Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Farið að síga á seinni hlutann.

Núna eru komin 360 tonn í frystilestina og 7-800 tonn í bræðslu. það er4 búið að seinka löndun fram á föstudaginn og eru menn nokkuð spenntir að sjá loka tölur úr þessum túr en þetta eru orðnar einhverjar rml.50 mills og vonumst við til að enda í 70 miljónum. sem að er sjálfsagt einn besti túr sem að hefur verið gerður á skipið.

kv.stýrimannsvaktin.

Eitt að lokum en hann Daði byður kærlega að heilsa önnu vinkonu sinni og skilar til hennar að vælið komi ekki frá honum.


Allt í volli

Nú er það ljótt, bæði trollin rifin hjá okkur, þannig að við fiskum ekki meira í þessum túr í okkar troll.  Búið er að ákveða að vera í landi á fimmtudagsmorgun, þannig að Jón Kjartansson kemur til með að fiska það sem af er þessum túr.

Við fengum ágætis hol í dag 300+ tonn en síldin var léleg og lítið hægt að nota af henni.  Akkúrat í þessum skrifuðum orðum er verið að dæla þannig að við ættum að hafa afla til að frysta þangað til við komum í land. Komin eru í lest núna á miðnætti 310 tonn eða 13500 kassar.

 Við fengum ansi fallegan fisk sem heitir Guðlax, stærðar stykki um 50-60 kg

 

SUC50016

Guðlaxinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ívar, Aggi og Lolli ánægðir með fenginn

 

 

SUC50008

Ómar og Daði kampakátir í brúnni


Vinnslan farin að ganga betur.

Vinnslan er farinn að ganga eitthvað betur, niður eru komin einhver 265 tonn af frosnu og einhver 2-300 tonn af grút. Við erum að fara að hífa hol nr.4 og eru 3 nemar rauðir hjá stýrimanninum.

Við á stýrimannsvaktinni byðjum kærlega að heilsa honum Kidda mellon og gaman er að vita það að hann sé ekki búinn að gleyma okkur.

kv.stýrimannsvaktin.


Hol númer 3

Hol númer 3 er komið um borð,afli 150 tonn. gengur illa að flaka.

kv.strákarnir á allanum.


Hol númer 2

Þá erum við búnir að hífa aftur eftir að hafa klárað aflann úr fyrsta halinu sem gerði um 120 tonn niður í frystilest.  Voru ca 150 tonn í núna, nánast dry makríll, þannig að ekki fer mikið fyrir síldarflökun hjá okkur enn sem komið er.

Ágætlega hefur gengið hjá Jóni Kjartans og er hann kominn með rúm 800 tonn. Sævar og Ói fóru aftur yfir á Jón í dag en þeir voru hér hjá okkur til þess að sjá hvernig við bærum okkur að við tvíburaveiðarnar.

Engar myndir kom frá okkur enn sem komið er, en unnið er hörðum höndum í því að finna myndavél.

kveðja af stýrimannsvaktinni...


Vinnslan farin að hökta af stað.

Við hífðum um 9 leitið í morgun og voru menn vongóðir um góðan afla, enda voru ljósin orðin 3. Þegar að pokinn kom á síðuna voru menn klárir á því að ómar hafði verið duglegurað fanga silfur hafsins og eftir að dælingu laug var dómur kveðinn upp, heilir 300 rúmmetrar af 80% makrílblöndu hafði endað æfi sína í maga aðalsteins.

Núna stendur yfir frysting á síldarflökum og heilfrysting á makríl, eitthvað hefur fabrikkan verið að stríða okkur en þetta er allt að koma, enda hefur ekkert rúllað í gegn í rml.2 mánuði.

Jón Kj. er með veiðarfærin í sjó núna og hefur veiðin verið frekar léleg í dag en eitthvað líf er að myndast hérna á bleiðunni.

kv. strákarnir á allanum.


Farnir af stað!

Við lögðum af stað úr höfn um kvöldmatarleitið í gær og stefnum við nú í bátana sem að hafa verið að moka upp fisknum í rósagarðinum. Með okkur í för er faðir okkar hann Jón kjartansson su-11, en hann á einmitt að vera makkerinn okkar í sumar eða allavegana þegar að hún gefur sig ekki nema með þessum hætti. Um borð hjá okkur eru 2 menn af jóni til þess að sjá hvernig að tvíburatroll veiðar fara fram og um borð í jón fór einn maður, það þurfti nefnilega alveg 2 menn til að fylla uppí skarðið sem að sá maður skildi eftir sig hérna um borð:). Nú er mjöl og lýsis verð í sögulegu hámarki og einnig eru markaðir fyrir frystar afurðir mjög góðir og verð alveg glimrandi gott sökum gengisfellingar á krónunni blessaðari. Þannig að menn sjá fram á mange menge penger í sumar.

Kv. af jóni kjartans.


Alveg að hafast.

Við erum alveg að verða klárir til að halda til veiða en við erum að fara að strekkja taugarnar á morgunn og eftir það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við feðgarnir getum haldið úr höfn til veiða, en við erum að fara að toga með Jóni Kjartanssyni su-111.

Vil þakka fyrir komment frá mönnum hérna og vona að menn verði bara duglegri við það að láta vita af sér þó svo að það falli ekkert alltaf í góðan jarðveg hjá monnum:)

Næsta blogg verður vonandi með fyrirsögninni "farnir á miðin"

kv.strákarnir á allanum.

 


« Fyrri síða

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband