Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

How´s your anus?

Komið þið sælir aðdáendur nær og fjær.

Við erum núna að leggja lokahönd á þennan túr sem varð aðeins styttri en búist var við. Við erum að leggja trollið í síðasta skipti í túrnum og komum með 1200 tonn í bræðslu og 220 tonn af frosnum afurðum.

 

Það er samt létt yfir mannskapnum sem að er þegar byrjaður að skipuleggja fyrirhugaða Helsinki ferð. Þar mun taka á móti okkur kynlífsmálaráðherra Finna hann "Nartí Tillana". Í Finnlandi munu við svo njóta finnskrar gestrisni með tíðum ferðum í gufuböð. Einnig er á teikniborðinu innlit á dauðarokks karíókíbar þar sem að sjálfur Þórhallur Freyr mun dusta rykið af gamla góða slagaranum "Roots" með Sepultura. En þetta var uppáhaldslag hans í æsku.

Hann er Reyðfirðingur og eins og allir vita þá  þyhkir þeim fátt betra en brjálaður bassataktur og sítt hár sem þeir slamma svo í takt.

Ljúflingurinn Daði hefur leikið á alls oddi í túrnum og hefur hann aldrei verið í betra skapi og smitar þessi gleði svo mikið út frá sér að allir ganga nú um með bros á vör, undanskyldum Halla Fribb sem er ein taugahrúga eftir að Danni tilkynnti honum það að hann skyldi vera aðstoðarmaður hans í  50 ára afmælisveislu tengdaföður Daníels og nágranna Haraldar. Afmælisbarnið er einnig tengdur Sölva og má búast við því að þeir muni fá sér í aðra tána um helgina.

Ég undirritaður Heiðar Guðnason vill koma á sérstökum þökkum til Tomma og hrósa ég honum í hástert fyrir nýjasta málm meistarastykkið sem kom úr þessum flinku höndum. En það er forlát munntóbakssprauta gerð úr rústfríu stáli og er hinn baggarinn Tóti Trausta grænn úr öfund.

Túrinn fór frekar rólega af stað eftir þorrablót og sást lítið til þeirra þjáningabræðra Heiðars, Halla, Daníels, Davíðs og Lolla. Þeir voru í glærari kantinum fyrsta sólarhringinn og tók Hafsteinn vélstjóri eftir því að hratt gekk á ferskvatnstankinn fyrstu 24 tímana.

 

Þá biðjum við heilsa.

KV. Allinn.

 

 


Súr Pungur

Lesendur kæru. Jæja.

 

 Við eru staddir á loðnumiðunum þessa stundina umvafðir öðrum skipum. menn koma ferskir undan nýju ári.

Þessa stundina erum við komnir með um það bil 600 tonn af loðnu sem við ætlum að senda á Melkorkasléttubræðslu Eskifjarðar þar sem að vanir menn munu vinna úr henni lýsi og mjöl.

Bóndadagur var haldinn með pompi og prakt og gæddu menn sér á eistum, hófum, hausum  og öðrum líkamshlutum sem ég kann ekki að nefna.

Hlaðborð þetta fór einstaklega vel í Sigurð Ágúst Kongóbadda og liggur hann á meltunni næstu 12-14 tíma.

Haraldur hinn hávaxni lét nú sitt ekki eftir liggja og fór ófáar ferðirnar með diskinn sinn.

 Sjoppukóngurinn Baldur byrjar nýja árið á svipuðum nótum og það gamla og gaukar sælgætisstöngum að mönnum í tíma og ótíma.

Pirates of the Carabian 4 er  í vinnslu þessa dagana og hefur AJ blogg áræðnilegar heimildir fyrir því að Pétur muni fara með eitt aðalhlutverkið í þessari stórmynd. Hann mun leika fúlmenni sem gengur undir nafninu "Skögultönnin".

**Okkur var að berast stórfrétt beint úr brúnni, það loga allir aflanemar og gætum við verið að taka okkar besta hol hingað til.

Við krossleggjum fingur og tær.

Þangað til næst bið ég ykkur vel að lifa.

 

Hílsen Allinn.


Áfram Ísland.

Komið þið sæl drengir og dömur.

Handboltinn er í algleymingi þennan daginn. 

Við erum nýbúnir að slaka trollinu og stefnan er sett á að ná 1.000 tonnum af loðnu og vera komir heim fyrir þorrablót.

Baldur er búinn að gefa það út að hann muni fara á Þorrablót um helgina þó svo að hann þurfi að fara alla leið á Djúpavog.

Gervihnötturinn er að stríða okkur og getum við þess vegna bara horft á Danmörk - Króatíu en ekki Ísland - Noreg.

Við erum hinsvegar búnir að hækka allt í botn í borðsalnum og er þétt sitið.

Áfram Ísland!

Ég kem með eitthvað meira "skúbb" fyrir ykkur á morgun þegar að ég er búinn að finna andann eftir leikinn.

 

Kveðja Allinn.


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband