Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Gólandi glæpamenn
Jæja tíkurnar mínar.Skipið er núna að sigla um hafsvæðið sem að guð gleymdi og skrattinn gaf skít í.Rockhall við Írland.Þetta hófst með miklum látum, brælu á útleiðinni og eftir um það bil tveggja sólarhringa siglingu tókum við frábært hol en eftir það hefur ljóti frændi þorsksins kolmuninn eitthvað látið minna á sér kræla.
Við erum að vona að við séum núna búnir að dýfa trollinu í síðasta skipti en það er ekkert víst í þessum bransa.En nóg af veiðivæli og færum okkur yfir í léttara hjal.
Vélstjórarnir voru ræstir á vaktaskiptum um daginn og var þeim skipað að fara í reykköfunargalla eftir að grunur lék að ammoníak myndi leka um íbúðargangana. Þór fór eftir neyðaráætlun og fór í fullum herklæðum á neðstu hæð og bjóst við öllu versta. Kom þá í ljós að Magnús Spíritus hafi verið að raka sig og hafi farið heldur óvarlega með rakspírann.
Enn eitt félagið hefur tekið til starfa en það er tölvuleikjaklúbburinn Lan-lan en þeir Heiðar, Aggi, Davíð, Pétur og Sölvi etja nú kappi hvor við annan í herkænsku og ævintýraleiknum Warcraft. Setja þeir markið hátt og stefna á sigur á Skjálfta 2011 en Skjálfti er íslandsmeistaramót tölvuleikjanörda sem haldið er í Laugardagshöll einu sinni á ári.Reyndar hefur Sölvi dregið sig úr keppni sökum lélegs árangurs enda tapsár með eindæmum.
Nýji Baaderinn Tóti hefur srax fengið nýtt gælunafn og vill hann ekki láta kalla sig neitt annað en Spiderman. Gælunafn þetta er tilkomið eftir að honum tókst að líma sig við veggi og loft í brælunni í byrjun túrs.
Nokkrir af bátsmannsvaktinni eru að undirbúa sig fyrir krabbaveiðivertíð við Alaska næsta sumar ef að svo skyldi fara að makríl veiðar yrðu bannaðar. Þeir Baddi, Dabbi og Kiddi liggja núna yfir krabbaveiðihermi á frívöktunum. Ekki hef ég fréttir af fiskerí en ef ég ætti að giska myndi ég skjóta á að Kiddi væri aflahæstur af þeim félögunum.
Hafsteinn yfirvélstjóri hefur í samstarfi við kokkinn ákveðið nýja matarstefnu fyrir áhöfnina, ekki verður lengur notast við hefðbundna fæðu eins og hefur verið heldur verður allt fóður héðan í frá malað niður og bensínbætt áður en því er tappað í flöskur. Hver áhafnarmeðlimur hefur nú aðgang á 4 flöskum á dag til að halda sér gangandi. Fóðurdrykkur þessi hefur fengið vinnuheitið "Elds-meti" og ku innihalda 9000 kkal og 99 oct.

Ofurmáninn var um daginn í allri sinni dýrð undirritaður missti reyndar af honum sökum tímabundins skýjafars en það stoppaði mig ekki frá því að fara fremst uppá bakka og spangóla. Búist er við meira spangóli fyrir norðan um helgina þar sem að ég mun flytja mig tímabundið á heimili óðalsbóndans Kristinn Helga og vera þar í velllystingum í einhverja daga. Kristinn mun þar taka mig í skoðunarferð um svæðið ásamt fleiri góðum uppákomum.
****Að gefnu tilefni lýsi ég eftir forlátu munntóbakssprautunni minni sem hvarf í þar seinasta túr uppí borðsal og hefur ekki sést síðan. Hef ég haft samband við greiningardeild Interpol og hafa þeir sent mér lista yfir grunaða og er hann svo hljóðandi.

Nr. 1. Daði Þorsteinsson: Daði er annálaður flakkaraþjófur og þótt hann taki ekki í vörina hefur hann lengi dáðst að smíði þessa grips.

Nr. 2. Kristján Örn Kristjánsson: Stjáni er einnig þekktur tóbaksþjófur og þótt hann hafi ekki verið um borð í þessum túr er ekki hægt að afskrifa hann.Nr. 3.

Þórarinn Traustason: Tóti hjálpaði mér að finna hana seinast þegar að ég týndi henni en Interpol telur að það gæti hugsanlega verið til að afvegaleiða mig.Nr. 4.

Heiðar Guðnason: Mögulegt er að hún sé enn í eigu hans og sé þetta eitthvað útspil til að svíkja út nýja sprautu eða einhverskonar sárabætur.

Nr. 5. Sölvi Ómarsson: Besti vinur Heiðars um borð en Sölva finnst líka gott að lumma sig upp og þess vegna er hann á þessum lista.

Nr. 6. Runólfur Ómar: Ómar er frægur fyrir þjófnað á allskonar heimilis og búsáhöldum og þótt aldrei hafi tekist að sanna neitt á þennan ref er hann til alls líklegur.
Að lokum þá erum við á leiðinni í land og ættum að detta í fjörðinn á laugardaginn.Over and OUT!!!!
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF