Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Mánudagur, 20. febrúar 2012
Reykjavík - Tokyo
Komið sælir lesendur góðir (og slæmir).
Loðnuvertíð er í hámarki núna og er sá stóri blái núna rétt fyrir utan uppáhaldseyju allra landsmanna, Vestmannaeyjar. Það má segja að loðnan sé að halda sína eigin þjóðhátíð í augnablikinu. -Góð veiði.
Loðnan er núna í sínu árlega ferðalagi á þvert yfir suðurlandið þar sem að hryggninjastofninn hittist og brýst þar út eitt allsherjar kynsvall þar sem að boðberar nýrra kynslóðar keppast um að búa nægilega vel að komandi loðnum. Loðnustofninn er búinn að vera mjög sterkur í ár og loðnufrysting hafin með látum. Vel gert.
Konichiwa, þýðir góðan daginn á japönsku, þetta lærði ég þegar að ég var að horfa á einhverja samúræja ræmu um daginn, Japanir eru góðir í mörgu sem þeir taka sig fyrir, það er gott að vita að japanskt/íslenska samstarfið sé að skila arði til þjóðarinnar. Ég átti nýlega í viðskiptasambandi við Japana og hann var mjög heiðarlegur þótt við værum ekki endilega sammála um verðið. Ég held að margir í flotanum eigi sögu af skemmtilegri samningaviðræðu við japana. Ég á allavega nóg.
Loðnuvertíðin er ólik öðrum veiðiskap, ef ég ætti að koma henni í samhengi við eitthvað sem að er skiljanlegt, þá myndi ég segja að ef að fiskiveiðar væru kynlíf þá væri loðnuvertíðin sjortari. Hún tekur fljótt af, það er mikið um svita, hávaða, öskur og læti meira að segja það að kasta nótinni tekur stuttan tíma í samanburði við trollið. Kolmunaveiðar eru meira svona eins og tantra, þar er skipt á hraða og ákefð fyrir aukinn tíma og næmni.
Hvaða mynd er framan á tíkalinnum? Næst þegar að þú borgar með honum hugsaðu þá um loðnuna og áhrif hennar á okkur.
-Aðalsteinn Jónsson SU 11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. febrúar 2012
Hafið gefur, hafið tekur.
Fyrir þá sem misstu af þessu viðtali í gær, þá er hægt að sjá það hérna fyrir neðan. Þetta er epísk frásögn af sjóslysi. Mér varð hugsað til ykkur strákar. Þetta sýnir enn og aftur mikilvægi vina okkar hjá Sæbjörgu, Slysvarnaskóla sjómanna. Vona þið hafið það gott sjómenn landssins.
Be safe.
http://www.ruv.is/eirikuringi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF