Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kóngurinn er mættur aftur, lengi lifi kóngurinn hipp hipp...

Kóngurinn er mættur aftur, þá er ég ekki að tala um Thierry Henry sem var í þessum rituðu orðum að setjann á móti Leeds. (Davíð og ómari til mikils móða)

Nei ég er að tala um skipabloggskónginn.  Ég vil byrja á því að óska aðdáendum mínum gleðilegs "nýss" árs og færa þeim þakkir fyrir de gemle.

Seinasta ár var einstaklega gjöfullt fyrir okkur strákana á Aðalsteini og var þetta metár í aflaverðmæti. Þar kemur makríllinn einstaklega sterkur inn. Eru pyngjur okkar núna vel útleiknar og stefnum við ótrauðir á að reyna að gera betur á þessu herranns ári 2012.

Við þjófstörtuðum nýja árinu á því að hefja veiðar við námunda frændur okkar Færeyjingana og erum að eltast við svartkjaftinn í brælu og böli. Hefur þetta gengið frekar brösulega og standa aflatölur einhversstaðar nálægt á að annað hundrað tonn. 

Það er komið nýtt teljara og merkimiða system þannig að ég get ekki sagt ykkur nákvæmar aflatölur úr þessari tölvu þar sem þessi orð eru hripuð niður. Þessi setning er langt frá því að vera "málfræðilega" rétt en ar sem lesendur AJ B. eru flestir vel yfir meðalgreind þá ætti það ekki að vefjast fyrir ykkur.

Ég hóf þetta á fótboltanum og held að ég haldi mig við hann eitthvað meira. Það kom upp skemmtilega uppákoma á kaffistofunni sem mér fannst áhugaverð þannig að ég ætla að reyna að búa eitthvað til úr henni. 

Hefst þá sagan:

,,Eigi skalt þú falsguði tilbiðja" sagði æðstiklerkurinn við Martein hinn mislanga er hann gekk inn með skínandi bikar sinn og lagði fyrir framan söfnuðinn.Hinn mislangi svaraði því að honum væri frjálst að blóta hvaða goði sem honum sýndist og virti að vettugi boðskap hins heilagra Baddínusar. Spá ég þér og þínum heiðnu siðum falli, falli segi ég! svaraði Baddínus og sló stafi sínum í jörðina. Í sömu andrá birtist uppúr jörðinni sjö fingra kolkrabbi. í fyrstu andrá virtist þessi furðuskepna vera friðsamleg og ekki líkleg til ofbeldis. Þegar þessi fingrafimi krabbi kom auga á skínandi könnu hins mislanga þá reiddist hann mjög, var allur rauður og þrútinn tók loks hinn gyllta bikar hóf hann á loft og lét hann skella í jörðina með miklum sprengingum og látum með þeim afleiðingum að hann brotnaði í fjóra bita.                                                                                                                                   Marteini var svo brugðið að hann kraup á kné og sagði við heilagan Baddínus: "Ó hve lágt ég hef lagst, fyrirgef mér ó þú mikli meistari því í græðgi minni hef ég látið  glepjast af gylliboðum, fyrirgef, fyrirgef."                                                                                                                                             Baddínus hvíslaði þá í eyra hins mislanga nokkur vel valin orð og tók af honum bláu skikkjuna sem hann hafði borið frá blautu barnsbeini og lét hann fá aðra rauða í staðinn. Uppúr því urðu þeir hinir mestu mátar.

The End.

 ---------------------------------------------------------------------------------------

Boðskapur sögunar. "dramb er falli næst" og "Baldur hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kemur með aðra könnu um borð" :)

 

 

 

þangað til þarnæst .

 

kv. Heinkó 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband