegar ekki alveg nógu vel en við erum ekki enn búnir að hífa frá því að við köstuðum kl. 6 í morgun. einungis tveir nemar og ekki nógu gott útlit.
kv. strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Vinnslan komin af stað
Núna um miðnætti þá hífðum við fyrsta hol í þessum túr ekki var aflinn mikill, en nóg til að starta vinnslu sem er fyrir öllu að koma í gang og ljúka sem fyrst, þannig að starfsmenn í vinnslu getið slappað af etir að frystilestinn er full, sem áætlað er að verði kl 22:47 á sunnudagskvöld
En annars er allt gott að frétta. Við fréttum að aprílgabbið okkar hafi heppnast með ágætum, allavega hringdu einhverjar eiginkvensur og spurðu út í uppsögnina sem eiginmenn hefðu láðst að nefna við þær.
Kveðja af allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
1.apríl gabb.
Já góðir lesendur, skipið er ekki á sölu og er ekki á leiðinni þangað og verður vonandi ekki gert í framtíðinni.
við erum loksins lagðir á stað til veiða eftir sannkallaða maraþon löndun, en það tók ekki nema 36 klst að landa í bræðsluna og svo 14 klst til viðbótar í frost, þetta er ekki alveg að gera sig. við þurftum svo a' taka bæði trollin um borð, en þau voru í klössun hjá meistara stefáni og kalla búa.
skipt var um áhöfn eins og hún lagði sig, eða svona næstum því og eru menn þessvegna alveg gífurlega hressir, á leiðinni á miðin ætlar dalvíkur tröllið hann kiddi mellon að bjóða upp á nýjustu hasar myndirnar í littla bíó salnum, verður dagskráin auglíst síðar í dag. Einnig á að halda hagirðingakvöld til að velja vísu á 2008 árgangin af hynum mjúka miði "Eðal bjór", sem að stendur til að verði pantaður fyrir sjómannadaginn þetta árið.
en meira seinna.
kv. strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Aðalsteinn seldur.
Aðalsteinn jónsson su 11 hefur verið seldur til noregs. söluverð er ekki gefið upp.
Áhöfnin fékk uppsagnarbréf í dag þar sem að henni er tilkynnt það að skipið hafi verið selt til noregs og verður afhent nýjum eigendum 1.júní á þessu ári. Ekki má greina frá kaupendum að svo stöddu og kaupverð er ekki gefið upp. kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir áhafnameðlimi og svartsýni í mörgum.
kv.atvinnuleisingjarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF