Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Grísmonnkís

Vegna vélarbilunar er smá frestun á brottför hjá okkur.

Hérna er hinsvegar nokkrar myndir úr seinasta túr.

�mar og Kiddi

Agnar

 

 

 

 

 

 

 

Baldur tekur alltaf 2 kassa � einu � lestinni.Kiddi og Stebbi

 

 

 

 

 Haraldur fagriLeikur � m�nnum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

�essi � framt��ina fyrir s�r � fimleikumn�sta Mountain Dew m�del. Taki� eftir h�rinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaffistofupart�Hokk� Mell�


Gabba gabba

Púmm tjá Jæja.

Við erum skriðnir yfir 320 tonn og flökuðum 52 tonn í gær og í dag. Góð veiði á miðunum en smá bræla að láta á sér kræla. 

'ur áhafnarfréttum er þetta helst:

Baldur og Heiðar töluðust ekki saman meðan á flökun stóð yfir vegna ágreinings um pökkunarstöðu. Það er vitað mál að Heiðar hafði rétt fyrir sér í því máli þrátt fyrir 5 háskólagráður hinn fyrrnefnda Baldurs. ma´lin hafa verið leyst og allir í hörku stuði.

Fresta þurfti leik Halla og Heiðars vegna ferðar í fjósið. Þar lét sjá sig í fyrsta skipti á þessu ári enginn annar en Kristinn Helgi. Þótti hann sýna snilldartakta og hefur hann sett stefnuna aftur annað kvöld. 

Aggi stýrimaður er búinn að vera með Stephen King í eyrunum seinustu vaktir. Vegna gífurlegrar spennu sem lesin er upp í eyrum hans hefur hann verið mjög taugaveiklaður og gengur um með hníf mönnum til mikillar furðu.

 

***Uppfært****

Við lentum í smá vélarbilun og eldsvoða og erum þess vegna vélarvana útá rúmsjó sem betur fer eru þeir á Jóni Kjartans búnir að hengja taug í okkur og núna erum við á heimleið með 430 af frystri síld.

 

En hérna kemur ofurhetju kanónan.

Ofurefetjur


Bí ísí negga.

Góðan daginn lesgæsir og endur.

Jæja.

Túrinn fer af stað með miklum látum og erum við komnir yfir 100 tonna múrinn á mettíma og stefnir þetta allt saman í einn sjortara. 

Okkur var að berast liðstyrkur en það er hinn síspræki Stefán ættaður frá hjarta afríku þ.e.a.s. Kongó. Hann kemur með ferskt blóð á vaktina en hann er nýsloppinn frá Jóni Kjartans SU. Þetta þykja mikil viðbrigði fyrir hann að vera núna með þeim elstu um borð en þess má geta að hann er í unglingadeildinni á Jóni. 

 Einnig kom það í ljós að laumufarþegi kom í ljós þegar að við vorum komnir á miðin. Svarar hann nafninu Einar og hefur Ingvar nýtt sér þetta sér til hagsbóta í lestinni og tekur hann hana núna með einari hendi.

Haraldur Harði-son og Heinkó Guðnason standa núna í miklum Fifa rimmum í borðsalnum og fer næsti leikur fram kl 04:43 stundvíslega. Takmarkað sætaframboð er í boði á þennan stórviðburð en hægt er að kaupa miða í forsölu í sjoppunni í gegnum Baldur.

Kristinn Helgi hefur startað átakinu "Sjá í tólin fyrir jólin", átakið hefst á morgun eftir kvöldmat gefið það að það sé ekkert gott í matinn eða áhugavert í sjónvarpinu. Einnig stendur til boða að fresta æfingu ef að hann vinnur ekki stóra pottinn í lottóinu.

Talandi um lottó þá er Heiðar búinn að heita því að ef hann vinnnur 6 faldan lottópott laugardagsins mun hann ráða iðnaðarmann til að klára pallinn hans Baldurs en framkvæmdir þar hafa gengið með eindæmum hægt.

Daníel the cock fór framúr sjálfum sér í dag og gengur þetta blogg brösulega eftir svaðalegan "svænhúnd" rétt. 

Segamegamyndasaga er á leiðinni og ætla ég að reyna að svara eftirspurn og henda inn einhverjum myndum fljótlega.

ppp_1034706.jpg p1010880.jpgp1010874.jpgp1010873.jpg


Heimleið.

Veiðin er heldur betur að glæðast og standa aflatölurnar  í 450 tonnum af heilfrystri síld. "Sölvum til góðs átakið tókst með eindæmum vel og er léttleikandi andi sem svífur yfir skipinu. Með nokkrum undantekningum þó.

Núna er bara að spýta í lófana og taka restina af túrnum með trompi.

Við erum að lenda í firðinum fagra og klárum túrinn dólandi þar. Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur.

Þetta er í styttra laginu hjá okkur.

Þar til næst.

 Kv. Alinn.

 

**Hefur þú skoðun á þessu bloggi eða vilt fá að vita eitthvað sérstakt. Ef svo þá þætti okkur mjög vænt um að fá að heyra í ykkur lesendur góðir.**

 


Ahööm

Bim badabúm.

Ekkert jæja. Eða hvað?

Kynbótabætandi sjóflokkurinn á Aðalsteini eru mættir á miðin og sigla á eftir síld. Já það er rétt, við erum að veiða síld sem við setjum í poka og sendum á rússneska björninnn í norðri. Eins og leikar standa þá er staðan 173 -200 fyrir grömmum á móti kílóum í þessum æsispennandi kappleik sem kallast sjómennska.

Eftir 2 daga hefst ein stærsta hátíð Aðalsteins. Ekki nóg með það að það 152 ár síðan að Kúba fékk sjálfstæði frá Spánverjum heldur á Aðalsteinsaðaltappinn Sölvi Fannar afmæli þennan dag. Semsagt 10.10.10 verður blásið í lúðra og gleðin tekur öll völd. Söllarinn eins og hann er stundum kallaður er hinsvegar byrjaður að undirbúa sig líkamlega og þá aðallega andlega fyrir tilvondi pokaburð i bandaríkjunum fljótlega. 

 10.10.10

Undirritaður er skemmtanastjóri þessa merka atburð í mannkynssögunni og er ég búinn að láta prenta boli ámerkta "10.10.10 Sölvum til góðs" mun Kristinn Helgi útréttari sjá um að dreifa þeim til gesta. Miklar deilur spruttu upp þegar taka átti ákvörðun um yfirskrift bolana. Margar uppástungur skutu up kollinum. Einsog "Söltóberfest" og "Söl-Pride."

Þann 10.10.10 er fólk eindregið hvatt til að elska náungann. Þannig vil ég hvetja fólk að finna Sölvan innra með sér.

Gleðin byrjar stundvíslega kl 12:30.

Fram koma Daði og Hafsteinn með gítar dúett. Heiðar og Halli verða með töfrabrögð. Sæsi kennir svo handflökun hárkarls á eftir.

 

-

Þessi mikla dagsetning 10.10.10 er líka fræg fyrir annan mann. Það er hinn elskulegi Haraldur Friðbergsson en hann fagnar 39 árs afmæli sínu í dag og viljum við  í áhöfninni senda honum kæra afmæliskveðju í land.

 

 

Pís Át.....


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband