Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
"Þetta er svona ákveðinn gæðastimpill !"
Jæjæ. Ég kem fressferskur úr fríinu og el manninn vel á nýafstaðinni þjóðhátíð sem stendur alltaf fyrir sínu. Reyndar saknaði ég þess að gæða mér á lunda og hlusta á ljúfa munnhörputóna hjá vini mínum honum Agnari en hann var vant við látinn þetta árið. Óstaðfestar fregnir herma að hann sé að smíða neðanjarðarbyrgi í Fífubarðinu. Inngangurinn sé falinn í nýja bílskúrnum sem hann er að leggja lokahönd á.
Fréttir hermdu að Siggi Hall ætti að leysa Daníel Kokk af þar sem að hann tekur núna út verðskuldað frí. Þær fréttir hafa nú verið slegnar útaf borðinu og þess í stað kom maður er gengur undir nafninu Björn. Meiri deil kann ég ekki á honum.
Ég lærði nýtt orð fyrir ekki svo löngu. Flestir kannast við orðið "pappakassi" með því er verið að skískota að sá sem pappakassinn sé sé frekar linur og sennilega auðvelt að brjóta saman. Komin er ný útfærsla af þessu gamla orði. Það er "pappa-snitchel" en það þykir einstaklega niðrandi. Ekki nóg með að einstaklingurinn sé gerður úr pappa þá er hann einnig einhverskonar annars flokks kjötklessa. Telst þetta níðorð eitt það alversta sem hægt er að útúrsér láta.
Pabbi minn er sterkari enn pabbi þinn. Þetta hafa næstum öll ung börn notað til að vegsama sig og sýna fjölskyldu og sýna yfirburði. Ný útfærsla af þessari klassísku setningu kom fram í sjónarsviðið snemma í túrnum en það er: "konan mín er sterkari en konan þín" einnig voru setningar eins og "konan mín getur eytt meiri peningum" og "konan mín getur tekið úr vél með annarri svæft börnin með hinni og talað í símann og samt haldið uppi óaðfinnanlegum kynþokka á meðan" greinilega miklar valkyrjur þar á ferð ;)
Talandi um pabba, þá er nýr pabbakútur að bætast í hópinn á næstunni en það er Big-Daddy Ómarsson betur þekktur sem Sölvi. Hann er núna kominn í fæðingarorlof og óskum við honum alls hins besta.
Við erum með vél hérna um borð sem heitir því gríðarlega flókna nafni "kassavél" (pappakassa?) Þessi vél í eðli sínu vinnur frekar einfalda vinnu þ.e.a.s. hún tekur tvær frosnar blokkir og setur ofan í snitchel.... afsakið kassa. Vél þessi vinnur vinnu fyrir einn mann því á flestum skipum er það einn starfsmaður sem vinur þetta verk. Vél þessi getur verið manns besti vinur og versti óvinur um leið. Ég verð hinsvegar að segja að hún er í sínu allra besta formi í dag því hún fór með 11 búnt af kössum og tók sér ekki nema pásu einu sinni. Það er kraftaverki næst. Biðla ég nú til vélstjóra, Baader og vinnslustjóra að styggja hana nú ekki því við viljum ekki enda uppi með pappasnitchel.
Í þessum töluðu orðum erum við með hvorki meira né minna en tvö celeb um borð en nýjasta viðbótin er hinn sykursæti Siggi T eins og hann vill láta kalla sig þessa dagana. Sigurður er núna farinn á hafið til að finna innblástur við hljóm og textagerð sína. Ekki ósviðað Bubbanum þegar hann var á verbúð á Eskifirði en eins og flestir vita þá samdi Ásbjörn sína bestu slagara í svörtum afgansreyk við strandgötuna. Spurning hvort að sjóveikistöflur hafi sömu áhrif á sköpunargleðina.
Að öllru mikilvægara máli þá erum við með ransóknarstofu á millidekkinu, þar er tölva sem hægt er að glugga í á rólegum tímum ásamt því að þar eru ýmis tæki og tól til rannsóknar á hinum ýmsu fiskitegundum. Þar á vegg hangir dagatal það væri nú ekki frásögum færandi nema fyrir það að á því dagatali eru myndir af fáklæddum stúlkum sem gleðja augað og aðra líkamshluta. Málið er hinsveg það að það er frá árinu 2008 og er ég orðinn frekar leiður á ungfrú maí henni Sabrinu þótt hún fönguleg sé. Þar með biðla ég til þeirra sem eru í dagatala bransanum að senda okkur eintak frá þessu ári þannig að við séum nú með dagana á hreinu. Einu skilyrðin sem ég set við þetta er að á því sé ekki nein einasta mynd af skipi, bílum húsvögnum eða öðru slíku nema þar sé í forgrunni hugguleg fáklædd freyja.. Þetta er mér mikið hjartans mál.
Einnig ef einhverjar prjónakonur eru að lesa þetta þá vantar mig ullarvettlinga, meira samt svona ullarlúffur og er ég tilbúinn að greiða hverjum þeim sem kemur einu slíku pari til mín með peningum, fiski og/eða blíðu. Ekkert endilega í þessari röð þótt svo að blanda saman blíðu og fiski sé ekkert sérstaklega spennandi þá er ég nýungagjarn og ávalt tilbúinn að prufa eitthvað nýtt ;)
Gestabloggarinn hefur ekki enn orðið við áskorun minni og fær hann þvi nafnbótina pappasnitchel þar til eitthvað að viti kemur frá honum. Mér var ráðlagt að láta snitchelið heyra það hérna en ég hef það ekki í mér að tala ílla um Reyðfirðinga, nóg er skömmin ;)
Enski er farinn að rúlla og eru menn núna í óðaönn að setja upp lið í draumadeildinni. Hilmar Ben varð hlutskarpastur í fyrra og Agnar númer tvö. Daníel lecki rak lestina enda er það ekki líklegt til afreka að hafa kjarnar úr liðinu frá Liverpool. Daníel hyggur á hefndir þetta tímabilið.
Hægt er að skrá sig í deildina okkar á fantasy.premierleague.com og er kóðinn 396883-315276
Það eru nokkrir búnir að hafa orð af því að ég héli meira en aðrir. Þetta krefst smá útskýringar en þannig er mál með stýrivexti að tvisvar sinnum á vakt eiga hásetarnir að fara í frystilestina og taka á móti kössum og raða. Þar niðri er umþaðbil 20 gráðu frost. Þegar að ég er búinn að vera þarna í klukkutíma lít ég út eins og ég hafi verið að skríða uppá Everest, allur í grílukertum og með þykkann klaka límdan við úlpuna. Vill ég meina að það sé vegna þess að ég sé einfaldlega heitari (sætari)en aðrir og þessvegna sé uppgufun meiri en á meðalmanni. Krefst þetta frekari ransókna.
Við erum núna við bryggju og erum að landa smekkfullu skipi og er áætlaður brottfarartími er einhverntíman í nótt. Þannig að kæru eigin og hjákonur setjið ykkur í stellingar við erum mættir ;)
Hílsen hálsar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF