Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Kosningavision

Við skulum byrja á byrjuninni og það er jæja. Í dag er Kosningavision um borð í tilefni dagsins í dag. Leikreglur eru einfaldar:

Allir hásetar fá einn atkvæðisrétt nema Ingvar því að hann er með skráð lögheimili í Tælandi. Vélstjórar fá eitt atkvæði í heildina og mega kjósa sín á milli hver verður fyrir valinu. Þessi skerti kosningaréttur vélstjóranna er sökum lélegs tónseyra orsökuðum af yfirgnæfandi vélarhljóði. Stýrimenn og skipstjóri fá eitt atkvæði hver sem og allir í vinnslunni. Aðeins kokkurinn fær tvö atkvæði þar sem að hann er með atkvæðisrétt bæði á Íslandi og Póllandi.

 Búið er að setja upp Singstar í Playstation í bíósalnum. Fyrsti keppandi kvöldsins heitir Ársæll og mun hann syngja lagið Hermaur eftir Todmobile. Hann hefur gert smávægilegar breytingar á textanum og heitir lagið nú ekki lengur Hermaur heldur Hersteinn.

Fljótlega eftir það stígur á stokk eilífðarrokkarinn Hafsteinn Bjarnason. Hann mun ekki notast við eitthvað Playstation rusl eins og hann orðar það. Vopnaður engu öðru en kassagítarnum mun hann taka lag sem The Doors gerðu ódauðlegt á sínum tíma. HB kveikir í liðinu með Light my fire.

Síðast en alls ekki síst Sölvi „skötubani“ Ómarsson. Hann mun taka stuðmannalagið frægur og er þar að skírskota í lífreynslu sína þegar að hann lenti í swingers partý með Helga Seljan og öllu liðinu úr Kastljósi.

Úrslitin verða komin í ljós annað kvöld.

Skoðanakönnun.

Hver vinnur Kosningavision?

KJÓSTU NÚNA!!(Hægt er að kjósa hér vinstra meginn á síðunni)

  


Stóra kanónan part II

Myndasaga part II

Fiskifréttir

Við erum komnir með 132,5 tonn og erum að veiða kolmuna vestur af Færeyjum.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með aflatölum í rauntíma bendum við á Facebook síðuna okkar.


Byltingin er hafin!

Nokkur bréf fundust samankrumpuð í ruslinu niður í vinnslu. Við ákváðum að birta efni þeirra hér.

 

Leynibréf miðhæðarinnar 1. Hluti

íbúar á miðhæðinni sameinumst! Of lengi höfum við verið fangar hér um borð. Of lengi hafa verið kæfð neyðaróp okkar, of lengi höfum við verið haldnir fangar,fjarri frá ástvinum og fjölskyldu. Núna er tíminn til að standa saman. Uppreisnin er hafin!.

   Í hádeginu á morgun verður farið í ránsferð, við munum ræna netkubbnum á efstu hæð og setja hann á miðhæðina.

Kveðja Sæsi og Danni Byltingarleiðtogar

 

-Lengi lifi byltingin

p.s Miðhæðin rúlls.

 

Leynibréf miðhæðarinnar 3. Hluti

Stóri dagurinn  er í dag. Alea iacta est.  Eins og Sesar reið yfir Riminu munum við ekki bregðast.

Planið er komið á hreint. Sæli mun vera varðmaður. Hans hlutverk er að beina fjöldanum í rétta átt og láta vita með leyniflautinu. *Þið sem ekki fenguð blaðið um leyniflautið (2. Hluti) þá er það hátíðnihljóð ekkert ósvipað Tomma þegar að hann er á háa C-ið.

Heiðar mun sjá um það að beina athyglinni frá hurðinni inní borðsalinn. Þegar að leikar standa sem hæst mun Agnar hinn fimi læðast upp stigann ræna pungnum (líka þekkt sem netsta) og koma honum haganlega fyrir á miðhæðinni.

-Lengi lifi byltingin.

Heill sé Sæsa!

 

Leynibréf miðhæðarinnar. Síðasti hluti

Hver maður fyrir sig sjálfan! Ég veit ekki með ykkur en ég legg til að það við förum í björgunarbátana. Ég sjóset léttabátinn og ætla að reyna að komast yfir í Huginn hann er ekki nema 5 sjómílum frá. Kokkurinn kemur með lambalæri og 3 kjamma úr eldhúsinu. Flotgallar og GPS eru komin um borð.

Því miður mistókst þessi uppreisn.

Ég vil enda þetta á lokaorðum Elísabetar 1. Englandsdrottningu d. 1603: "All my possessions for a moment of time."

  P.s miðhæðin rúlls.

 

 


Afmælispartý.

Í dag fagnar kynþokkafulli Baadermaðurinn Ingi Ragnarsson 26 ára afmælisdeginum sínum. Í tilefni af þessum merkisdegi er þjóðfána Kongó flaggað uppá mastri. AJ Blogg vill að sjálfsögðu óska honum til hamingju með daginn og eru gjafir og blóm afþakkaðar en hann tekur við frjálsu fjárframlagi á reiking 911 í Landsbankanum á Eskifirði.

Af bleyðuni er það að frétta að við erum ennþá að eltast við svartkjaftinn (kolmuna) sunnan við Færeyjar. Í frystikistuna eru komin circa 470 tonn og gengur þokkalega. 

AJ Blogg skorar núna á Daða að koma með næstu færslu og láta ljós sitt skína. Greiningadeild Seðla Péturs setur stuðulinn 1/7 að hann taki þessari áskorun.

AJ Blogg skorar einnig á bátsmannsvaktina gefur Seðla Pétur þeim stuðulinn 1/16

         Eðalgroup(starfsmannafélagið) hyggur á útrás um jólin og hafa nokkrar erlendar stórborgir verið nefndar á nafn. Þar má nefna Lundur í Svíþjóð sem að er æskuheimili Badda. Þar er hægt að fá úrvals gistingu og útsýni ókeypis gegn 12 tíma vinnuframlagi á degi hverjum. Einnig hefur Pattya í Tælandi verið nefnt til sögunar og þar má spara Eðalgroup háar fjárhæðir með því að meina mökum að koma með í fyrirhugaða ferð. Þar er einnig hægt að ódýra gistingu og "roomserviceið" er víst óviðjafnanlegt.

Höfum þetta í styttra lagi í dag.

AJ Blogg kveður að sinni með nokkrum myndum sem teknar voru í dag.

Þar til næst.

 

 Baddinn

 

 

 

 

 

 

 

Gummsterinn og Petur

 

 

 

 

 

 

 

 

Petur og Gumbo

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafsteinn og Da�i


Stóra kanónan!

Myndasaga

 

 

 

 

 

 


Hleyp sennilega ekki nakinn.

Klukkan er 16:20 á sunnudegi. Staðan er 2-0 fyrir Chelsea og lítur það ekki vel út fyrir United menn. Heiðar var búinn að strengja þess heit að hlaupa nakinn um ganga og dekk skipsins ef að United myndi ná að stela titlinum í seinustu umferðinni. Ef að hið ólíklega gerist munu við að sjálfsögðu gera því góð skil í máli og myndum.

***Leiðrétting staðan er núna 5-0

Við erum komnir með nákvæmlega 252.500 kg í frystinn.

Einn áhafnameðlimina er núna staddur útí Dublin þar sem að hann á víst að vera á Kiss tónleikum. Samkvæmt heimildum AJ blogg eru Kiss hvergi sjáanlegir á Írlandi og er talið að hann hafi farið á Johnny Logan í staðin en ekki þorað að segja neinum frá.

 

***********Leiðrétting staðan er núna 8-0

 Ég gefst upp........ Skrifa ekki meira......

Bullandi fótboltaþunglyndi....

 


Settu inn titil.

Best að byrja á jæjanu. Jæja er hægt að nota á marga vegu. Við notum það til að byrja. Hvort sem það er að láta menn vita að núna séu frystistoppin séu búin eða sem opnunarlínu þessa mjög svo margrómaða bloggs.

      Við erum búnir að bleyta í trollinu og liggur pokinn og kolmuninn í honum circa 1800 metra fyrir aftan okkur og um það bil 500 metra fyrir neðan okkur. 

Það tekur okkur circa 80 min frá því að skipstjórinn hringir og byrjað er að dæla. *Ath þessi tími er einungis viðmiðunartími og fer eftir veðri og vindum ásamt fleiri áhættuþáttum:* 

      Miðað við þessa útreikninga ferðast trollið 0.4 m/s.  (√(1800²+500²)/1.33)/3.6

Búið er að panta lyftara sem mun taka á móti okkur á sjómannadaginn því að áhöfnin var að panta sér sérmerktan kalda fyrir sjómannadaginn.

Talandi um sjómannadag þá styttist í "Aflraunakeppni Aðalsteins Jónssonar" sem verður haldin með pomp og prakt. Formaður keppnirnar Sölvi Ómarsson sagði í viðtali við AJ-Blogg að undirbúningur væri vel af stað kominn. Búið er að setja veðbanka upp og eru eftirtaldir taldir sigurstranglegastir.

Halli stóri1/7

Heiðar Guðna 1/7Ekkertmal

Tóti Trausta 1/9

Baldur 1/9

Sölvi 1/9 

 

 

 Það er greinilegt að samkvæmt greiningardeild Péturs að þeir Heiðar og Haraldur eiga sennilega eftir að vera í toppbaráttunni en of snemmt er að afskrifa hina.

 Það er allavegna augljóst mál að menn þurfa að vera duglegir í fjósinu ef að þeir ætla að eiga raunhæfan möguleika á sigri í mótinu.

 
Í kvöld sem önnur kvöld þá er bíósýning í kvöld. Það er grænt þema þessa dagana og hver er grænni en Steingrímur J? 

Halli

 

 

 

 

 

 

 

 

Þekkiru þennan? Ef þú þykist vita hver þetta er í gerfi Hulks sendum við þér kassa af frosnum kolmuna.

 


4 sæti (staðfest)

Hey hó hey hó hey hó hey.

Allt er hey í harðindum nema heybabbalúula City lendir ekki í fjórða.

Áhöfnin vill í ljósi fyrirlyggjandi úrslita í ensku úrvalsdeildinni óska Baldri til hamingju með það að hafa mistekist að kaupa sér fjórða sætið. Einnig viljum við óska öllum þeim Liverpool mönnum um borð einnig til hamingju með frábæran árangur á tímabilinu.

Við erum á leið aftur á miðin í seinasta svartkjaftstúrinn.

Núna er kvöldvaka þar sem sýndar verða eftirfarandi myndir:

Indiana Jones: Þetta er reyndar einhver pólsk sjóræningjaútgáfa. Svo er hún dubbuð líka. Seinni sýning kvöldsins er Captein Frankenstein en þetta er gömul mynd frá árinu 1973 sem segir frá skipstjóra sem heldur úr höfn nýklipptur en kemur til baka sem ófreskja.

Kokkurinn

 Da�i

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kapteinn Frankenstein er einnig að æfa sig á gítar fyrir sjómannadag en þá ætlar að hann frumflytja nýtt lag.

 

Þá er þetta orðið ágætt hjá okkur.

Hílsen Allinn.

Áhafnalistinn er svo hljóðandi:

--

 Cabo á fyrsta bandi.

C  F  C  F  C  F  G
                  
     C                   F        C       F
     Við erum að fara í kvöld á gráa svæðið
     C                F              G         F
     Á staðnum verður 100 metra Alli ríki   

      C                F     C                    F
     Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
     C                F           G
     En kannski mætir enginn nema heimamennirnir

        F               C
En Hafsteinn bjarna verður þar
           G          C
og kannski líka Þór Sæbjörns
       F             C
Baddi Jóns kíkir við
            G               C
og byrjar strax að borða svið
      F               C
Sölvi Ómars uppvið barinn,
      G          C
  Sæsi Sægó verður farinn
       F             C
Runólfur Ómar mætir ekki
          G             C
og nánast enginn sem ég þekki
     F            C
Nema kokkurinn hann Daníel
           G          Am
og einhver annar  Daníel

F  G  C
      
     C                   F        C       F
     Við erum að hífa í kvöld, í Rósagarði
     C                F              G         F
     Á staðnum verður hundrað metra Alli Ríki

    C                F     C                    F
     Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
     C                F           G
     En kannski mætir enginn nema hásetarnir
           F           C
Og eflaust mætir Seðla Pétur    

        G            C
verður nettur í vetur.
      F            C
Fúsi G og Haffi Bjarna
      G         C
verða örugglega þarna.
      F                    C
Kiddi Mellon , Aggi og Eyfi,
      G                  C
  Sæli Hersteinn ef hann fær leyfi.
      F           C
Og úr brúnni mætir Daði
           G             C
heldur að hann sé svaka spaði.
      F          C
Tommi Valda er á lista
      G              Am
og reynir strax að byrjað frysta.

F  G  C
      
              G
     Þetta er Alli Ríki
              G
     Þetta er Alli Ríki
              G
     Þetta er Alli Ríki
              G
     Þetta er Alli Ríki

        F         C
Tóti Trausta er á honum
      G         C
ásamt tíu blökku konum.
       F              C
Maggi Sigurðs, Ómar Ingva,
    G                 C
Kiddi Snorra og Ingvar Gylfa.
     F               C
Halli Stóri, Pabbakútur,
       G                   C
Binni Sigmunds niðurlútur

     F              C
Lolli Hjalta verður þar
        G              C
en bara ef að hann fær far.
           F              C
Ég held að Davíð Helga mæti
       G          C
 en þá verða líka læti
      G                 C
og ég lendi í öðru sæti.

 

 

 

 

 

 

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband