Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Föstudagur, 4. desember 2009
Seinasti túrinn á árinu.
Ok ok ok við byrjum þetta á jæjinu.
Jæja við erum núna staddir við strendur norður Noregs í seinasta túrnum á árinu. Við erum það norðarlega að við erum núna nær Rússlandi en Íslandi. Veiðin hefur gengið ágætlega og erum við komnir með 350 tonn í frystinn.
***Áhöfnin vill senda kæra kveðju til Daða og Söru og óskum við þeim til hamingju með nýjustu viðbótina í fjölskylduna. ***
En þá er komið að slúðrinu. Uppgjafar Kongóbúinn Ingi Ragnarson hefur verið lækkaður í tign og er hann núna orðinn óbreyttur háseti. Það hefur samt ekki áhrif á launin hans þar sem að hann er núna með næst hæsta hlutinn hér um borð og líkar það vel.
Í tilefni af því þá hefur hann ákveðið að kaupa sér myndavél af dýrustu sort. Er hann núna búinn að slá Pétri við og telst hann núna yfirljósmyndari Allans. Næstu fyrirhuguðu myndatökur hans er erótískt dagatal með áhafnameðlimum.
Upp hafa komið nokkrar hugmyndi af myndum og má þá helst nefna að Sölva allsberan á hestbaki og Daníel kokk löðrandi í sósu.
Haraldur Friðbergsson er búinn að setja nýjar umgengisreglur í lestinni og tók hann Gáttaþef (Aka Sigurjón) í nýliðafræðslu og lét hann vita að það væri ekki æskilegt að menn væru að traðka á myndinni af skipinu.
Miklar deilur hafa sprottið upp nýlega vegna holdafars tveggja áhafnarmeðlima. Það fer nefnilega tvennum sögum um hvor sé með hærri fituprósentu.
Áhöfninni hefur borist liðstyrkur frá Keflavík og er það enginn annar en liðhlaupi úr frönsku útlendingahersveitinni skæruliðinn Ingvar. Túrinn byrjaði ekki vel hjá honum en hann fékk tannrótarbólgu og er hann núna glettilega líkur Harold úr nágrönnum.
Talandi um Keflavík þá sást nýlega til hóp myndalegra manna á flugvellinum með fullar töskur en tóm veski. Er talið að þeir hafi sett Íslands og norðurlandamet í pokaburði enda búnir að vera duglegir í fjósinu fyrir ferðina. (nema Halli stóri hann þurfti ekkert á því að halda.)
Svo virðist sem að Sölvi og Jóhann Ben séu algerlega hættir að hugsa um útlitið á sér og eru þeir orðnir það skeggjaðir að þeir myndu sóma sér vel í gengi með Osama Bin Laden og félögum.
Þetta verður ekki lengra að sinni en núna bíða menn milli vonar og ótta að við komumst í land áður en að fyrirhugað jólahlaðborð fer fram.
Ef að þetta verður okkar síðasta færsla viljum við óska ykkur lesendum góðum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bestu kveðjur strákarnir á Allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF