Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Pressublogg
Byrjum þetta á hinu ó svo klassíska jæjanu. Við erum á heimleið núna í fjörðinn fegursta og eigum að landa á fimmtudaginn. Með kjaftfullan bát af brakandi ferskum þjóðhátiðarmakríl er veiddist við eyjuna grænu.
Skipscelebbið varð ekki við áskorun minni að gerast gestabloggari og fær hann mínus í kladdann fyrir það. Hann ætlar sér að bæta upp fyrir það seinna en þangað til verð ég að halda þessu gangandi. Reyndar held ég að fjölmiðlamaðurinn sé hræddur við að drita nokkrum orðum á blað enda í stóra skó að fylla :) En nóg um það.
Helst er í fréttum að tveir áttu afmæli í túrnum það voru unglingarnir Kristinn Helgi aka Hokkí Melló og Ársæll Hersteinn aka Sæli sveitti :) Við óskum þeim til hamingju með daginn um daginn. Ársæll hélt veislu fyrir bátsmannsvaktina og var skálað í súkkulaði prótensjeikum á frívaktinni. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir sjeikana.
Talandi um afmælisveislur þá hélt undirritaður uppá 30 ára afmælisveisluna sína um daginn. Heppnaðist hún vel en og skáluðu menn í kapavíni og milla mjöð áður en haldið var á kaffihúsið. Þar hitti ég fyrir nokkra vel valda veraldarvini og þá kom sér vel bókin góða sem hafði fengið lánaða frá Tóta. Spanish for dummies. Gat ég þá vippað út nokkrum vel völdum frösum sem féllu í mjög góðan jarðveg hjá spænskum senjórítum sem fegra Eskifjarðarbæ þessa dagana. Minnstu munaði þó að það þyrfti að hætta við fyrirhugað partý þar sem að bylgjuvaktin var mjög óliðleg að færa bátinn svo ég gæti tekið á móti gestum og gangandi.
Þórarinn er mjög alþjóðlegur eins og alþjóð veit og stefnir hann á að kynbæta íslensku þjóðina eins og hann kallar það á næstu mánuðum. Ég er með myndband sem ég vill tileinka honum en það er með hljómsveitinni Toto sem allir á bylgjuvaktinni ættu að kannast vel við.
------http://www.youtube.com/watch?v=37ZaSINRDGM------
Þreifingar eru hafnar fyrir næstu ferð starfsmannafélagsins. Helsinki kom hressilega á óvart en í næstu ferð er kominn tími til að taka þetta "to the next level" og er Amsterdam efst á lista. Vegna fjármagnsleysis er búið að koma fram skipulagsprógram sem mun sjá til þess að allir geti vel við unað. Þeir úr áhöfninni sem eiga hjól/fellihýsi eða tjaldvagn verður komið haganlega fyrir fyrir utan Amsterdam á grasbakka við ánna Amstel sem rennur í gegnum borgina. Hinir einhleypu verða á gistiheimili í rauða hverfinu og restin á hóteli við flugvöllinn. Einnig hefur það komið til tals að láta þá sem eru þeim forrréttindum haldnir að eiga heimili á hjólum að þeir skulu ferðast á meginlandið með skipi.
Í næstu færslu ætla ég að breyta aðeins til og þá mun ég kynna til leiks nýjan dagskrálið en það er uppskriftarhorn Daníels. Fyrsti rétturinn sem hann mun sýna ykkur lesendum er "Fiski-fullnægingin" en hún er borin fram með karftöflumús. Ég get fullyrt það að það er varla hægt að fá betri fisk.:)
Svo minnum við á Facebook síðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með okkur í rauntíma.
Þar til næst.
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
- Íbúar komnir heim á ný
- 155 milljónum úthlutað
- Breytingar órjúfanlegur hluti af vegferðinni
- Bendir hveitifyrirtæki á kærumöguleika
- Þarf að útrýma heimilisleysi
- Auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi