Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Með lögum skal land byggja!

Já okkur á aðalsteini er það sönn ánægja að tilkinna það hér með að tollvörðum á eskifyrði tókst með miklum tilþrifum að koma í veg fyrir að við "smygluðum" inní landið nokkrum bjórdósum og einhverjum 2-3 vodka flöskum, enda eru þeir ekki vanir að vera að fást við einhverja smá krimma hérna á austurlandinu, ekki má gleima skútumálinu og svo húsbíllinn sem kom með norrænu. En það nýjasta er sem sagt þetta sjóðheita mál auk þess komu þeir einnig í veg fyrir að búfénaður okkar íslendinga fengi einhverja pestir úr einhverjum kótilettum sem að skipið átti. Við eigum alveg von á því að vera á forsíðu allra blaðana á morgun þar sem að við verðum úthrópaðir glæpamenn og munum hilja andlit okkar á myndum af okkur á leiðinni í skýrslutökur. Ekki var óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir okkur þar sem að málið telst upplýst.

En annars gekk heimsiglingin bara nokkuð vel og ekkert merkilegt sem að skeði þar nema að okkur tókst að eta heilar 3 máltíðir sem að var nokkuð gott þar sem að miklar líkur eru taldar á því að við hefðum þurft að gista fangageimslur ef að við hefðum verið með meira af mat.

kv.súrir íslendingar.

 


"Ég er á leiðinni....heim til þín......"

Já eða eitthvað svoleiðis sungu þeir í skítamóral hérna um árið.

Við erum loksins á leiðinni heim til íslands og siglum þöndum seglum á svartolíu. Við fórum frá bryggju um 8 leitið en eitthvað lét vélin illa við okkur til að byrja með því að við þurftum að snúa við þar sem að allt logaði í vélarýminu og viðvörunarljósin blikkuðu sem aldrei fyrr, það hafði meldað sig inn bilun í legu í gírnum, og nú voru góð ráð dýr, en viti menn ekki hafði Þór varla drepið á vélinni þegar að hið sanna kom í ljós og reyndist nema skrattinn vera frekar góður með sig og melda einhverjar 15 gráður og mikið.  Eftir að þetta var komið í ljós var okkur ekekrt að vanbúnaði en að halda okkar striki og eins og kom hérna fram á áðan erum við núna á leiðinni í fjörðinn fagra. Komutími er ekki kominn á hreint en væntanlega verðum við eitthvertíman annað kvöld.

Þegar að landi er komið bíður okkar glænýjar taugar sem að verða settar um borð og einnig verður skipið gert klárt á frystingu...í báðar frystilestarnar. Mæting í vinnu er sjálfsagt einhvertíman á sunnudags morgunn, en það verður haft samband við ykkur með nákvæman tíma.

kv.frá færeyjum


Menn orðnir landsprungnir!!!!!

Já eitthvað er mönnum farið að langa til að fara að kíkja á hafið eða bara gera eitthvað, menn eru að gera sér ýmislegt til dundurs, fara í ferðalög á skuldahölunum, kíkja erlendis eða bara farnir að grípa í eitthvað sem að gefur einhvern aur undir koddann.

Ég var að tala við útgeraðrstjórann og hann tjáði mér að engar tafir yrðu á skipinu og er það væntallegt til hafnar á eskifyrði þann 27 júní.

Sendi nefnd af skipinu var send utan til rússlands til að heimsækja síldarverksmiðjuna sem að kaupir af okkur frostnu afurðirnar. segja menn að sú ferð hafi verið einkar lærdómsrík og umfram allt skemmtileg þó svo að langt hafi þurft að fara, en fararstjóri í þeirri ferð var enginn annar en hinn rússnenskumælandi útgerðarstjóri okkar hann benedikt.

Skipstjórinn gekk í það heilaga laugardaginn 9 júni og óskum við brúðhjónunum til hamingju með það og vill ég einnig þakka fyrir mig, þetta var alveg frábær athöfn og veisla í allastaði.

kv.drengirnir á allanum.


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband