Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Vinnslan farin að mala gull.

Eftir að aukafréttatími sjónvarpsins hafði verið skoðaður og skoðað hafði verið gengi gagsins var ákveðið að nóg væri komið í sekkinn og var þessi fíni sólahringsskamtur í pokanum, menn eru farnir að gera sér alsskyns grillur um aflaverðmæti þessa túrs þar sem að sögulegt met´hjá okkur á allanum gæti verið í sjónmáli.

Vel gengur að frysta og stefnir allt í góðan sólahring.

kv.stýrimannsvaktin.


Farnir í nýjan túr.

jæja þá eru drendirnir á allanum að gera klárt fyrir nýjan túr, verið er að þrífa vinnsluna á fullu og fer því senn að ljúka.

Við vorum að landa rml 490 tonnum af flökum í sortland city og gerðu menn sér glaðan dag í keilu í keiluhöll þeirra sortlandmanna var danni með alveg yfirburði í þéim leik en lolli fékk skammarverðlaunin. Löndunar strákarnir stóðu sig eins og hetjur og rusluðu þessum tonnum uppá einum 10 tímum en svo þurftum við að býða eftir að restin af áhöfninni skilaði sér um borð frá íslandi en þeir komu kl 22 í gærkvöldi.

Heirst hefur á göngunum að það eigi að landa í þeim mjög svo skemmtilega bæ bodö næst bæði frosti og hrati.

Við viljum einnig óska runólfi ómari góðs gengis í fluttningunum til selfoss í fríinu og vonum að hann fái afhent á réttum tíma svo að það frjósi ekki undan honum í hjólhýsinu á selfossi.

 

kv.strákarnir á allanum.


"Ég blanda mér ekkert í þetta blogg" ; R. Ómar Jónsson 2008

jæja jæja sagði maðurinn.

     Ég stend við mitt og verð með annaðhvert blogg hérna.

Það er nokkuð sem að kollegi minn hér áður gleymdi. Það fyrst ber að nefna að við lönduðum okkar fyrsta túr í Noregi þetta fiskveiðitímabilið. Það var þannig að við' vorum komnir í land hálf eitt á norskum tíma og voru áhafnarmeðlimir búnir að fiska þær upplýsingar að það væri djassfestival í bænum um kvöldið. Sjaldan hafa verið jafn hröð handbröð á dekkinu enda var hver mínúta dýrmæt þegar að kemur að ölinu.

                Norðmenn hafa nefnilega þann skemmtilega sið að hætta að selja áfengi kl 2!"!# Hvað á það eiginlega að þýða? Þetta myndi nú ekki vekja mikla lukku á klakanum enda eru Íslendingar taldir mun skemmtilegra fólk en fúlu frændur okkar Norðmenn.

Þetta fór allt á besta veg og varð enginn skandall. Ég lærði eitt nýtt orð á norsku og það er orðið "Norspil" og kallast á góðri íslensku eftirpartý. Það var samt lítið um norspil þar sem að norðmenninir voru ekkert á því að hleypa 8 íslenskum sjómönnum heim til sín. Þetta er mér alveg óskiljanlegt þar sem að ef að ég væri í sömu aðstöðu þ.e.a.s. að hleypa 8 norskum sjómönnum á heimili mitt myndi ég ekki þurfa að hugsa mig tvisvar um ;)............

Ég ætlaði að taka taka hina hliðina á Runólfi Ómari en hann er eitthvað feiminn og vil ég biðja Hönnu Stínu  hans að skamma hann þar til að lætur undann.

       Meira frá Noregi en þá voru víkingarnir í lönduninni eitthvað orðnir slappir og sáu menn fram á það að við myndum missa af mokinu á veiðunum. Þannig að stýrimannsvaktin bretti upp ermar og kláraði þetta af. Enda eru flestir þeir komnir í beinan legg af víkingum annað en bændasynirnir í Norge.

Fyrsta vaktin er hafinn og byrjar bara vel hjá okkur. Það stefni reyndar allt í stórslys þegar að menn komust af því að stóra kaffivelin var biluð og ef að það er einhver orkugjafi sem heldur vinnsluni gangandi þá er það tvöfaldur expresso choco. Sérstakar þakkir fær Hafsteinn Yfirsmurapi fyrir skjót handbrögð á vélinni og ef hans hefði ekki notið við hefði getað farið ílla.

læt þetta duga í bili en áður en að ég kveð er ég með áskorun á Davíð aka "Sir Smoke-alot Sleep-alot" að koma með næsta pistil þ.e.a.s.ef hann er maður í verkið. :)

 

 Hílsen H

 

erður hann næsti bloggarinn?

 

 

 


Ber hver að baki nema bróður eigi

Já komiði sælir bloggáhugamenn lítil sem engin hreyfing hefur verið hér á bloggsíðunni síðan við fórum frá Eskifirði, man ekki einu sinni hvenar það var. En leiðin lá strax yfir í norsku lögsuguna þar sem fréttir bárust af veiði og reyndist það vera nokkuð góð veiði, og komum við vinnslunni strax af stað eftir nokkurra tíma tog. Vinnslan fór mjög vel af stað og var það framan af túr þangað til brælan fór að segja til sín, þá fóru hlutirnir að stoppa og ganga verr en það stóð stutt yfir og stútfylltum við frystinn á þessum 9 dögum með þriggja sólahringa siglingu.  Enginn grútur var tekinn og verður ekki hér í norsku vegna þess að kvótinn vex víst ekki á trjánum og ekki hef ég ekki ennþá heyrt um það að einhver hafi skitið honum!  En við erum komnir aftur á miðin og stendur víðamikil leit yfir af silfrinu sem hefur látið sig hverfa í augnablik.  Við eigum 3 túra eftir hér og munum við landa næstu 2 í noregi og sigla svo með restina heim á klakann, og sjáum við til hvað verður gert eftir það.

Látum lokaorðin vera hamingjuóskir til stórvinar okkar og félaga hans 'Ivars "meistara" Vilhjálmssonar sem er eldgamall í dag, til hamingju höfðingi.

Ibsen

 Þess má til gamans geta að hann hefur gengið undir allmörgum nöfnum sem eru Fubu, Fubumaster, Meistarinn, 'Ibbi, 'Ibsen, disel-dick, 'Ibbalingurinn, 'Ibbalingurinn á typpalingnum, Herrann, Hr. sms, Hr. msn og síðast en ekki síst Skeli.

kveðja frá öðrum höfðingja og allanum.

 


'A landleið

Já góðir hálsar eins og flestar okkar ferðar á hafið þá taka þær yfirleitt enda.  Lögðum af stað í gærkvöldi eftir að hafa hýft síðasta hol 220 tonn og förum við með í frystinum vonandi 400 tonn og allavega 850 í grútinn sem ættu að gera einhverjar 78 milljónir. Við verðum í landi um miiðnætti.

En þá skulum við enda þennann túr á tvífara vikunnar:sem er Kristján Örn sem stjórnar vinnslunni eins og Vic Mackey stjórnar sérsveitinni.

                                              Stjáni

                                              Vic Mackey


Hin hliðin á Allanum

Nú ætlum við aðeins að bregða af vananum og í stað þess að segja ykkur hvað við erum búnar að vera að gera ætlum við að leyfa þér lesandi góður að skyggnast aðeins inní hugarheim áhafnarinnar.

          Það er komið að hinni hliðinni. Sá sem ríður á vaðið er enginn annar en skák stórmeistarinn Agnar Guðnason. Þá er best að byrja bara á þessu.

 

Hvað heitiru? Agnar Guðnason

Hvar ertu fæddur? Vestamannaeyjum

Hvernig bíl áttu? Jeep

Hvað áttu mörg börn? 6 börn

Hvaða bók lastu seinast? Himnaríki og helvíti

Hvað er lífsmóttið?Lifa lífinu lifandi.

Hvernig tónlist hlustaru á? Blues

Ertu hjátrúafullur? Já

 Ef þú værir staddur á eyðieyju og mættir velja þér einn áhafnarmeðlim til að taka með hver yrði fyrir valinu og hversvegna? Heiðar hann er svo fjölhæfur.

Það er vitað mál að Aðalsteinn er fallegasta skipið í uppsjávarflotanum en hvaða fley er næst flottast? Jón kjartansson

Hvaða lið er best í ensku deildinni? Wolfes

Hver drekkur mesta kaffið um borð? Hafsteinn

Hvernig rakvél áttu? Gillette

Hver er skemmtilegastur um borð? Hafsteinn

Ljóskur eða brúnkur? Brúnkur

Myndiru sitja fyrir nakinn í Samúel fyrir rétt verð? Hve mikið? Nei

Hefuru sleppt úr þjóðhátíð? Já.

 

Þá þökkum við Agga fyrir.

 

p.s. Við erum byrjaðir að toga einir, samstarfinu með Hákoni var slitið og hefur okkur gengið ágætlega eftir það.  Erum búnir að taka 3 hol og fá úr þeim samanlagt eitthvað um 450 tonn og vinnslan aldrei gengið betur, tókum niður síðasta sólarhring um 120 t sem þykir mjög gott hérna um borð.  Heyrst hefur á göngunum að landa eigi á fimmtudaginn en sel það ekki dýrara en ég stal því.

þangað til næst veriði sæl 


10. dagur and counting..

Góðann og blessaðann daginn, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan síðasta færsla var skrifuð.

Ef við byrjum á aflabrögðum þá eru búnar að vera í kringum 300 mílur á milli hola og var heldur betur bætt upp fyrir þessa einu síld sem var hífð hér um daginn í smugunni.  Byrjuðum að hífa með blikk á fjórða nema eftir tæplega 6 tíma tog og það má segja að það hafi glatt marga þá sérstaklega þá sem eru búnir að vera frekar svartir (þarf að nefna einhver nöfn þar?), en það voru einhver 800+ tonn í því. Því miður gátum við nú ekki notað þetta hráefni í vinnsluna þar sem síldin var orðin frekar marin og blóðug.  Menn eru orðnir frekar þreyttir á því að liggja í kojunni eins fáránlega og það hljómar en það  er komin akkurat vika síðan slegið var úr síðasta tæki og vonum við að það fari að breytast fljótlega þar sem síldin er farin að sjást í mun meira magni heldur en síðustu daga.

Afþreygingarefni er ekki af skornum skammti þar sem net-cafe-ið er búið að vera opið i viku og aldrei hefur verið jafn mikið að gera hjá Halla sjoppufursta, salan hefur rokið upp úr öllu valdi þrátt fyrir að krepputal í sjónvarpsfréttum sé að naga menn að innan. En netkaffinu er yfirleitt breytt í bíósal á kvöldin og nóttunni þar sem Danni bíóstjóri býður mönnum upp á popp og kók og rómantískar gamanmyndir fara fremstar í fokki og notar hann þær afsakanir "hún er byrjuð, ég nenni ekki að slökkva núna,,! 

Sjónvarpsmálin hafa nú ekki riðið feitum þetta árið þar sem sky hnötturinn er alltaf í tómu tjóni og hafa áhugamenn enska boltans ekki séð leik þetta tímabilið sem er ekki til að skemmta Sölva United. 'Akveður hann þá að taka þetta mál í sínar hendur og fer á fullt í málið pantar áskrift hjá canal+ sem tók ekki nema 5 min á alnetinu sem er sennilega met en lítið fór fyrir sjónvarpsrásunum sem að skila sér ekki sjálfkrafa og ekkert hefur gerst síðan þá en hann segist vera áskrifandi hvar svo sem það nú er og gengur hann nú undir nafninu  'Askrifandinn.

dscf2999.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Heiðar ekki að fagna árangri í PES heldur er hann að fagna stóru holi í gær!

Þar sem heimsendir nálgast óðfluga þá bið ég ykkur að lifa eins og enginn sé morgunndagurinn...

kv. Allinn


Jæja

Það er enn allt steindautt á miðunum, Aggi segist samt ætla að redda málunum í nótt og vonum við það besta. Aggi reið ekki feitum hesti í seinasta holi. Þar kom uppúr sjónum 200 makrílar 2 karfar 12 kolmunar og ein síld

         Þó að miðin séu dauð er mikið líf um borð. Það er búið að opna net-cafe í borðsalnum og má sjá að meðaltali 4-5 menn með laptoppana í góðum fíling. Kristján Örn fer þar fremstur í flokki með útúr pimpuðu mulningsvélina sína. Hann er búinn að gera endurbætur á henni og hefur hún aldrei verið betri. Hann var reyndar tilneyddur að fara í þessar framkvæmdir eftir að Ingi sveik hann. Ingi og Stjáni voru víst búnir að gera munnlegt samkomulag um skipti á tölvum, eftir því sem Stjáni segir.

            Ingi er byrjaður að koma  Aðalsteini á framfæri á Facebook og hefur þar verið stofnaður Aðalsteinn Jónsson Group. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að kíkja á það.

   Heiðar og Sölvi vinna nú hörðum höndum við að reyna að koma sér í samband við yngismeyjar í Noregi ef svo skildi fara að við löndum þar.

Þetta Facebook æði virðist vera að tröllríða öllu hér um borð og heyrst hefur að eilífðarfolarnir Halli Fribb og Ómar séu komnir með síðu, ekkert hefur verið staðfest ennþá.

               Það er búið að ákveða það að senda kongóbúann Badda Jónsson á Dale Carnegie námskeið sökum þess að honum gengur mjög erfiðlega að koma upp orðum þegar hann er spurður frétta úr brúnni.

 

Læt þetta duga í bili.

 

kv. Allinn

 

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband