Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...

JÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJA! Tíkur verði óðar! Óstaðfrestaðar fréttir herma að nú sé genginn í hönd seinasti túrinn á því herrans ári tvöþúsundogtólf. Sjálfur er ég búinn að vera á bekknum og þessvegna hefur fréttaveita þessi legið í dvala. Reyndar var ég búinn að gera munnlegt samkomulag við stórvin og fyrrum fifa makker Harald um að hann myndi henda einhverjum brauðmolum til svangra lesanda.

Takið daginn frá! Þann áttunda desember næstkomandi fagnar goðsögn í lifanda lífi sextíu ára stórafmæli sínu. Veislan verður haldin í höfuðstöðum stálmúsarinnar, suðurlandsins einu von Selfossi. Bróðurparturinn af áhöfninni hefur það í huga að samgleðjast honum og eru hótelherbergi og bændagistingar að skornum skammti þessa gleðihelgi.

Haltu kjafti hvað það verður gaman! Einstök eftirvænting er í mannskapnum og til þess að setja þetta í samhengi koma hérna nokkrar tilvitnanir frá tilvonandi veislugestum í öfugri stafrófsröð: ,,Ég ætla að vera hellaður!", ,,Ég saði konunni að ég yrði á Pattaya", ,,Hvað eru margir smokkar í pakka?", ,,yeaaaaaaa", ,,Veislan hjá Runólfi? Baaaaaby". Honum til heiðurs mun ég þessvegna tileinka skrif þessi vini mínum, stikla á stóru.

Runólfur er fæddur þann fimmta Desember á því herrans ári nítjánhundruðfimmtíu og tvö. Sagan segir að þegar hann hafi fæðst hafi tveir hvítir hrafnar sest í gluggakistuna hjá vöggu hans og sungið hið fegursta lag, Runólfur hafi þá bent á fuglana tvo og samstundis urðu þeir fyrir eldingu, eftir þetta sungu þeir ekki fyrir neinn. Fáir vita að hann er með tengsl við frímúrareglu sem stofnuð var í Hollywood af nokkrumn félögum hans sem fæddir eru sama ár en það eru þeir Steven Segal, Mickey Rourke, Mr. T, Rosanne Barr og íslandsvinurinn David Hasselhoff. Til að setja árið nítjánhundruðfimmtíu og tvö í sögulegt samhengi þá má nefna að Jórdanía og Puerto Rico tóku upp stjórnarskrá þetta sama ár, Fyrsta kjarnorkusprengjan sem sýnd er fjölmiðlum sérstaklega er sprengd í Nevada, Herra kartöfluhaus er fyrsta leikfangið sem auglýst er í sjónvarpinu, fyrsta flugvélin lenti á norðurpólnum og Leroy Anderson var að klífa upp vinsældarlistana með slagaranum Blue Tango.

Sögurnar af honum eru eins margar og þær eru mismunandi. Flestar þeirra eru ekki hægt að færa yfir á ritað mál einkum vegna þess að þær krefjast mikilla leikþátta í frásögn og sumar eru einfaldlega þess eðlis að þær ættu ekki að hafa eftir neinum. Einnig er til þónokkuð að svokölluðum flökkusögum um manninn sem hafa gengið manna á milli og taka breytingum við hverja frásögn. Ég ætla að reyna að gera þessu stórmenni skil en neyðist þó að stikla á stóru. Við skildum við frásögnina þegar að eldingu hafði lostið í hrafnana. Það kom mjög snemma í ljós að drengur þessi væri ekki eins og fólk er flest, fyrir það fyrsta borðaði hann einungis hráfæði og þótt það hafi ekki verið nógu undarlegt þá hafði hann þann sérkennilega sið að sofa standandi. R.Ó. var með einsdæmum vel uppalið ungmenni og þótti manna fríðastur og bar af öðrum í leik og starfi. Árið nítjánhundruðfimmtíu og átta ákvað þessi dýrðardrengur að halda til sjós og eftir að hann hafði höggvið sér eik, smíðaði hann úr henni árabát og hélt á haf út. Eftir að hafa róið 12 mílur beint frá landi fannst honum landhelgi Íslendinga ekki vera nógu viðamikil. Ákvað hann þá uppá sitt einsdæmi að landhelgin skyldi nú vera 50 sjómílur. Breska heimsveldið var þess knúið til að verða að óskum hans. Eftir afrek þetta ákvað R.Ó.J að taka sér frí frá sjómennsku og eru til litlar heimildir hvað hann tók sér fyrir stafni í landi. Árið nítjánhundruðsjötíu og fimm var breski sjóherinn aftur farinn að láta á sér kræla við Íslandsstrendur og virtust íslendingar að vera að tapa baráttunni um þorskinn. Þá var aðeins einn maður sem gat bjargað málunum! Í þetta sinn réri Runólfur 200 mílur út frá landi og kastaði öndvegissúlum merktum íslenska fánanum og stækkaði landhelgina um rúmar 150 mílur. Gjörningur þessi markar endalok þorskastríðsins.

Eins og kom fram fyrr í textanum var ungi drengurinn hvers manns hugljúfi og manna bjartsýnastur. Hinsvegar einhversstaðar á lífleiðinni lenti hann í röngum félagsskap. Skráði sig í rétttrúnaðarkirkju pessimissa og má segja að hann hafi aldrei verið samur eftir það, Hann kastaði kæðum fyrra lífernis, tók upp nýtt nafn og eftir þetta gekk hann undir nafninu ,,Stálmúsin". Svartsýni stálmúsarinnar á sér engin takmörk, þetta er ekkert endilega sýni frekar líkt svartholi, óskilgreindur kraftur sem dregur hvaða jákvæða ljós inni sig og skilar því bleksvörtu út. Samvæmt hinu heilaga riti pessimissa er aðeins hægt að svæla hinn ílla anda einu sinni á lífsleiðinni, það er þremur dögum eftir 60 ára afmæli hýsilsins. Þetta munum við í áhöfninni Aðalsteini Jónssyni framkvæma á Selfossi þann 8 desember næstkomandi. Teningunum hefur verið kastað.  

----------------

 

þá er komið að slúðrinu:  Slúður vikunnar er í boði Fiskimarkaðs Djúpavogs. Betur þekkt sem annað heimili Baddanns. Hann er í styttra lagi.

fmd banner

 

 

 Eins og staðan er núna þá erum við rétt rúmlega hálfnaðir með túrinn en rétt tæplega búnir með kvótann. Styttist í jólafrí.

Lolli er kominn með nýtt nafn en það er Kafteinn Kokteill.

Baldur og Sæli reka lestina í fótboltaleiknum Fantasy.

Hvern hafði grunað að Sæsi væri svona hrifinn haf þungarokki.

Bubbi Mortens ætlar víst að koma í heimsókn til okkar í nýja sjónvarpsþættinum sínum.

Ég veit að það varst þú Ingi sem fésnauðgaðir mér á búkkinu og skiptir um prófíl mynd af þér. Hefndin er sæt! Núna skulum við fá eina létta syrpu af því sem ég kýs að kalla, Best og Ingi eða Bingi.

dscf0126

 

dscf0134

 

 

22522_4958549841177_623172561_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

184666_1923088916551_2291333_n185885_10150165327285996_3504139_n315491_2376186253509_964301123_n35849_1549965668703_5547912_ndscf0685logo

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband