Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Mánudagur, 27. júní 2011
Séð og heyrt.
Bloggar | Breytt 28.6.2011 kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 12. júní 2011
Fyrsti túr eftir sjómannadag.
Bada bing bada búmm.
Hausaveiðararnir á Aðalsteini eru núna staddir eins og svo oft áður nálægt frændum okkar Færeyjingum og erum við í þessum töluðu orðum að búa til gæðavöru sem samanstendur af síld og makríl. Bleyðan hefur verið að gefa af sér og fiskast vel í trollið. Aflatölur standa eitthvað nálægt 300 tonnum af frosnum afurðum.
Sjómannadeginum er nýaflokið og létum við að sjálfsögðu okkur ekki vanta í siglinguna þetta árið enda væri þetta varla sigling án flaggskipsins. Skipið kom nýmálað og flott í fjörðinn nokkrum klukkustundum áður en haldið var. Var hann í makeover mánuði á Akureyri og hefur hann aldrei litið betur út.
Talandi um makeover þá skartaði okkar elskulegi skipstjóri svakalegri múnderingu í siglingunni en þetta var forlát leðurskyrta saumuð úr sauðnautaleðri frá Síberíu. Skyrta þessi vakti mikla lukku hjá undirrituðum og fær Daði fjöður í hattinn fyrir hana. :)
Baldur (M) Einarsson gerði gott mót þessa helgi og sett hann heimsmet í baujukasti við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Haraldi Harðar gekk hinsvegar ekki jafnvel og þurfti hann að láta í nammipokann fyrir Reyðarfjarðarrakettunni í þetta skipti.
Að gefnu tilefni þá vil ég láta þá heyra það sem kepptu fyrir hönd áhafnarinnar í kappróðrinum þetta árið og þurfa þeir að taka sig í alvarlega naflaskoðun eftir afhroð síðustu keppni. Töpuðu þeir í enn eitt skiptið fyrir ellilífeyrirsöldungunum frá Jóni Kjartanssyni enn eitt árið en ekkert mannlegt afl virðist geta stöðvað þá. Í fhópíþróttagreinum ganga menn kaupum og sölum og erum við búnir að taka eftir því að það þarf eitthvað að hrista uppí byrjunarliðinu. Erum við þessvegna að undirbúa transfer á þeirra helsta manni Óðni Leifssyni og er hann með okkur núna um borð og er umboðsmaður okkar Sævar hinn Rauði að reyna allt hvað hann getur til að fá hann annaðhvort með okkur í lið næsta ár eða gera sér upp einhversskonar meiðsli svo hann geti ekki tekið þátt á næsta ári.
Árshátið Eskju tókst vel upp heyrði ég og fór Freyr Eyjólfsson víst á kostum sem veislustjóri en senuþjófur kvöldsins var Snorri á mel sem átti góða innkomu og hvatti fólk til dáða í drykkju.
Pappakassi helgarinnar var Pétur Kristinnson sem ákvað það að í stað þess að skella sér á dansleik þá fannst honum það vera betri hugmynd að loka sig inní sumarbúðstað og spila fjögurra manna lúdó. hann heiðraði Eskfirðinga reyndar með nærveru sinni á sunnudeginum og tókst honum að halda andliti með þeirri heimsókn.
Nýr baadermaður er í starfskynningu hjá okkur og er það stáltillinn Einar. Með honum á vakt er annar maður úr stáli betur þekktur sem stálmúsin. Runólfur Ómar kemur mjög ferskur úr fríinu og reytir af sér brandarana svo mikið að Brandara-Baldur er farinn að taka niður punkta.
Talandi um brandara þá veit ég ekki hvort ég hef sagt ykkur frá því að ég hef í hug að gefa út 2 bækur í nánustu framtíð. Önnur er "Brandarabók Baldurs" og hef ég verið að safna í hana frá því ég byrjaði hér um borð. Hin er hin víðfræga "Flækju-bók" sem allir sjómenn hafa heyrt um en enginn lesið. Er ég þessa stundina ú upplýsingasöfnum um hnúta og óhnúta og tek ég gjarnan við ráðum heldri og reyndari manna í þessum málum. Reyndar hefur það komið til tals að það lesi enginn bækur í dag og þá er einnig spurning um að gefa út þessi öndvegisrit á stafrænu formi sem iphone application.
Ársæll Hersteinn skartar nýrri hárgreiðslu þessa dagana og fékk hann innblástur frá Essunum þrem (Sölvi, Stjáni og Sæsi) með útfærslu sína á nýja lubbanum.
Þó svo að sumarið sé ekki komið á Íslandi þá er vor í pungnum á Færeyjum því að menn fara varla útá dekk án þess að koma bruna brúnir og sveittir inn aftur. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að taka til fyrirmyndar hjá frænum okkar og fara að byrja sumarið almennilega áður en að tjald, felli og hjólhýsin fara að ryðga föst í skúrunum.
Maður vaktarinnar so far. Allavegna sá sem ég fæ mestan innblástur að skrifa um þessa dagana er klárlega Baldur. Ég tók eftir nokkru athyglisverðu um þann ágæta mann um daginn. þannig er mál með vexti að Baldur leysir mig af í lestinni á hverri vakt og núna seinast þegar að ég var að klæða mig úr gallanum þá sá ég vettlingana hans. Þetta eru nú ósköp venjulegir vettlingar fyrir utan það vegna stærðar þeirra gætu þeir notast sem júgur hulstur ef þannig lægi við. Baldur merkir vettlingana sína "B.E". Fyrir þá sem ekki vita þá heitir hann hvorki meira né minna en þremur nöfnum og fannst mér þetta einkennilegt að hann skyldi bara nota tvo stafi til að merkja þá enda ritpláss ekki af skornum skammti. Fór ég í smá rannsóknarvinnu og þar sem að ég er ekki bara með eindæmum myndarlegur heldur líka áhugasálfræðingur komst ég að því að hann er haldinn svokallaðri "Nomatophobia" en það er sjúklegur og órrökstuddu hræðsla við nöfn. Ekki nóg með það að hann sé með þessa fóbíu þá er hann líka haldinn svokallaðri "Milli nafna maníu" hef ég gríðarlegar áhyggjur af þessu ástandi og biðla ég núna til allra þeirra sem "vettlingi" geta valdið að hjálpa mér í átaki þessu. Hugmyndin er að hafa átakið nafnlaust enda vil ég ekki fyrir mitt litla líf styggja þennan tveggja metra mann.
Sjoppustjórnin er ekki að gera góða hluti þessa dagana og hef ég verið að fá kvartanir úr öllum áttum vegna lélegs úrvals. Ég er enþá að bíða eftir starfsmannafélags visa kortinu enda er ég nýbúinn að kaupa mér íbúð og vantar hitt og þetta í búið.
Búið er að setja upp tippkeppni fyrir evrópumót U-21 landsliðsins í fótbolta og þykir Daníel Lecki sigurstranglegastur enda sér hann um að fylla inn úrslit og er til alls líklegur í þeim efnum. Daníel sigraði einmitt dorgveiðikeppni sjómannadagsins með yfirburðum þriðja árið í röð enda veiðimaður mikill. Hann er einmitt nýlega kominn með skotleyfi og má búast við rýrnun á rjúpna og gæsastofninum á Íslandi.
Ný tækni er að ryðja sér rúm en það er snjallsímatæknin. Ingi er núna búinn að tengja símann sinn við myndavél sem fylgist með hvort að það vanti fisk í tvö kör á neðsta millidekki. Sparar þetta mönnum mörg fótsporin og næsta skref hjá honum er að fá myndavél tengda við Runólf og Einar svo hann geti fylgst með þeim í rauntíma.
Þangað til næst.
Aðalsteinn Jónsson SU 11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF